Hættir hjá Samtökunum 78 eftir ásakanir um misnotkun Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2022 19:06 Konan starfaði grunnskóla í Hafnarfirði í haust Rúmlega þrítug kona, fyrrverandi starfsmaður í grunnskóla og fyrrverandi formaður félagaráðs Samtakanna 78, hefur verið sökuð um kynferðislega misnotkun og áreiti gegn börnum. Hún hætti störfum fyrir samtökin í vikunni en félagið var nýlega upplýst um ásakanirnar. Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna 78, staðfestir í samtali við fréttastofu að viðkomandi starfi ekki lengur fyrir samtökin. Hann vildi ekki tjá sig um ástæður þess. Álfur segir félagið hafa fengið fregnir af málinu í þessari viku og að hún hafi hætt í sömu viku. Hann segir málið vera komið í ferli hjá fagráði samtakanna sem er hluti af viðbragðsáætlun þeirra við ofbeldi. Þá segist hann einnig hafa heyrt af því að málið hefði verið tilkynnt til lögreglu. Alvarlegar ásakanir Ásakanir á hendur konunni hafa verið birtar í lokuðum hópum á Facebook en einnig á opnum samfélagsmiðlum líkt og TikTok. Þar eru sýnd einkaskilaboð sem konan á að hafa sent börnum undir lögaldri. Flest skilaboðanna sem birt hafa verið snúa að því að konan spyrji börnin um aldur, greinir þeim frá kynhneigð sinni og talar um hvað þau séu sæt. Þá er hún sögð spyrja um hjúskaparstöðu í nokkrum tilfellum. Í skjáskoti sem nú er í dreifingu sakar ungur drengur konuna um nauðgun. Starfaði í grunnskóla Samkvæmt frétt sem birtist á öðrum miðli í dag er fullyrt að konan sé starfsmaður í grunnskóla í Hafnarfirði. Fréttastofa hafði samband við skólastjóra í skólanum sem sagði ekki rétt að konan starfaði þar. Skólastjórinn sagði að viðkomandi hefði starfað við skólann sem skóla-og frístundarliði í nokkra daga í haust. Hún vildi ekki tjá sig um ástæður þess að konan starfaði þar í svo skamman tíma né um ástæður brottrekstrar. Skólastjóranum var kunnugt um málið og hafði séð skjáskotin sem eru í dreifingu af samtölum konunnar við börn. Hún vildi ekki tjá sig frekar um málið. Á samfélagsmiðlum er einnig fullyrt að konan hafi starfað á leikskóla fyrir nokkrum árum. Þar eru einnig sýnd skjáskot af auglýsingu þar sem hún auglýsir barnapössun. Ofbeldi gegn börnum Hafnarfjörður Hinsegin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna 78, staðfestir í samtali við fréttastofu að viðkomandi starfi ekki lengur fyrir samtökin. Hann vildi ekki tjá sig um ástæður þess. Álfur segir félagið hafa fengið fregnir af málinu í þessari viku og að hún hafi hætt í sömu viku. Hann segir málið vera komið í ferli hjá fagráði samtakanna sem er hluti af viðbragðsáætlun þeirra við ofbeldi. Þá segist hann einnig hafa heyrt af því að málið hefði verið tilkynnt til lögreglu. Alvarlegar ásakanir Ásakanir á hendur konunni hafa verið birtar í lokuðum hópum á Facebook en einnig á opnum samfélagsmiðlum líkt og TikTok. Þar eru sýnd einkaskilaboð sem konan á að hafa sent börnum undir lögaldri. Flest skilaboðanna sem birt hafa verið snúa að því að konan spyrji börnin um aldur, greinir þeim frá kynhneigð sinni og talar um hvað þau séu sæt. Þá er hún sögð spyrja um hjúskaparstöðu í nokkrum tilfellum. Í skjáskoti sem nú er í dreifingu sakar ungur drengur konuna um nauðgun. Starfaði í grunnskóla Samkvæmt frétt sem birtist á öðrum miðli í dag er fullyrt að konan sé starfsmaður í grunnskóla í Hafnarfirði. Fréttastofa hafði samband við skólastjóra í skólanum sem sagði ekki rétt að konan starfaði þar. Skólastjórinn sagði að viðkomandi hefði starfað við skólann sem skóla-og frístundarliði í nokkra daga í haust. Hún vildi ekki tjá sig um ástæður þess að konan starfaði þar í svo skamman tíma né um ástæður brottrekstrar. Skólastjóranum var kunnugt um málið og hafði séð skjáskotin sem eru í dreifingu af samtölum konunnar við börn. Hún vildi ekki tjá sig frekar um málið. Á samfélagsmiðlum er einnig fullyrt að konan hafi starfað á leikskóla fyrir nokkrum árum. Þar eru einnig sýnd skjáskot af auglýsingu þar sem hún auglýsir barnapössun.
Ofbeldi gegn börnum Hafnarfjörður Hinsegin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira