Lífið

1 dagur í Idol: Eftir­minni­legir kepp­endur úr fyrstu þátta­röð

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Brot af þeim 1400 keppendum sem freistuðu þess að verða fyrsta Idolstjarna Íslands.
Brot af þeim 1400 keppendum sem freistuðu þess að verða fyrsta Idolstjarna Íslands.

Idol Stjörnuleit var haldin í fyrsta sinn hér á landi árið 2003. Þá hafði þátturinn farið sigurför um heiminn og áhuginn hér á landi því gríðarlegur. Um 1400 mans skráðu sig í áheyrnarprufur og freistuðu þess að verða fyrsta Idolstjarna Íslands.

Keppendur þurftu að heilla dómnefndina, sem samanstóð af þeim Bubba Morthens, Siggu Beinteins og Þorvaldi Bjarna, til þess að komast áfram í Austurbæ. Aðeins níutíu keppendur komust í gegnum fyrstu prufurnar og var hart barist um þau sæti.

Þrátt fyrir að ákveðnir keppendur hafi ekki komist áfram er það ekki þar með sagt að flutningur þeirra hafi ekki verið eftirminnilegur.

Í tilefni þess að fimmta þáttaröð af Idol fer í loftið á morgun skulum við fara aftur til fortíðar og rifja upp flutning nokkurra eftirminnilegra keppenda úr allra fyrstu Idol prufunum fyrir nítján árum síðan.

Klippa: Eftirminnilegir keppendur úr fyrstu þáttaröð Idol

Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fer í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember. 


Tengdar fréttir

5 dagar í Idol: Svíður enn að hafa til­kynnt rangan keppanda

Þau eru ansi stór fótsporin sem þau Aron Mola og Sigrún Ósk þurfa að feta í í nýrri þáttaröð Idol sem hefur göngu sína á föstudaginn. Kynnarnir Simmi og Jói settu mikinn svip á fyrri þáttaraðir, svo mikinn að þeir voru notaðir sem fordæmi fyrir Idol kynna í öðrum löndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.