Innlent

Á­rásar­málið í Borgar­holts­skóla þing­fest

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Gabríel Douane við þingfestingu málsins í dag
Gabríel Douane við þingfestingu málsins í dag vísir

Mál fimmmenninganna sem ákærðir eru fyrir vopnuð slagsmál í Borgarholtsskóla var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í dag. Sakborningarnir eru allir ákærðir fyrir brot gegn vopnalögum. 

Fjórir af sakborningunum eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og þá er einn þeirra ákærður fyrir líkamsárás. Fjórir úr hópnum eru 20 ára eða yngri og sá fimmti er tæplega þrítugur. Til viðbótar er einn af sakborningunum, Gabríel Douane, ákærður fyrir tvær líkamsárásir í fangelsinu á Hólmsheiði.

Piltanir neituðu allir sök við þingfestingu málsins. Þá frestaði Gabríel Doune því að taka afstöðu til ákærunnar varðandi líkamsárásirnar tvær.

Slagsmálin áttu sér stað í og við Borgarholtsskóla þann 13. janúar í fyrra. Um var að ræða uppgjör á milli tveggja hópa. Þrír úr öðrum hópnum eru ákærðir vegna málsins en tveir úr hinum.

Hnífur, hafnaboltakylfa og ljósapera voru meðal þess sem beitt var í átökunum. Sex þurftu að leita aðstoðar á slysadeild eftir átökin en mikill viðbúnaður lögreglu, sérsveitar og sjúkraflutningamanna var á staðnum. Þá var myndböndum af árásinni dreift á samfélagsmiðlum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×