Algjörlega útilokað að samningar náist fyrir mánaðamót Eiður Þór Árnason skrifar 29. nóvember 2022 18:33 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm „Ég held að það sé algjörlega útilokað að samningar náist fyrir mánaðamót, ekki nema menn sem eru í samningaviðræðum fyrir hönd vinnandi fólks geri mistök, hraði ferlinu of mikið og gangi að einhverju sem er að okkar viti væri algjörlega óásættanlegt.“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar um stöðu kjarasamningsviðræðna nú þegar innan við tveir sólarhringar eru eftir af nóvembermánuði. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR hefur sömuleiðis sagt í dag að hann telji ólíklegt að gengið verði frá samningum fyrir fimmtudag. Sólveig Anna segist vilja vera bjartsýn um að skrifað verði undir samninga við Eflingu hratt örugglega en hún vilji einnig vera raunsæ. Samninganefnd verkalýðsfélagsins fer fram á 56.700 króna launahækkun auk fimmtán þúsund króna framfærsluuppbótar í viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Efling, sem hingað til hefur stefnt á samning til þriggja ára, breytti um stefnu í morgun og býður nú skammtímasamning til rúms eins árs. „Þetta tilboð er sett fram sem viðbragð við málflutningi Samtaka atvinnulífsins á samningafundi sem við sátum í gær, þar sem fram kom með skýrum hætti að raunverulega það eina sem kæmi í veg fyrir það að hægt væri að ganga að kröfugerð okkar væri tímalengdin sem við fórum fram á. Við vildum gera þriggja ára langan samning,“ sagði Sólveig Anna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Eftir það hafi samninganefnd Eflingar komist að þeirri niðurstöðu að það væri ekki grundvallaratriði að gera langan samning heldur frekar að fá góðan samning „án þess að þurfa að eyða endalausum tíma í að vera í átökum um eitthvað sem að öllum líkindum við myndum ekki ná í gegn.“ Sólveig Anna segir þetta hófstilltan samning sem byggi á nálgun Lífskjarasamningsins sem hafi verið góður samningur fyrir verka- og láglaunafólk auk atvinnurekenda. Hlusta má á viðtalið við Sólveigu Önnu Jónsdóttur í heild sinni í spilaranum. Vill að horft verði til krónutöluhækkunarinnar Að sögn formanns Eflingar er farið fram á krónutöluhækkanir í samningnum sem Efling bauð Samtökum atvinnulífsins til að koma í veg fyrir margrómað höfrungahlaup. Til samanburðar kæmu prósentuhækkanir til með að ýta undir misskiptingu þegar launahærri stéttir færu fram á hlutfallslegu sömu hækkun og félagsfólk Eflingar. „Prósentuhækkanir virka þannig að þau sem fá lægstu launin fá minnst og þau sem fá hæstu launin fá mest. Það auðvitað eykur á stéttaskiptingu og misskiptingu.“ Þessi í stað vonast Sólveig Anna til þess að náist samningar verði miðað við þessa 56.700 krónutöluhækkun þegar önnur stéttarfélög snúi sér að samningaborðinu. „Með þessu erum við að auka kaupmátt verka- og láglaunafólks, við erum að verja kaupmátt millitekjuhópanna sem er auðvitað líka það sem á að vera sameiginlegt markmið okkar í því ástandi sem nú ríkir. Þannig að ég og samninganefndin höfum skoðað mjög vel þau gögn sem liggja fyrir og okkar afdráttarlausa niðurstaða er sú að þetta er hin rétta og skynsama nálgun,“ segir Sólveig Anna.
Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar um stöðu kjarasamningsviðræðna nú þegar innan við tveir sólarhringar eru eftir af nóvembermánuði. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR hefur sömuleiðis sagt í dag að hann telji ólíklegt að gengið verði frá samningum fyrir fimmtudag. Sólveig Anna segist vilja vera bjartsýn um að skrifað verði undir samninga við Eflingu hratt örugglega en hún vilji einnig vera raunsæ. Samninganefnd verkalýðsfélagsins fer fram á 56.700 króna launahækkun auk fimmtán þúsund króna framfærsluuppbótar í viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Efling, sem hingað til hefur stefnt á samning til þriggja ára, breytti um stefnu í morgun og býður nú skammtímasamning til rúms eins árs. „Þetta tilboð er sett fram sem viðbragð við málflutningi Samtaka atvinnulífsins á samningafundi sem við sátum í gær, þar sem fram kom með skýrum hætti að raunverulega það eina sem kæmi í veg fyrir það að hægt væri að ganga að kröfugerð okkar væri tímalengdin sem við fórum fram á. Við vildum gera þriggja ára langan samning,“ sagði Sólveig Anna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Eftir það hafi samninganefnd Eflingar komist að þeirri niðurstöðu að það væri ekki grundvallaratriði að gera langan samning heldur frekar að fá góðan samning „án þess að þurfa að eyða endalausum tíma í að vera í átökum um eitthvað sem að öllum líkindum við myndum ekki ná í gegn.“ Sólveig Anna segir þetta hófstilltan samning sem byggi á nálgun Lífskjarasamningsins sem hafi verið góður samningur fyrir verka- og láglaunafólk auk atvinnurekenda. Hlusta má á viðtalið við Sólveigu Önnu Jónsdóttur í heild sinni í spilaranum. Vill að horft verði til krónutöluhækkunarinnar Að sögn formanns Eflingar er farið fram á krónutöluhækkanir í samningnum sem Efling bauð Samtökum atvinnulífsins til að koma í veg fyrir margrómað höfrungahlaup. Til samanburðar kæmu prósentuhækkanir til með að ýta undir misskiptingu þegar launahærri stéttir færu fram á hlutfallslegu sömu hækkun og félagsfólk Eflingar. „Prósentuhækkanir virka þannig að þau sem fá lægstu launin fá minnst og þau sem fá hæstu launin fá mest. Það auðvitað eykur á stéttaskiptingu og misskiptingu.“ Þessi í stað vonast Sólveig Anna til þess að náist samningar verði miðað við þessa 56.700 krónutöluhækkun þegar önnur stéttarfélög snúi sér að samningaborðinu. „Með þessu erum við að auka kaupmátt verka- og láglaunafólks, við erum að verja kaupmátt millitekjuhópanna sem er auðvitað líka það sem á að vera sameiginlegt markmið okkar í því ástandi sem nú ríkir. Þannig að ég og samninganefndin höfum skoðað mjög vel þau gögn sem liggja fyrir og okkar afdráttarlausa niðurstaða er sú að þetta er hin rétta og skynsama nálgun,“ segir Sólveig Anna.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Stefnt á nýjan kjarasamning fyrir mánaðamót Forystumenn Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins stefna að því að nýjum skammtímakjarasamningi verði lokið fyrir mánaðamót. Formaður VR, sem sleit viðræðum fyrir helgi, er ekki jafn bjartsýnn og telur tilboð Eflingar frá í morgun eðlilegt í ljósi stöðunnar. 29. nóvember 2022 12:17 Efling gerir SA tilboð um skammtímasamning Samninganefnd Eflingar - stéttarfélags hefur samþykkt að gera Samtökum atvinnulífsins tilboð um kjarasamning til rúmlega árs. Tilboðið er 56.700 króna flöt krónutöluhækkun á öll laun og 15 þúsund króna framfærsluuppbót til viðbótar. Þessar hækkanir komi til framkvæmda frá 1. nóvember 2022. Samningur gildi til 31. janúar 2024. 29. nóvember 2022 10:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Stefnt á nýjan kjarasamning fyrir mánaðamót Forystumenn Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins stefna að því að nýjum skammtímakjarasamningi verði lokið fyrir mánaðamót. Formaður VR, sem sleit viðræðum fyrir helgi, er ekki jafn bjartsýnn og telur tilboð Eflingar frá í morgun eðlilegt í ljósi stöðunnar. 29. nóvember 2022 12:17
Efling gerir SA tilboð um skammtímasamning Samninganefnd Eflingar - stéttarfélags hefur samþykkt að gera Samtökum atvinnulífsins tilboð um kjarasamning til rúmlega árs. Tilboðið er 56.700 króna flöt krónutöluhækkun á öll laun og 15 þúsund króna framfærsluuppbót til viðbótar. Þessar hækkanir komi til framkvæmda frá 1. nóvember 2022. Samningur gildi til 31. janúar 2024. 29. nóvember 2022 10:00