Þar hafa ný lög nú tekið gildi sem heimila einstaklingum að kæra kynferðisbrot þrátt fyrir að langur tími sé liðinn frá brotinu. Áður voru í gildi lög sem heimiluðu fólki að kæra brot ef brotaþoli var á barnsaldri þegar brotið var framið en nýju lögin ná líka til þeirra sem voru eldri en átján ára þegar brotið var á þeim.
E Jean Carroll hefur áður sakað forsetann fyrrverandi um nauðgun á tíunda áratugi síðustu aldar en vegna þess að lögin voru ekki komin fram gat hún ekki kært. Nú hefur hún gert það og kærir forsetann raunar einnig fyrir meiðyrði, því forsetinn sakaði hana um lygar þegar hún bar ásakanirnar fyrst upp.
Carroll, sem er 78 ára gömul og þekktur pistlahöfundur í Bandaríkjunum segir að Trump hafi nauðgað sér í mátunarklefa lúxusverslunar á Manhattan fyrir 27 árum síðan.