Stórasta landið: Mikilvægasta skotið sem Björgvin hefur varið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2022 09:00 Björgvin Páll Gústavsson sló í gegn á Ólympíuleikunum í Peking. vísir/vilhelm Björgvin Páll Gústavsson segir að fyrsta skotið sem hann varði í leiknum gegn Rússlandi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 sé mikilvægasta skotið sem hann hefur varið á ferlinum. Björgvin var fyrsti gestur Stefáns Árna Pálssonar í hlaðvarpinu Stórasta landið þar sem fjallað er um framgöngu íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Ólympíuleikunum í Peking. Ísland komst þar alla leið í úrslit og vann til silfurverðlauna. Íslendingar spiluðu átta leiki í Peking og farið verður yfir hvern þeirra í einum þætti af Stórasta landinu. Björgvin spilaði sinn fyrsta landsleik 2003 en fór ekki á sitt fyrsta stórmót fyrr en fimm árum seinna. Það voru Ólympíuleikarnir í Peking en það þótti nokkuð umdeilt þegar Guðmundur Guðmundsson valdi Björgvin fram yfir Birki Ívar Guðmundsson. Björgvin Páll ræðir við Sigfús Sigurðsson. Björgvin Páll var þarna á sínu fyrsta stórmóti en Sigfús á því síðasta.vísir/vilhelm „Birkir Ívar hafði verið þarna í svolítið langan tíma. Mjög góður og stöðugur markvörður en við höfðum verið í smá brasi með markvörsluna á mótunum á undan og mér leið smá eins og ég ætti að vera x-faktor. Það var smá óvissa sem fylgdi mér. Það var hroki og egó í mér og ég var ekkert smeykur við þetta,“ sagði Björgvin sem hefur farið á öll stórmót frá Ólympíuleikunum í Peking. Ísland mætti Rússlandi í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í Peking en Björgvin byrjaði ekki í markinu, heldur Hreiðar Levý Guðmundsson. Björgvin kom hins vegar inn á í fyrri hálfleik en var lengi í gang. „Við vorum í brasi í vörninni en sérstaklega við markverðirnir. Ég held við höfum varið tvo bolta í fyrri hálfleik. Hreiðar byrjaði leikinn en komst ekki í takt. Svo kom ég inn á en komst heldur ekki í takt,“ sagði Björgvin. En eitt varið skot breytti öllu fyrir hann. „Ég náði að verja bolta þegar það voru svona fimmtán sekúndur eftir af fyrri hálfleik og það gerði það kannski að verkum að ég byrjaði þann seinni. Ég hugsaði, þetta er fyrsti leikurinn og ef ég kem núna verður framhaldið auðveldara. Aðeins að sýna hver ég er. Það var í kollinum þegar ég byrjaði seinni hálfleikinn.“ Björgvin var mun betri í seinni hálfleik en þeim fyrri og Ísland vann tveggja marka sigur, 33-31. Og þar með byrjaði boltinn að rúlla. Hlusta má á fyrsta þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta Stórasta landið Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Björgvin var fyrsti gestur Stefáns Árna Pálssonar í hlaðvarpinu Stórasta landið þar sem fjallað er um framgöngu íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Ólympíuleikunum í Peking. Ísland komst þar alla leið í úrslit og vann til silfurverðlauna. Íslendingar spiluðu átta leiki í Peking og farið verður yfir hvern þeirra í einum þætti af Stórasta landinu. Björgvin spilaði sinn fyrsta landsleik 2003 en fór ekki á sitt fyrsta stórmót fyrr en fimm árum seinna. Það voru Ólympíuleikarnir í Peking en það þótti nokkuð umdeilt þegar Guðmundur Guðmundsson valdi Björgvin fram yfir Birki Ívar Guðmundsson. Björgvin Páll ræðir við Sigfús Sigurðsson. Björgvin Páll var þarna á sínu fyrsta stórmóti en Sigfús á því síðasta.vísir/vilhelm „Birkir Ívar hafði verið þarna í svolítið langan tíma. Mjög góður og stöðugur markvörður en við höfðum verið í smá brasi með markvörsluna á mótunum á undan og mér leið smá eins og ég ætti að vera x-faktor. Það var smá óvissa sem fylgdi mér. Það var hroki og egó í mér og ég var ekkert smeykur við þetta,“ sagði Björgvin sem hefur farið á öll stórmót frá Ólympíuleikunum í Peking. Ísland mætti Rússlandi í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í Peking en Björgvin byrjaði ekki í markinu, heldur Hreiðar Levý Guðmundsson. Björgvin kom hins vegar inn á í fyrri hálfleik en var lengi í gang. „Við vorum í brasi í vörninni en sérstaklega við markverðirnir. Ég held við höfum varið tvo bolta í fyrri hálfleik. Hreiðar byrjaði leikinn en komst ekki í takt. Svo kom ég inn á en komst heldur ekki í takt,“ sagði Björgvin. En eitt varið skot breytti öllu fyrir hann. „Ég náði að verja bolta þegar það voru svona fimmtán sekúndur eftir af fyrri hálfleik og það gerði það kannski að verkum að ég byrjaði þann seinni. Ég hugsaði, þetta er fyrsti leikurinn og ef ég kem núna verður framhaldið auðveldara. Aðeins að sýna hver ég er. Það var í kollinum þegar ég byrjaði seinni hálfleikinn.“ Björgvin var mun betri í seinni hálfleik en þeim fyrri og Ísland vann tveggja marka sigur, 33-31. Og þar með byrjaði boltinn að rúlla. Hlusta má á fyrsta þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta Stórasta landið Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira