Mótmælin í Kína kæfð í fæðingu Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2022 08:31 Gremja vegna strangra sóttvarnaaðgerða kínverskra stjórnvalda braust út í mótmælum í Beijing og fleiri borgum um helgina. Vísir/EPA Mikill viðbúnaður lögreglu var í nokkrum stórum borgum Kína og svo virðist sem að mótmæli sem brutust út víða um helgina hafi nú fjarað út. Stjórnvöld eru sögð byrjuð að leita uppi fólk sem tók þátt í þeim. Þúsundir mótmæltu ströngum sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins á götum borga eins og Beijing og Sjanghæ um helgina. Sumir mótmælenda kölluðu jafnvel eftir afsögn Xi Jinpings forseta. Mótmælunum hefur verið lýst sem þeim útbreiddustu í Kína frá því í stúdentauppreisninni sem var barin niður árið 1989. Frekari aðgerðir voru boðaðar í Beijing í gær en þær runnu út í sandinn þegar fjölmennt lögreglulið kom sér fyrir á fundarstaðnum. Í Sjanghæ kom lögregla fyrir varnargirðingum og fjöldi fólks var handtekinn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Minniháttar mótmæli í borginni Hangzhou í suðurhluta landsins voru kveðin niður fljótt og þátttakendur handteknir í gærkvöldi. Reuters-fréttastofan hefur eftir mótmælendum að kínversk stjórnvöld séu byrjuðu að grennsast fyrir um þá sem tóku þátt í mótmælum um helgina. Einhverjr hafi verið beðnir um að mæta á lögreglustöð og gefa skýrslu um hvað þeir gerðu á sunnudagskvöld. „Við erum öll að eyða skilaboðasögu okkar í örvæntingu,“ hefur Reuters eftir einum mótmælanda í Beijing. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útbreiddustu mótmæli í Kína í rúmlega þrjátíu ár Mótmæli sem brutust út í fjölda kínverskra borga um helgina eru sögð þau mestu frá því í stúdentauppreisninni sem var barin niður í blóðbaði á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Reiði vegna strangra og langvarandi sóttvarnaaðgerða var kveikjan að mótmælunum. 28. nóvember 2022 09:40 Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira
Þúsundir mótmæltu ströngum sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins á götum borga eins og Beijing og Sjanghæ um helgina. Sumir mótmælenda kölluðu jafnvel eftir afsögn Xi Jinpings forseta. Mótmælunum hefur verið lýst sem þeim útbreiddustu í Kína frá því í stúdentauppreisninni sem var barin niður árið 1989. Frekari aðgerðir voru boðaðar í Beijing í gær en þær runnu út í sandinn þegar fjölmennt lögreglulið kom sér fyrir á fundarstaðnum. Í Sjanghæ kom lögregla fyrir varnargirðingum og fjöldi fólks var handtekinn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Minniháttar mótmæli í borginni Hangzhou í suðurhluta landsins voru kveðin niður fljótt og þátttakendur handteknir í gærkvöldi. Reuters-fréttastofan hefur eftir mótmælendum að kínversk stjórnvöld séu byrjuðu að grennsast fyrir um þá sem tóku þátt í mótmælum um helgina. Einhverjr hafi verið beðnir um að mæta á lögreglustöð og gefa skýrslu um hvað þeir gerðu á sunnudagskvöld. „Við erum öll að eyða skilaboðasögu okkar í örvæntingu,“ hefur Reuters eftir einum mótmælanda í Beijing.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útbreiddustu mótmæli í Kína í rúmlega þrjátíu ár Mótmæli sem brutust út í fjölda kínverskra borga um helgina eru sögð þau mestu frá því í stúdentauppreisninni sem var barin niður í blóðbaði á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Reiði vegna strangra og langvarandi sóttvarnaaðgerða var kveikjan að mótmælunum. 28. nóvember 2022 09:40 Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira
Útbreiddustu mótmæli í Kína í rúmlega þrjátíu ár Mótmæli sem brutust út í fjölda kínverskra borga um helgina eru sögð þau mestu frá því í stúdentauppreisninni sem var barin niður í blóðbaði á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Reiði vegna strangra og langvarandi sóttvarnaaðgerða var kveikjan að mótmælunum. 28. nóvember 2022 09:40