Innlent

Lífs­líkur lang­skóla­genginna kvenna mun meiri en kvenna með litla menntun

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Thor Aspelund segir að leggja þurfi áherslu á að auka jöfnuð í samfélaginu.
Thor Aspelund segir að leggja þurfi áherslu á að auka jöfnuð í samfélaginu. Vísir/Stöð 2

Ný rannsókn sem náði til 6.000 þátttakenda sýnir að lífslíkur langskólagenginna kvenna eru töluvert meiri en kvenna sem hafa litla menntun. Að sögn Thors Aspelund, prófessors í líftölfræði við Háskóla Íslands, fer munurinn vaxandi.

Frá þessu greinir Fréttablaðið.

Engar tölur eru nefndar í þessu samhengi en talað um að það muni nú mörgum árum á lífslíkum langskólagenginna og minna menntaðra kvenna. Thor segir fulla ástæðu til að hafa þessu áhyggjur en sama þróun sé að eiga sér stað meðal karla.

„Auðvitað spyr maður af hverju þetta er svona,“ sagði Thor í þættinum Vísindin og við á Hringbraut.

Hann sagði svarið líklega felast í lífstíl.

„Rannsóknin leiðir í ljós að það er miklu meira um hjartasjúkdóma hjá fólki með litla menntun en hjá þeim sem hafa sótt sér meiri menntun,“ segir Thor. Hann segir mega ætla að þeir sem séu meira menntaðir hafi meira svigrúm í lífinu.

Þá virðist eitthvað vera við menntun sem gerir fólk sterkara og hjálpi því að viðhalda hreysti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×