Innlent

Slasaðist á ökkla eftir að bíl var ekið á rafhlaupahjól

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vettvangi slyssins við Glæsibæ í dag.
Frá vettvangi slyssins við Glæsibæ í dag. Vísir/Dúi

Ekið var á unglingsstúlku á rafhlaupahjóli á Suðurlandsbraut við Glæsibæ rétt fyrir klukkan eitt í dag. Viðkomandi var fluttur á bráðamóttöku Landspítala.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var ekið á unglingsstúlku á Hopp-hlaupahjóli sem eru leiguhjól sem takmarka hraða við 25 kílómetra á klukkustund. 

Einn sjúkrabíll var sendur á vettvang vegna slyssins. Af myndum að dæma voru tveir á vettvangi sem bendir til þess að óskað hafi verið eftir aðstoð annars sjúkrabíls í framhaldinu.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu slasaðist unglingsstúlka á ökkla.

Innan við vika er síðan karlmaður á þrítugsaldri lést í árekstri við hópferðabifreið á horni Barónsstígs og Grettisgötu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar tildrög slyssins ásamt Rannsóknarnefnd samgönguslysa.

Fréttin var uppfærð klukkan 15:48.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×