„Mér finnst bara einhver þurfa að bera ábyrgð“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 23. nóvember 2022 22:31 Ása Nishanthi Magnúsdóttir segir að einhver hljóti að bera ábyrgð. Stöð 2 Kona sem var ættleidd frá Sri Lanka með fölsuðum pappírum segir sárt að hafa ekki aðgang að gögnum um sig og telur að einhver þurfi að bera ábyrgð. Dómsmálaráðuneytið hefur óskað eftir upplýsingum frá yfirvöldum í Sri Lanka en ekki fengið svör. Ráðuneytið ætlar að hefja sérstaka skoðun á málinu. Dómsmálaráðurneytið sendi í gær frá sér tilkynningu varðandi ættleiðingar rúmlega áttatíu barna frá Sri Lanka á níunda áratugnum og falsaðra pappíra sem virðast hafa verið notaðir til að auðvelda ferlið. Saga nokkurra þeirra sem ættleidd voru hefur verið sögð í þáttunum Leitin að upprunanum sem eru sýndir á Stöð 2. Ráðuneytið segir að tekin hafi verið ákvörðun um að stöðva ættleiðingar frá Sri Lanka árið 1986 í kjölfar atviks sem varpaði ljósi á ferli ættleiðinga frá landinu. Ráðuneytið segir að erindi hafi verið sent til stjórnvalda á Sri Lanka vegna þessara mála en svör hafi ekki borist. Ása Nishanthi Magnúsdóttir sem ættleidd var frá Sri Lanka á þessum árum segir erfitt að hafa ekki aðgang að mikilvægum upplýsingum um sjálfa sig og sinn uppruna en það kom í ljós að hennar ættleiðingargögn reyndust vera fölsuð. „Stóra spurning hjá mér er, af hverju var ekki farið í gegnum þessi skjöl á þeim tíma af því að nú, til dæmis, hef ég enga sjúkrasögu. Þú veist, ég veit ekki hvað ég gæti verið mögulega með og svoleiðis, nú fékk ég krabbamein.“ Ráðuneytið segist nú vera með ættleiðingar frá Sri Lanka til sérstakrar skoðunar. Ása bendir á að lögum samkvæmt sé það í verkahring dómsmálaráðuneytisins að kanna hvort lögboðnum skilyrðum til ættleiðingar hafi verið fullnægt og á því hafi augljóslega verið misbrestur. Hún er ekki í vafa um hvað henni finnst þurfa að gerast í málinu. „Mér finnst bara einhver þurfa að bera ábyrgð, það er bara þannig.“ Fjölskyldumál Stjórnsýsla Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Dómsmálaráðurneytið sendi í gær frá sér tilkynningu varðandi ættleiðingar rúmlega áttatíu barna frá Sri Lanka á níunda áratugnum og falsaðra pappíra sem virðast hafa verið notaðir til að auðvelda ferlið. Saga nokkurra þeirra sem ættleidd voru hefur verið sögð í þáttunum Leitin að upprunanum sem eru sýndir á Stöð 2. Ráðuneytið segir að tekin hafi verið ákvörðun um að stöðva ættleiðingar frá Sri Lanka árið 1986 í kjölfar atviks sem varpaði ljósi á ferli ættleiðinga frá landinu. Ráðuneytið segir að erindi hafi verið sent til stjórnvalda á Sri Lanka vegna þessara mála en svör hafi ekki borist. Ása Nishanthi Magnúsdóttir sem ættleidd var frá Sri Lanka á þessum árum segir erfitt að hafa ekki aðgang að mikilvægum upplýsingum um sjálfa sig og sinn uppruna en það kom í ljós að hennar ættleiðingargögn reyndust vera fölsuð. „Stóra spurning hjá mér er, af hverju var ekki farið í gegnum þessi skjöl á þeim tíma af því að nú, til dæmis, hef ég enga sjúkrasögu. Þú veist, ég veit ekki hvað ég gæti verið mögulega með og svoleiðis, nú fékk ég krabbamein.“ Ráðuneytið segist nú vera með ættleiðingar frá Sri Lanka til sérstakrar skoðunar. Ása bendir á að lögum samkvæmt sé það í verkahring dómsmálaráðuneytisins að kanna hvort lögboðnum skilyrðum til ættleiðingar hafi verið fullnægt og á því hafi augljóslega verið misbrestur. Hún er ekki í vafa um hvað henni finnst þurfa að gerast í málinu. „Mér finnst bara einhver þurfa að bera ábyrgð, það er bara þannig.“
Fjölskyldumál Stjórnsýsla Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira