Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum KR, en samningur félagsins við Nesselquist er til þriggja ára. Hann kemur til félagsins frá Viking Stavanger þar sem hann var aðstoðarþjálfari á seinasta tímabili.
Nesselquist er aðeins 29 ára gamall, en á þrátt fyrir það langan þjálfaraferil að baki. Hann hóf feril sinn sem þjálfari í meistaraflokki aðeins 19 ára gamall þega hann tók við Trossvik IF og stýrði liðinu upp um deild á sínu fyrsta tímabili.
Síðan þá hefur hann þjálfað Moss FK og Strömmen IF áður en hann tók við sem aðstoðarþjálfari hjá Viking Stavanger í norsku úrvalsdeildinni.