Ochoa kominn í HM-stuðið og bjargaði stigi fyrir Mexíkó Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. nóvember 2022 18:00 Guillermo Ochoa reyndist hetja Mexíkóa þegar hann varði vítaspyrnu frá Robert Lewandowski. Juan Luis Diaz/Quality Sport Images/Getty Images Markvörðurinn Guillermo Ochoa reyndist hetja Mexókóa er hann varði vítaspyrnu frá pólsku markamaskínunni Robert Lewandowski í þriðja leik dagsins á HM í Katar. Lokatölur 0-0 í annars nokkuð bragðdaufum leik. Fyrir leiki dagsins hefðu flestir búist við því að Mexíkó og Pólland myndu berjast um annað sæti C-riðilsins og verða þannig liðið sem myndi fylgja Argentínu upp úr riðlinum. Eftir vægast sagt óvænt tap Argentínu gegn Sádí Arabíu fyrr í dag var leikur Póllands og Mexíkó þó dauðafæri fyrir bæði lið að koma sér í vænlega stöðu með sigri. Mörkin létu þó standa á sér og hvorugu liðinu tókst að koma boltanum í netið í fyrrri hálfleik. Ekki tókst það heldur í síðari hálfleik, þrátt fyrir það að Robert Lewandowski hafi fiska vítaspyrnu á 55. mínútu þegar Hector Moreno braut á honum innan vítateigs. Lewandowski fór að sjálfsögðu sjálfur á punktinn, en Guillermo Ochoa elskar fátt meira en að vera HM-hetja og hann varði frá pólsku markamaskínunni. Niðurstaðan því markalaust jafntefli í annars nokkuð bragðdaufum leik og bæði lið því með eitt stig að fyrstu umferð riðilsins lokinni. HM 2022 í Katar
Markvörðurinn Guillermo Ochoa reyndist hetja Mexókóa er hann varði vítaspyrnu frá pólsku markamaskínunni Robert Lewandowski í þriðja leik dagsins á HM í Katar. Lokatölur 0-0 í annars nokkuð bragðdaufum leik. Fyrir leiki dagsins hefðu flestir búist við því að Mexíkó og Pólland myndu berjast um annað sæti C-riðilsins og verða þannig liðið sem myndi fylgja Argentínu upp úr riðlinum. Eftir vægast sagt óvænt tap Argentínu gegn Sádí Arabíu fyrr í dag var leikur Póllands og Mexíkó þó dauðafæri fyrir bæði lið að koma sér í vænlega stöðu með sigri. Mörkin létu þó standa á sér og hvorugu liðinu tókst að koma boltanum í netið í fyrrri hálfleik. Ekki tókst það heldur í síðari hálfleik, þrátt fyrir það að Robert Lewandowski hafi fiska vítaspyrnu á 55. mínútu þegar Hector Moreno braut á honum innan vítateigs. Lewandowski fór að sjálfsögðu sjálfur á punktinn, en Guillermo Ochoa elskar fátt meira en að vera HM-hetja og hann varði frá pólsku markamaskínunni. Niðurstaðan því markalaust jafntefli í annars nokkuð bragðdaufum leik og bæði lið því með eitt stig að fyrstu umferð riðilsins lokinni.