„Ekki með eins lið og Valsarar upp á hraðann að gera“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2022 09:31 Kristján Örn Kristjánsson verður að líkindum ekki með í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Kristján Örn Kristjánsson, skytta í liði PAUC frá Frakklandi sem tekur á móti Val í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld, segir að hans menn búist fastlega við sigri. Leikurinn hefst klukkan 19:45 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Kristján segir það hafa komið sér á óvart hversu vel Valsmenn hafi staðið í þýska liðinu Flensburg í síðustu viku en þar vann Flensburg 37-32 sigur eftir að munurinn hafði lengst af verið minni. PAUC tapaði með sama mun, 30-25, fyrir Flensburg fyrr í riðlakeppninni. PAUC er því í sömu stöðu og Valur, með fjögur stig úr þremur leikjum, en þó eiga þeir frönsku að vinna leikinn samkvæmt Kristjáni Erni, eða Donna, eins og hann er gjarnan kallaður. „Þetta er bara skyldusigur hjá okkur. Við, eða ég, er búinn að vera að hugsa um þennan leik í töluvert langan tíma og ég segi að við eigum að vinna leikinn. Mér fannst Valur koma á óvart á móti Flensburg og stóðu sig vel en svo kláruðu Flensburg þetta í seinni hálfleik,“ segir Donni. „Ég held að við getum gert það líka, en ég held þetta verði mjög spennandi - í fyrri hálfleik,“. Þurfa að draga úr hraðanum Hraðar aðgerðir og hátt tempo í leik Valsmanna hefur vakið athygli í keppninni og reynst þeim mikilvægt vopn. Donni segir Frakkana meðvitaða um það og að lið PAUC muni þurfa að hægja á leiknum, fremur en að mæta hraða Vals í sömu mynt. „Ég held að við munum reyna að hægja aðeins á leiknum. Við erum ekki með eins lið og Valsarar upp á hraðann að gera og að fara upp í sókn. Við þurfum alltaf að skipta á mönnum í sókn og vörn,“ segir Donni. Fjölmargir núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn eru á mála hjá PAUC og segir Donni liðið hafa gæðin til að vinna leik kvöldsins. „Þannig að við erum ekki með hraðann eins og Valsarar eru með en við erum svo sannarlega með sóknarleikinn til að vinna leikinn. Það er styrkleikinn sem við þurfum að nýta okkur. Svo til að verjast Völsurum er bara að vera fljótir til baka og ná að stilla upp í vörn. Þá ætti þetta að vera ekkert mál,“ „Þeir eru mjög sterkir í hraðaupphlaupunum sínum og seinni bylgjunni og það er svona aðalatriðið til þess að stoppa þá, að hugsa um það,“ segir Donni. Líkt og greint var frá á Vísi í gær er ólíklegt að Donni taki þátt í leiknum vegna ökklameiðsla sem hafa hrjáð hann að undanförnu. Portúgalski landsliðsmaðurinn Diogo Silva mun því þurfa að axla aukna ábyrgð í hægri skyttu stöðunni. Hitað verður upp fyrir leik kvöldsins frá klukkan 19:30 en hann hefst klukkan 19:45 á Stöð 2 Sport. Fyrr í kvöld, klukkan 17:45, er á dagskrá leikur Ystad og Flensburgar í riðlinum og verður sýndur á Stöð 2 Sport 2. Evrópudeild karla í handbolta Valur Franski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti Fleiri fréttir „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Sjá meira
Kristján segir það hafa komið sér á óvart hversu vel Valsmenn hafi staðið í þýska liðinu Flensburg í síðustu viku en þar vann Flensburg 37-32 sigur eftir að munurinn hafði lengst af verið minni. PAUC tapaði með sama mun, 30-25, fyrir Flensburg fyrr í riðlakeppninni. PAUC er því í sömu stöðu og Valur, með fjögur stig úr þremur leikjum, en þó eiga þeir frönsku að vinna leikinn samkvæmt Kristjáni Erni, eða Donna, eins og hann er gjarnan kallaður. „Þetta er bara skyldusigur hjá okkur. Við, eða ég, er búinn að vera að hugsa um þennan leik í töluvert langan tíma og ég segi að við eigum að vinna leikinn. Mér fannst Valur koma á óvart á móti Flensburg og stóðu sig vel en svo kláruðu Flensburg þetta í seinni hálfleik,“ segir Donni. „Ég held að við getum gert það líka, en ég held þetta verði mjög spennandi - í fyrri hálfleik,“. Þurfa að draga úr hraðanum Hraðar aðgerðir og hátt tempo í leik Valsmanna hefur vakið athygli í keppninni og reynst þeim mikilvægt vopn. Donni segir Frakkana meðvitaða um það og að lið PAUC muni þurfa að hægja á leiknum, fremur en að mæta hraða Vals í sömu mynt. „Ég held að við munum reyna að hægja aðeins á leiknum. Við erum ekki með eins lið og Valsarar upp á hraðann að gera og að fara upp í sókn. Við þurfum alltaf að skipta á mönnum í sókn og vörn,“ segir Donni. Fjölmargir núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn eru á mála hjá PAUC og segir Donni liðið hafa gæðin til að vinna leik kvöldsins. „Þannig að við erum ekki með hraðann eins og Valsarar eru með en við erum svo sannarlega með sóknarleikinn til að vinna leikinn. Það er styrkleikinn sem við þurfum að nýta okkur. Svo til að verjast Völsurum er bara að vera fljótir til baka og ná að stilla upp í vörn. Þá ætti þetta að vera ekkert mál,“ „Þeir eru mjög sterkir í hraðaupphlaupunum sínum og seinni bylgjunni og það er svona aðalatriðið til þess að stoppa þá, að hugsa um það,“ segir Donni. Líkt og greint var frá á Vísi í gær er ólíklegt að Donni taki þátt í leiknum vegna ökklameiðsla sem hafa hrjáð hann að undanförnu. Portúgalski landsliðsmaðurinn Diogo Silva mun því þurfa að axla aukna ábyrgð í hægri skyttu stöðunni. Hitað verður upp fyrir leik kvöldsins frá klukkan 19:30 en hann hefst klukkan 19:45 á Stöð 2 Sport. Fyrr í kvöld, klukkan 17:45, er á dagskrá leikur Ystad og Flensburgar í riðlinum og verður sýndur á Stöð 2 Sport 2.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Franski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti Fleiri fréttir „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti