Hæsti stigabíll landsins „algjör bylting“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. nóvember 2022 20:01 Sem betur fer er enginn lofthræddur í Slökkviliði Akraness. egill aðalsteinsson Hæsti stigabíll landsins var tekin í notkun á Akranesi og Hvalfjarðarsveit í haust. Stigi bílsins nær upp í 42 metra hæð og er sá fyrsti sem nær upp í hæstu byggingar bæjarfélagsins. Slökkviliðsstjórinn segir tækið algjöra byltingu. Stigabíllinn leysti af hólmi eldri bíl sem var orðin úreltur. Stigi bílsins nær upp í 42 metra hæð og er með körfu sem ber fimm manns. „Hann fer alla leið eins og við segjum. Hann er í svona 56 til 57 sekúndur frá því að við förum í körfuna og upp í efstu stöðu. Við getum sett börur til að bjarga fólki. Svo fer hann niður fyrir sig, t.d. niður í bryggju þannig það er nýr möguleiki,“ segir Sigurður Þór Elísson, eldvarnareftirlitsfulltrúi hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar. „Hann gerir okkur kleift að ná upp í þær byggingar sem við höfum ekki náð upp í áður og veitir gríðarmikið öryggi fyrir íbúa,“ segir Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri á Akranesi og Hvalfjarðarsveit. Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri á Akranesi og Hvalfjarðarsveit, og Sigurður Þór Elísson, eldvarnareftirlitsfulltrúi hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveit.Vísir/Egill Ekki hefur reynt á bílinn, sem betur fer, en hann hefur verið notaður til æfinga. Það er ekkert leiðinlegt á þessum æfingum? „Nei það er mikill spenningur fyrir æfingunum og allir vilja fara í hæstu stöðu,“ segir Jens. Karfan tekur fimm manns.egill aðalsteinsson Og þá er okkur ekkert að vanbúnaði. Við Egill Aðalsteinsson hoppum um borð með Jens slökkviliðsstjóra. Þeir sultuslakir. Fréttamaðurinn eitthvað minna. Stigi bílsins nær upp fyrir hæstu byggingu Akraness sem er 35 metrar að hæð. Þannig tækið sem þið áttuð fyrir þetta það dugði ekki til? „Nei það var 28 metra bíll þannig að þetta er algjör bylting,“ segir Jens. egill aðalsteinsson Slökkvilið Akranes Öryggis- og varnarmál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Stigabíllinn leysti af hólmi eldri bíl sem var orðin úreltur. Stigi bílsins nær upp í 42 metra hæð og er með körfu sem ber fimm manns. „Hann fer alla leið eins og við segjum. Hann er í svona 56 til 57 sekúndur frá því að við förum í körfuna og upp í efstu stöðu. Við getum sett börur til að bjarga fólki. Svo fer hann niður fyrir sig, t.d. niður í bryggju þannig það er nýr möguleiki,“ segir Sigurður Þór Elísson, eldvarnareftirlitsfulltrúi hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar. „Hann gerir okkur kleift að ná upp í þær byggingar sem við höfum ekki náð upp í áður og veitir gríðarmikið öryggi fyrir íbúa,“ segir Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri á Akranesi og Hvalfjarðarsveit. Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri á Akranesi og Hvalfjarðarsveit, og Sigurður Þór Elísson, eldvarnareftirlitsfulltrúi hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveit.Vísir/Egill Ekki hefur reynt á bílinn, sem betur fer, en hann hefur verið notaður til æfinga. Það er ekkert leiðinlegt á þessum æfingum? „Nei það er mikill spenningur fyrir æfingunum og allir vilja fara í hæstu stöðu,“ segir Jens. Karfan tekur fimm manns.egill aðalsteinsson Og þá er okkur ekkert að vanbúnaði. Við Egill Aðalsteinsson hoppum um borð með Jens slökkviliðsstjóra. Þeir sultuslakir. Fréttamaðurinn eitthvað minna. Stigi bílsins nær upp fyrir hæstu byggingu Akraness sem er 35 metrar að hæð. Þannig tækið sem þið áttuð fyrir þetta það dugði ekki til? „Nei það var 28 metra bíll þannig að þetta er algjör bylting,“ segir Jens. egill aðalsteinsson
Slökkvilið Akranes Öryggis- og varnarmál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira