Umfangsmikil mótmæli vegna strangra sóttvarnaraðgerða Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2022 08:07 Frá mótmælum í Urumqi, þar sem minnst tíu dóu í eldsvoða á fimmtudaginn. Því hefur verið haldið fram að sóttvarnaraðgerðir hafi komið í veg fyrir að hægt væri að bjarga fólkinu. AP/Chinatopix Umfangsmikil mótmæli áttu sér stað víðsvegar um Kína í gærkvöldi og í nótt vegna strangra sóttvarnaraðgerða í Kína. Meðal annars var mótmælt í Sjanghæ þar sem mótmælendur kölluðu eftir því að Xi Jinping, forseti Kína, stigi til hliðar. Slík mótmæli eru afar sjaldgæf í Kína þar sem fólki getur verið refsað harðlega fyrir þau. Mótmælin virðast að mestu hafa verið bundin við borgir og háskóla í Kína en þau hafa að miklu leyti verið rekin til nýlegs atviks í Xinjiang í Kína, samkvæmt frétt New York Times. Þar sem íbúar hafa sumir hverjir verið í einangrun í rúmlega hundrað daga. Minnst tíu manns dóu í borginni Urumqi á fimmtudagskvöld þegar eldur kviknaði í fjölbýlishúsi. Kínverjar halda því fram að sóttvarnaraðgerðir hafi komið í veg fyrir að fólkið hafi komist út úr fjölbýlishúsinu. Sjá einnig: Tæma hillur verslana af ótta við sóttvarnaraðgerðir Ráðamenn í Kína hafa ítrekað lýst því yfir á undanförnum dögum að nauðsynlegt sé að framfylgja áfram stefnu stjórnvalda sem kallast „Núll-Covid“. Sú stefna felur í sér umfangsmiklar skimanir og einangrun fyrir alla sem grunaðir eru um að hafa verið nærri smituðum einstaklingum. Þessi stefna hefur víða leitt til umfangsmikilla og langvarandi lokana í Kína. Sjá einnig: Xi Jinping með nær einræðisvald eftir nýjustu hrókeringar Í grein NYT segir að mótmælin gætu mögulega gert yfirvöldum erfiðara að halda þessar stefnu til streitu. Skjáskot úr myndbandi af mótmælunum í Sjanghæ. Vitni segja lögregluþjóna hafa barið mótmælendur og beitt þá táragasi.AP Öllu myndefni af mótmælunum er eytt á netinu í Kína þar sem Kommúnistaflokkurinn fer með öll völd. Hér að neðan má sjá myndband frá mótmælunum í Sjanghæ. South China Morning Post segir lögreglu hafa notað piparúða til að stöðva mótmælin. "Down with the party! Down with Xi Jinping! Free Xinjiang!" shout protesters in Shanghai. pic.twitter.com/riOCFQzoCp— inteldoge@masto.ai (@IntelDoge) November 26, 2022 Fréttakona NPR í Kína segir að ný mótmæli hafi myndast í Sjanghæ þar sem fólk hafi komið saman og kallað eftir því að mótmælendum sem voru handteknir í nótt verði sleppt úr haldi. Seemingly spontaneous protest converging again at Urumqi Road in Shanghai, despite heavy police presence. People are shouting let them go ! Apparently in reference to those arrested at previous protests. pic.twitter.com/JjOvtcqFnr— Emily Feng (@EmilyZFeng) November 27, 2022 Fréttakona BBC segir einnig mótmælt í Peking, höfuðborg Kína. Just come in. As a relay, at this moment hundreds of students are gathering on the campus of Tsinghua University (one of the tops in China) chanting freedom of expression democracy rule of law , after dozens of such gatherings seen on campuses nationwide over past two days. pic.twitter.com/LUa4KPyqJh— Vivian Wu (@vivianwubeijing) November 27, 2022 Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Slík mótmæli eru afar sjaldgæf í Kína þar sem fólki getur verið refsað harðlega fyrir þau. Mótmælin virðast að mestu hafa verið bundin við borgir og háskóla í Kína en þau hafa að miklu leyti verið rekin til nýlegs atviks í Xinjiang í Kína, samkvæmt frétt New York Times. Þar sem íbúar hafa sumir hverjir verið í einangrun í rúmlega hundrað daga. Minnst tíu manns dóu í borginni Urumqi á fimmtudagskvöld þegar eldur kviknaði í fjölbýlishúsi. Kínverjar halda því fram að sóttvarnaraðgerðir hafi komið í veg fyrir að fólkið hafi komist út úr fjölbýlishúsinu. Sjá einnig: Tæma hillur verslana af ótta við sóttvarnaraðgerðir Ráðamenn í Kína hafa ítrekað lýst því yfir á undanförnum dögum að nauðsynlegt sé að framfylgja áfram stefnu stjórnvalda sem kallast „Núll-Covid“. Sú stefna felur í sér umfangsmiklar skimanir og einangrun fyrir alla sem grunaðir eru um að hafa verið nærri smituðum einstaklingum. Þessi stefna hefur víða leitt til umfangsmikilla og langvarandi lokana í Kína. Sjá einnig: Xi Jinping með nær einræðisvald eftir nýjustu hrókeringar Í grein NYT segir að mótmælin gætu mögulega gert yfirvöldum erfiðara að halda þessar stefnu til streitu. Skjáskot úr myndbandi af mótmælunum í Sjanghæ. Vitni segja lögregluþjóna hafa barið mótmælendur og beitt þá táragasi.AP Öllu myndefni af mótmælunum er eytt á netinu í Kína þar sem Kommúnistaflokkurinn fer með öll völd. Hér að neðan má sjá myndband frá mótmælunum í Sjanghæ. South China Morning Post segir lögreglu hafa notað piparúða til að stöðva mótmælin. "Down with the party! Down with Xi Jinping! Free Xinjiang!" shout protesters in Shanghai. pic.twitter.com/riOCFQzoCp— inteldoge@masto.ai (@IntelDoge) November 26, 2022 Fréttakona NPR í Kína segir að ný mótmæli hafi myndast í Sjanghæ þar sem fólk hafi komið saman og kallað eftir því að mótmælendum sem voru handteknir í nótt verði sleppt úr haldi. Seemingly spontaneous protest converging again at Urumqi Road in Shanghai, despite heavy police presence. People are shouting let them go ! Apparently in reference to those arrested at previous protests. pic.twitter.com/JjOvtcqFnr— Emily Feng (@EmilyZFeng) November 27, 2022 Fréttakona BBC segir einnig mótmælt í Peking, höfuðborg Kína. Just come in. As a relay, at this moment hundreds of students are gathering on the campus of Tsinghua University (one of the tops in China) chanting freedom of expression democracy rule of law , after dozens of such gatherings seen on campuses nationwide over past two days. pic.twitter.com/LUa4KPyqJh— Vivian Wu (@vivianwubeijing) November 27, 2022
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira