Ísland ekki undanskilið hugsanlegum skorti á dísilolíu á komandi ári
Íslensku olíufélögin munu næstu vikur semja um olíukaup næsta árs við erlenda birgja. Ef óvænt aukning verður í eftirspurn olíu hér á landi, til dæmis með auknum loðnukvóta eða stærra ferðamannasumri en spár gera ráð fyrir, er allsendis óöruggt að hægt verði að tryggja meira magn af eldsneyti til landsins en pantað var fyrir árið.
Tengdar fréttir
Snúin staða á markaði með dísilolíu og verð gæti haldist hátt um skeið
Þrátt fyrir að hráolíuverð hafi gefið lítið eitt eftir að undanförnu vegna dökkra efnahagshorfa þá helst verðið á dísilolíu áfram hátt. Snúin staða ríkir á heimsmarkaði með dísilolíu af margvíslegum ástæðum. Líklegt er að þau vandamál sem steðja að bæði Bandaríkjunum og Evrópu haldi áfram inn í veturinn.