Borgin bótaskyld eftir að nemandi brenndist í eldgostilraun Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2022 09:07 Slysið varð í efnafræðitíma í grunnskóla í Reykjavík. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Reykjavíkurborg var dæmd bótaskyld vegna líkamstjóns unglingsstúlku sem brenndist þegar samnemandi hennar helti eldfimum vökva yfir eldgostilraun í efnafræðitíma. Stúlkan er með ör eftir slysið og örorka hennar metin tíu prósent. Slysið átti sér stað í eðlisfræðistofu grunnskóla þegar stúlkan var fjórtán ára gömul í febrúar árið 2017. Hún var í efnafræðitíma ásamt fimmtán samnemendum sínum á svokölluðum þemadögum í skólanum. Fyrirhugað var að gera fjórar tilraunir á sama tíma í stofunni. Ein þeirra var svonefnd eldgostilraun sem var ætlað að sýna áhrif efnahvarfa með því að líkja eftir eldgosi. Kennari blandaði saman sandi, sykri, lyftidufti og etanóli en hálftími átti að líða þar til eldfjallið gysi. Kennarinn sagðist hafa brýnt fyrir nemendunum hversu eldfimt etanól væri og að enginn nema hann sjálfur mætti meðhöndla það. Ennfremur hafi hann lagt áherslu á að ekki mætti hella etanóli yfir eldfjallið eftir að kveikt hafði verið í tilrauninni og beðið væri eftir að eldfjallið gysi. Þrátt fyrir það tók samnefnandi stúlkunnar etanólbrúsann af kennaraborðinu eftir að kennarinn gekk til annars hóps nemenda við aðra tilraun í stofunni og skvetti á eldfjallið þannig að upp úr því blossaði eldur með sprengingu. Eldurinn barst í kvið stúlkunnar sem sat við borðið þannig að hún hlaut skaða af. Kennaranum tókst að slökkva í tilrauninni með slökkvitæki en stúlkan og tveir aðrir nemendur sem urðu fyrir brunaskaða voru fluttir á sjúkrahús með sjúkrabíl. Hefði átt að gera ráð fyrir óhlýðni nemenda Lögmaður stúlkunnar gerði kröfu um að Reykjavíkurborg bætti tjón hennar á þeim forsendum að slysið hefði orðið vegna gáleysislegrar háttsemi eða athafnaleysis sem borgin bæri ábyrgð á. Kennaranum og skólastjórnendum hafi borið að tryggja öryggi barnanna og að ekki stafaði slysahætta af tilrauninni, einnig þannig að nememdur gætu ekki valdið öðrum nemendum tjóni. Gálaust hafi verið að skilja hættulegt efni eins og etanól eftir á glámbekk í kennslustund, sérstaklega þegar unnið hafi verið með eld innanhúss. Þegar borgin hafnaði kröfunni vísaði hún til þess að kennarinn hefði sjálfur framkvæmt tilraunina án aðkomu nemenda. Hann hefði jafnframt útskýrt fyrir nemendum að bíða þyrfti í hálftíma eftir að tilraunin bæri árangur og að í millitíðinni mætti alls ekki hella etanóli yfir tilraunina. Í kröfugerð stúlkunnar var vísað á móti til umsagnar Vinnueftirlitsins um að enginn tilgangur hafi verið fyrir kennarann að hafa etanólbrúsann með í kennslustundina. Nægjanlegt og öruggast hefði verið að taka aðeins það magn etónóls sem þurfti í tilraunina. Krafan byggði einnig á að kennarinn hefði átt að gera ráð fyrir tilhneigingu barna og unglinga að fara ekki að fyrirmælum heldur sækjast í það sem sé hættulegt og spennandi. Borgin byggði á móti á því að ekkert hefði komið fram sem sannaði saknæma hegðun eða vanrækslu kennarans eða skólastjórnenda. Slysið yrði alfarið rakið til háttsemi annars nemanda sem hafi brotið gegn afdráttarlausu banni kennarans. Kennarinn, með um fjörutíu ára starfsreynslu, hafi með engu móti mátt gera sér grein fyrir þeirri fyrirætlun nemandans að hella etanóli á tilraunina. Slíkt hafi verið umfram hegðun sem kennari mátti vænta af fimmtán til sextán ára gömlum nemenda sem hafði fengið grunnkennslu í efnafræði. Slysið rakið til háttsemi kennarans Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að kennari þyrfti að búast við því að í nemendahópi væru einstaklingar sem vildu ekki hlýða fyrirmælum. Í þessu máli hafi kennarinn mátt gera ráð fyrir að í hópnum væri nemandi eða nemendur sem kysi gagngert að hlýða ekki. Við jafn hættulegar aðstæður og við eldgostilraunina yrði að ætlast til þess að kennari sýndi sérstaka aðgæslu hvað þetta varðaði. Fyrirsjáanlegt hafi verið að kennarinn gæti ekki haft augun samfellt á tilrauninni þar sem þrjár aðrar voru í gangi í stofunni á sama tíma. Þá hefði kennaranum verið ljós hættan af etanólinu. Auðveldlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir slysið eins og Vinnueftirlitið benti á, einnig ef kennarinn hefði ekki skilið etanólbrúsann eftir. Því taldi héraðsdómur að háttsemi kennarans væri saknæm. Orsök tjóns stúlkunnar hafi verið sú háttsemi kennarans að skilja etanólbrúsann eftir eftirlitslausan þannig að nemandi hafi komist í hann. Reykjavíkurborg bæri ábyrgð á þeim mistökum og bæri því að bæta stúlkunni tjónið. Dómsmál Skóla - og menntamál Vísindi Tryggingar Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Slysið átti sér stað í eðlisfræðistofu grunnskóla þegar stúlkan var fjórtán ára gömul í febrúar árið 2017. Hún var í efnafræðitíma ásamt fimmtán samnemendum sínum á svokölluðum þemadögum í skólanum. Fyrirhugað var að gera fjórar tilraunir á sama tíma í stofunni. Ein þeirra var svonefnd eldgostilraun sem var ætlað að sýna áhrif efnahvarfa með því að líkja eftir eldgosi. Kennari blandaði saman sandi, sykri, lyftidufti og etanóli en hálftími átti að líða þar til eldfjallið gysi. Kennarinn sagðist hafa brýnt fyrir nemendunum hversu eldfimt etanól væri og að enginn nema hann sjálfur mætti meðhöndla það. Ennfremur hafi hann lagt áherslu á að ekki mætti hella etanóli yfir eldfjallið eftir að kveikt hafði verið í tilrauninni og beðið væri eftir að eldfjallið gysi. Þrátt fyrir það tók samnefnandi stúlkunnar etanólbrúsann af kennaraborðinu eftir að kennarinn gekk til annars hóps nemenda við aðra tilraun í stofunni og skvetti á eldfjallið þannig að upp úr því blossaði eldur með sprengingu. Eldurinn barst í kvið stúlkunnar sem sat við borðið þannig að hún hlaut skaða af. Kennaranum tókst að slökkva í tilrauninni með slökkvitæki en stúlkan og tveir aðrir nemendur sem urðu fyrir brunaskaða voru fluttir á sjúkrahús með sjúkrabíl. Hefði átt að gera ráð fyrir óhlýðni nemenda Lögmaður stúlkunnar gerði kröfu um að Reykjavíkurborg bætti tjón hennar á þeim forsendum að slysið hefði orðið vegna gáleysislegrar háttsemi eða athafnaleysis sem borgin bæri ábyrgð á. Kennaranum og skólastjórnendum hafi borið að tryggja öryggi barnanna og að ekki stafaði slysahætta af tilrauninni, einnig þannig að nememdur gætu ekki valdið öðrum nemendum tjóni. Gálaust hafi verið að skilja hættulegt efni eins og etanól eftir á glámbekk í kennslustund, sérstaklega þegar unnið hafi verið með eld innanhúss. Þegar borgin hafnaði kröfunni vísaði hún til þess að kennarinn hefði sjálfur framkvæmt tilraunina án aðkomu nemenda. Hann hefði jafnframt útskýrt fyrir nemendum að bíða þyrfti í hálftíma eftir að tilraunin bæri árangur og að í millitíðinni mætti alls ekki hella etanóli yfir tilraunina. Í kröfugerð stúlkunnar var vísað á móti til umsagnar Vinnueftirlitsins um að enginn tilgangur hafi verið fyrir kennarann að hafa etanólbrúsann með í kennslustundina. Nægjanlegt og öruggast hefði verið að taka aðeins það magn etónóls sem þurfti í tilraunina. Krafan byggði einnig á að kennarinn hefði átt að gera ráð fyrir tilhneigingu barna og unglinga að fara ekki að fyrirmælum heldur sækjast í það sem sé hættulegt og spennandi. Borgin byggði á móti á því að ekkert hefði komið fram sem sannaði saknæma hegðun eða vanrækslu kennarans eða skólastjórnenda. Slysið yrði alfarið rakið til háttsemi annars nemanda sem hafi brotið gegn afdráttarlausu banni kennarans. Kennarinn, með um fjörutíu ára starfsreynslu, hafi með engu móti mátt gera sér grein fyrir þeirri fyrirætlun nemandans að hella etanóli á tilraunina. Slíkt hafi verið umfram hegðun sem kennari mátti vænta af fimmtán til sextán ára gömlum nemenda sem hafði fengið grunnkennslu í efnafræði. Slysið rakið til háttsemi kennarans Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að kennari þyrfti að búast við því að í nemendahópi væru einstaklingar sem vildu ekki hlýða fyrirmælum. Í þessu máli hafi kennarinn mátt gera ráð fyrir að í hópnum væri nemandi eða nemendur sem kysi gagngert að hlýða ekki. Við jafn hættulegar aðstæður og við eldgostilraunina yrði að ætlast til þess að kennari sýndi sérstaka aðgæslu hvað þetta varðaði. Fyrirsjáanlegt hafi verið að kennarinn gæti ekki haft augun samfellt á tilrauninni þar sem þrjár aðrar voru í gangi í stofunni á sama tíma. Þá hefði kennaranum verið ljós hættan af etanólinu. Auðveldlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir slysið eins og Vinnueftirlitið benti á, einnig ef kennarinn hefði ekki skilið etanólbrúsann eftir. Því taldi héraðsdómur að háttsemi kennarans væri saknæm. Orsök tjóns stúlkunnar hafi verið sú háttsemi kennarans að skilja etanólbrúsann eftir eftirlitslausan þannig að nemandi hafi komist í hann. Reykjavíkurborg bæri ábyrgð á þeim mistökum og bæri því að bæta stúlkunni tjónið.
Dómsmál Skóla - og menntamál Vísindi Tryggingar Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira