Selja Freyju eftir yfir fjörutíu ára rekstur Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2022 15:14 Ævar Guðmundsson, forstjóri Freyju. Vísir Matvælafyrirtækið Langisjór hefur fest kaup á sælgætisgerðinni Freyju og fasteignum sem tengjast rekstri hennar. Freyja er elsta sælgætisgerð landsins og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í yfir fjörutíu ár. Í tilkynningu frá Freyju kemur fram að eigendur fyrirtækisins og Langasjávar ehf. hafi skrifað undir kaupsamning um kaup þess síðarnefnda á félaginu K-102 ehf. sem á dótturfélagið Freyju að fullu og fasteignir sem tengjast rekstrinum. Kaupin séu háð fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Freyja er fjölskyldufyrirtæki í eigu Ævars Guðmundssonar og fjölskyldu hans. Í tilkynningu er haft eftir honum að eftir rúmlega fjörutíu ára uppbyggingu fjölskyldunnar á fyrirtækinu sé nú góður tími til þess að hefja nýjan kafla í lífinu og koma Freyju í hendur á traustum eigendum. Freyja er elsta starfandi sælgætisgerð á Íslandi, stofnuð árið 1918.Vísir/Magnús Á vefsíðu Freyju kemur fram að þar starfi um fimmtíu manns á tveimur stöðum, annars vegar í verksmiðju fyrirtækisins á Kársnesbrraut í Kópavogi og á skrifstofu- og lagerhúsnæði á Vesturvör í sama bæ. Langisjór er móðurfélag fyrirtækja í framleiðslu og dreifingu á matvælum en það sinnir einnig útleigu og uppbyggingu á atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Meðal fyrirtækja í samstæðu Langasjávar ehf. eru Alma íbúðafélag hf., Brimgarðar ehf., Mata hf., Matfugl ehf., Salathúsið ehf. og Síld og fiskur ehf. Langisjór er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna og fjölskyldna þeirra. Í mars var greint frá því að öll starfsemi Sælgætisgerðarinnar Freyju verði flutt úr Kópavogi til Hveragerðis en fyrirtækið hefur fengið úthlutað um sautján þúsund fermetra lóð í bæjarfélaginu. Fimmtíu ný störf verð til í Hveragerði með flutningnum. Verksmiðjuhúsnæðið sjálft verður um sex þúsund fermetrar. Sælgæti Matvælaframleiðsla Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Freyja flytur í Hveragerði Öll starfsemi Sælgætisgerðarinnar Freyju verður flutt úr Kópavogi til Hveragerðis en fyrirtækið hefur fengið úthlutað um sautján þúsund fermetra lóð í bæjarfélaginu. Fimmtíu ný störf verð til í Hveragerði með flutningnum. 29. mars 2022 07:04 Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Í tilkynningu frá Freyju kemur fram að eigendur fyrirtækisins og Langasjávar ehf. hafi skrifað undir kaupsamning um kaup þess síðarnefnda á félaginu K-102 ehf. sem á dótturfélagið Freyju að fullu og fasteignir sem tengjast rekstrinum. Kaupin séu háð fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Freyja er fjölskyldufyrirtæki í eigu Ævars Guðmundssonar og fjölskyldu hans. Í tilkynningu er haft eftir honum að eftir rúmlega fjörutíu ára uppbyggingu fjölskyldunnar á fyrirtækinu sé nú góður tími til þess að hefja nýjan kafla í lífinu og koma Freyju í hendur á traustum eigendum. Freyja er elsta starfandi sælgætisgerð á Íslandi, stofnuð árið 1918.Vísir/Magnús Á vefsíðu Freyju kemur fram að þar starfi um fimmtíu manns á tveimur stöðum, annars vegar í verksmiðju fyrirtækisins á Kársnesbrraut í Kópavogi og á skrifstofu- og lagerhúsnæði á Vesturvör í sama bæ. Langisjór er móðurfélag fyrirtækja í framleiðslu og dreifingu á matvælum en það sinnir einnig útleigu og uppbyggingu á atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Meðal fyrirtækja í samstæðu Langasjávar ehf. eru Alma íbúðafélag hf., Brimgarðar ehf., Mata hf., Matfugl ehf., Salathúsið ehf. og Síld og fiskur ehf. Langisjór er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna og fjölskyldna þeirra. Í mars var greint frá því að öll starfsemi Sælgætisgerðarinnar Freyju verði flutt úr Kópavogi til Hveragerðis en fyrirtækið hefur fengið úthlutað um sautján þúsund fermetra lóð í bæjarfélaginu. Fimmtíu ný störf verð til í Hveragerði með flutningnum. Verksmiðjuhúsnæðið sjálft verður um sex þúsund fermetrar.
Sælgæti Matvælaframleiðsla Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Freyja flytur í Hveragerði Öll starfsemi Sælgætisgerðarinnar Freyju verður flutt úr Kópavogi til Hveragerðis en fyrirtækið hefur fengið úthlutað um sautján þúsund fermetra lóð í bæjarfélaginu. Fimmtíu ný störf verð til í Hveragerði með flutningnum. 29. mars 2022 07:04 Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Freyja flytur í Hveragerði Öll starfsemi Sælgætisgerðarinnar Freyju verður flutt úr Kópavogi til Hveragerðis en fyrirtækið hefur fengið úthlutað um sautján þúsund fermetra lóð í bæjarfélaginu. Fimmtíu ný störf verð til í Hveragerði með flutningnum. 29. mars 2022 07:04