Fjölskylda borgarstjóra ákærð fyrir umfangsmikið eiturlyfjasmygl Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 29. nóvember 2022 15:00 María Ángeles Muñoz, borgarstjóri í Marbella, ásamt Juanma Moreno, forseta héraðsstjórnarinnar í Andalúsíu. Joaquin Corchero/Getty Images Áttræður eiginmaður borgarstjórans í Marbella á Spáni og stjúpsonur hennar, hafa verið ákærðir fyrir umfangsmikið eiturlyfjasmygl frá Spáni til Norðurlanda, peningaþvætti og skattsvik. Þá er borgarstjórinn sökuð um að hafa viðað að sér umtalsverðum auðæfum með vafasömum hætti í krafti embættisins. María Ángeles Muñoz hefur verið borgarstjóri í Marbella á suðurströnd Spánar í 15 ár, frá árinu 2007. Hún er líka þingmaður og á meðal helstu áhrifamanna í Lýðflokknum, stærsta flokki hægri vængs spænskra stjórnmála, en margt bendir til þess að nú fjari hratt undan Maríu. Eiginmaður og stjúpsonur ákærðir fyrir eiturlyfjasmygl Eiginmaður hennar, hinn áttræði sænski kaupsýslumaður Lars Gunnar Broberg, hefur verið ákærður fyrir aðild að umfangsmiklu eiturlyfjasmygli, aðallega hassi frá Marokkó til Svíþjóðar og annarra ríkja Norðurlanda. Sonur hans, hinn tæplega fimmtugi Joakim Broberg er einnig ákærður fyrir eiturlyfasmyglið og fyrir að nota nokkur af þeim 19 fyrirtækjum sem hann á, til peningaþvættis. Þeir voru báðir handteknir í fyrra, reyndar þurfti að framselja soninn frá Brasilíu og hafa nú báðir verið ákærðir. Joakim er talinn einn af höfuðpaurum hinnar svokölluðu sænsku mafíu, ein margra glæpasamtaka sem eru umsvifamikil á Marbella, sem er eins og höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í glæpum, en þar er vitað um 113 skipulögð glæpasamtök af 60 þjóðernum. Rannsóknin hefur staðið í nokkur ár Grunur vaknaði um að málið væri stærra og meira en bara eiturlyfjasmygl sem er nánast hversdagskostur í Marbella, þegar lögreglan hleraði síma Joakims fyrir 3 árum, þá státaði hann af því í síma við vitorðsmenn sína að fjölskylda hans og flokkurinn þeirra ætti í raun alla andskotans Andalúsíu, eins og hann orðaði það. Lögreglan hóf þá ítarlega rannsókn á umsvifum feðganna og niðurstaðan er sem fyrr segir ákæra í mörgum liðum fyrir margvísleg alvarleg afbrot. Borgarstjóri viðriðinn spillingu Spænska dagblaðið El Diario komst fyrir skemmstu yfir tölvupósta borgarstjórans og þar eru sterkar vísbendingar um að hún hafi um langt árabil hyglað feðgunum og glæpafélögum þeirra þegar kom að úthlutun opinberra framkvæmda. Ángeles Muñoz spilar þessa dagana nauðvörn þess sem hefur vondan málstað að verja, það er að segja, hún svarar ekki fyrir það sem þar kemur fram, heldur reynir að skjóta sendiboðann og hótar dagblaðinu öllu illu ef það lætur ekki af þessum fréttaflutningi. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Sjá meira
María Ángeles Muñoz hefur verið borgarstjóri í Marbella á suðurströnd Spánar í 15 ár, frá árinu 2007. Hún er líka þingmaður og á meðal helstu áhrifamanna í Lýðflokknum, stærsta flokki hægri vængs spænskra stjórnmála, en margt bendir til þess að nú fjari hratt undan Maríu. Eiginmaður og stjúpsonur ákærðir fyrir eiturlyfjasmygl Eiginmaður hennar, hinn áttræði sænski kaupsýslumaður Lars Gunnar Broberg, hefur verið ákærður fyrir aðild að umfangsmiklu eiturlyfjasmygli, aðallega hassi frá Marokkó til Svíþjóðar og annarra ríkja Norðurlanda. Sonur hans, hinn tæplega fimmtugi Joakim Broberg er einnig ákærður fyrir eiturlyfasmyglið og fyrir að nota nokkur af þeim 19 fyrirtækjum sem hann á, til peningaþvættis. Þeir voru báðir handteknir í fyrra, reyndar þurfti að framselja soninn frá Brasilíu og hafa nú báðir verið ákærðir. Joakim er talinn einn af höfuðpaurum hinnar svokölluðu sænsku mafíu, ein margra glæpasamtaka sem eru umsvifamikil á Marbella, sem er eins og höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í glæpum, en þar er vitað um 113 skipulögð glæpasamtök af 60 þjóðernum. Rannsóknin hefur staðið í nokkur ár Grunur vaknaði um að málið væri stærra og meira en bara eiturlyfjasmygl sem er nánast hversdagskostur í Marbella, þegar lögreglan hleraði síma Joakims fyrir 3 árum, þá státaði hann af því í síma við vitorðsmenn sína að fjölskylda hans og flokkurinn þeirra ætti í raun alla andskotans Andalúsíu, eins og hann orðaði það. Lögreglan hóf þá ítarlega rannsókn á umsvifum feðganna og niðurstaðan er sem fyrr segir ákæra í mörgum liðum fyrir margvísleg alvarleg afbrot. Borgarstjóri viðriðinn spillingu Spænska dagblaðið El Diario komst fyrir skemmstu yfir tölvupósta borgarstjórans og þar eru sterkar vísbendingar um að hún hafi um langt árabil hyglað feðgunum og glæpafélögum þeirra þegar kom að úthlutun opinberra framkvæmda. Ángeles Muñoz spilar þessa dagana nauðvörn þess sem hefur vondan málstað að verja, það er að segja, hún svarar ekki fyrir það sem þar kemur fram, heldur reynir að skjóta sendiboðann og hótar dagblaðinu öllu illu ef það lætur ekki af þessum fréttaflutningi.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Sjá meira