Hvernig viljum við eldast? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 24. nóvember 2022 15:00 Í amstri hversdagsins hugsa fæstir um framtíðina. Látum duga að dvelja í núinu, mæta til skóla eða vinnu, koma ungum á legg, halda heimili. Þannig týnist tíminn. Við verðum ekki var við að eldast, ekki fyrr en horft er á börnin í kringum okkur eflast, dafna, vaxa úr grasi eða þegar rekist er á gamlan vin eftir 30 ár. Eins, samt ekki, grásprengdir lokkar, lesgleraugu og broshrukkur - pínu eins og þroskaður ostur. Það er ekki auðvelt að ræða um öldrun og fylgifiska hennar, þrátt fyrir að öldrun sé jafn mikill partur af lífinu eins og fæðing barns. Við komumst flest, fyrst í tæri við öldrun, í gegnum ömmur og afa, síðan foreldra og að lokum á eigin skinni. Upplifun flestra er neikvæð. Það getur verið erfitt að finna færni minnka, leita að nýjum tilgangi eftir að fjölskyldu- og vinnuskyldur hætta. Þreifa sig áfram í lífinu eftir vinnu. Við sem samfélag þurfum að breyta þessu viðhorfi. Öldrun er ekki endalok. Öldrun opnar ný tækifæri. Öldrun er framtíðin. Öldrun opnar á ný tækifæri Í mannfjöldaspám Hagstofu Íslands stendur þjóðin frammi fyrir sömu áskorunum og nágrannalöndin okkar. Árið 2020 var hlutfall fólks yfir 65 ára 14%, árið 2038 er áætlað að það hlutfall verði yfir 20% mannfjöldans og árið 2064 yfir 25%. Hlutfall þeirra sem eru eldri en 85 ára byrjar ekki að aukast fyrr en árið 2025 en er áfram innan við 3%. Þannig mun mín kynslóð og kynslóðin á undan mér, lifa lengur, gera meiri kröfur á samfélagið, hvað varðar þjónustu, lífsgæði og heilbrigði. Aldursvæn borg framtíðar Við þurfum að taka samtalið fyrr á æviskeiðinu, opna umræðuna og spyrja: Hvernig samfélag viljum við eldast í? Hvernig viljum við eldast? Hvernig viljum við búa? Hvaða lífsgæði viljum við hafa? Við þurfum að gera öldrun að jafn sjálfsögðum hlut og aðrir áfangasigrar í lífinu. Við viljum öll eldast, eiga heilbrigða öldrun og því er mikilvægt að taka samtalið fyrr á ævinni. Reykjavíkurborg er á sínu mesta uppbyggingaskeiði. Ný hverfi verða til, byggð og borgarsamfélag er hægt er að móta að þörfum framtíðar. Hvar liggja tækifærin? Kannski í styrkleika blandaðrar byggðar til að sporna við meinsemd 21. aldar, einmannaleikanum? Eða getum við nýtt íþróttamannvirki og græn svæði til heilsueflingar og útivistar - nært á sama tíma félagslegar, andlegar og líkamlegar þarfir og fyrir vikið búið lengur heima. Liggja sóknarfæri í velferðatækni þar sem fylgist er með lyfjagjöfum og lífsmörkum úr fjarlægð? Nú eða í samþættingu þjónustu með því að hugsa út fyrir rammann og aðlaga þjónustu betur að breyttum þörfum. Sjáumst í fyrramálið í Gerðubergi Á morgun, 25. nóvember, heldur velferðaráð opin fund um öldrunarmál i í Gerðubergi milli kl. 9:00-10:15. Mikilvægt samtal um málefni eldra fólks í borginni og ólík sjónarhorn kynnt. Opnum umræðuna, sjáumst í fyrramálið og tökum samtalið. Höfundur er formaður Öldungaráðs Reykjavíkurborgar og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Sjá meira
Í amstri hversdagsins hugsa fæstir um framtíðina. Látum duga að dvelja í núinu, mæta til skóla eða vinnu, koma ungum á legg, halda heimili. Þannig týnist tíminn. Við verðum ekki var við að eldast, ekki fyrr en horft er á börnin í kringum okkur eflast, dafna, vaxa úr grasi eða þegar rekist er á gamlan vin eftir 30 ár. Eins, samt ekki, grásprengdir lokkar, lesgleraugu og broshrukkur - pínu eins og þroskaður ostur. Það er ekki auðvelt að ræða um öldrun og fylgifiska hennar, þrátt fyrir að öldrun sé jafn mikill partur af lífinu eins og fæðing barns. Við komumst flest, fyrst í tæri við öldrun, í gegnum ömmur og afa, síðan foreldra og að lokum á eigin skinni. Upplifun flestra er neikvæð. Það getur verið erfitt að finna færni minnka, leita að nýjum tilgangi eftir að fjölskyldu- og vinnuskyldur hætta. Þreifa sig áfram í lífinu eftir vinnu. Við sem samfélag þurfum að breyta þessu viðhorfi. Öldrun er ekki endalok. Öldrun opnar ný tækifæri. Öldrun er framtíðin. Öldrun opnar á ný tækifæri Í mannfjöldaspám Hagstofu Íslands stendur þjóðin frammi fyrir sömu áskorunum og nágrannalöndin okkar. Árið 2020 var hlutfall fólks yfir 65 ára 14%, árið 2038 er áætlað að það hlutfall verði yfir 20% mannfjöldans og árið 2064 yfir 25%. Hlutfall þeirra sem eru eldri en 85 ára byrjar ekki að aukast fyrr en árið 2025 en er áfram innan við 3%. Þannig mun mín kynslóð og kynslóðin á undan mér, lifa lengur, gera meiri kröfur á samfélagið, hvað varðar þjónustu, lífsgæði og heilbrigði. Aldursvæn borg framtíðar Við þurfum að taka samtalið fyrr á æviskeiðinu, opna umræðuna og spyrja: Hvernig samfélag viljum við eldast í? Hvernig viljum við eldast? Hvernig viljum við búa? Hvaða lífsgæði viljum við hafa? Við þurfum að gera öldrun að jafn sjálfsögðum hlut og aðrir áfangasigrar í lífinu. Við viljum öll eldast, eiga heilbrigða öldrun og því er mikilvægt að taka samtalið fyrr á ævinni. Reykjavíkurborg er á sínu mesta uppbyggingaskeiði. Ný hverfi verða til, byggð og borgarsamfélag er hægt er að móta að þörfum framtíðar. Hvar liggja tækifærin? Kannski í styrkleika blandaðrar byggðar til að sporna við meinsemd 21. aldar, einmannaleikanum? Eða getum við nýtt íþróttamannvirki og græn svæði til heilsueflingar og útivistar - nært á sama tíma félagslegar, andlegar og líkamlegar þarfir og fyrir vikið búið lengur heima. Liggja sóknarfæri í velferðatækni þar sem fylgist er með lyfjagjöfum og lífsmörkum úr fjarlægð? Nú eða í samþættingu þjónustu með því að hugsa út fyrir rammann og aðlaga þjónustu betur að breyttum þörfum. Sjáumst í fyrramálið í Gerðubergi Á morgun, 25. nóvember, heldur velferðaráð opin fund um öldrunarmál i í Gerðubergi milli kl. 9:00-10:15. Mikilvægt samtal um málefni eldra fólks í borginni og ólík sjónarhorn kynnt. Opnum umræðuna, sjáumst í fyrramálið og tökum samtalið. Höfundur er formaður Öldungaráðs Reykjavíkurborgar og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar
Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun