Umdeildur gervihnöttur orðinn eitt bjartasta fyrirbærið á næturhimninum Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2022 07:00 Loftnet BlueWalker 3 er meira en 64 fermetrar. Gervihnötturinn er bjartari en nær öll önnur fyrirbæri á næturhimninum. AP/Business Wire Nýtt bandarískt fjarskiptagervitungl er nú á meðal björtustu fyrirbæranna þar sem það ferðast um næturhimininn en til stendur að senda fleiri en hundrað slík á loft. Stjörnufræðingar óttast að þau muni spilla fyrir athugunum frá jörðu niðri og menga næturhimininn. Geimferða- og fjarskiptafyrirtæki eru þegar byrjuð að senda örgervihnetti á braut um jörðu. Sumir þeirra, eins og Starlink-gervihnattaþyrping SpaceX, knýja háhraðainternet úr geimnum sem á að nýtast fólki á afskekktum stöðum eða hamfarasvæðum. Úkraínuher hefur meðal annars reitt sig á Starlink til að verjast innrás Rússa. Stjarnvísindamenn sem rannsaka himingeiminn með sjónaukum frá jörðu niðri hafa kvartað undan því að herskarar örgervihnatta spilli fyrir athugunum þeirra þegar þeir þjóta í gegnum sjónsvið sjónaukanna. Á myndum sjónauka sem eru næmir koma örgervihnettirnir fram sem skærar rákir sem hylja allt sem á bak við þær leynast. Nú þegar þurfa stjörnufræðingar að skipuleggja athuganir sínar til þess að forðast gervihnattaþyrpingarnar. Það verkefni gæi reynst ómögulegt þegar sífellt fleiri og bjartari gervihnettir fylla himininn. Ólíkt Starlink og öðrum örgervihnöttum er BlueWalker 3-gervihnötturinn sem fyrirtækið AST SpaceMobile, sem er með höfuðstöðvar í Texas í Bandaríkjunum, skaut á loft í september í fullri stærð og meira til. Hnötturinn er á lágri braut um jörðu en tilgangurinn hans er vera fjarskiptamastur fyrir farsíma í geimnum. Í þeim tilgangi er hann með risavaxið loftnet, rúma 64 fermetra að flatarmáli. Aldrei áður hefur gervihnöttur sem rekin er í viðskiptalegum tilgangi verið með svo stórt loftnet á lágri braut um jörðu. Athuganir staðfestu nýlega að loftnetið endurvarpar svo miklu ljósi að gervihnötturinn er eitt bjartasta fyrirbærið á himinum þar sem hann fer um, bjartari en tæp 99 prósent af öllum sjáanlegum stjörnum. BlueWalker 3 er aðeins frumgerð en AST SpaceMobile áformar að skjótast 168 enn stærri gervihnöttum á braut um jörðu á næstu árum. History is unfolding! We've deployed #BlueWalker3's 693-square-foot array, which is now the largest-ever commercial communications array in low Earth orbit.Read more about this important milestone here: https://t.co/4kupfxn3vO pic.twitter.com/KnE9CeWOCT— AST SpaceMobile (@AST_SpaceMobile) November 14, 2022 Meiriháttar breyting á vandamálinu Það er ekki aðeins birtan frá sveimi slíkra gervihnatta sem veldur stjörnufræðingum áhyggjum heldur útvarpsmerkin sem þeir senda frá sér. Ólíkt fjarskiptamöstrum á jörðu niðri þurfa gervihnettirnir ekki að sæta takmörkunum á útvarpstruflunum sem er ætlað að vernda útvarpssjónauka og fleiri rannsóknir. Þannig gætu gervihnettirnir spillt fyrir stjörnurfræðiathugunum á útvarpssviðinu, landmælingum og stjarneðlisfræðitilraunum. „BlueWalker 3 er meiriháttar breyting á vandamálinu með gervihnattaþyrpingar og við ætti að vera okkur öllum tilefni til þess að staldra við,“ segir Piero Benvenuti, framkvæmdastjóri verkefnis um vernd næturhiminsins fyrir gervihnattaþyrpingum hjá Alþjóðastjörnufræðisambandinu (IAU). Sambandið sendi frá sér yfirlýsingu í byrjun vikunnar þar sem það lýsti yfir áhyggjum af áhrifum BlueWalker 3 og áformum AST SpaceMobile sérstaklega á stjörnufræðiathuganir. Þrátt fyrir að gervihnettirnir gætu verið mikilvægir í að bæta fjarskipti í heiminum þá muni truflanir þeirra á athuganir verulega hindra framþróun í skilningi mannkynsins á alheiminum. Þess vegna ætti að gæti að hliðaráhrifum hnattanna og grípa til ráðstafana til þess að lágmarka áhrif þeirra á stjörnufræðiathuganir. Útvarpssjónaukar eru byggðir fjarri mannabyggðum til þess að lágmarka truflanir af völdum alls kyns útvarpsmerkja. Rannsóknir þeirra voru erfiðar fyrir en nú gætu þeir þurft að glíma við sterk útvarpsmerki frá gervihnöttum á braut um jörðu.Vísir/Getty Ekki nógu mörg fjögurra stafa orð í orðaforðanum um hryllinginn Gervihnettir AST SpaceMobile eru svo bjartir að þeir gætu jafnvel skemmt viðkvæman rafeindabúnað sjónaukamyndavéla og myndavéla áhugastjörnufræðinga, að því er kom fram í grein um áhrif gervihnattaþyrpinga í tímaritinu Scientific American fyrr í þessum mánuði. Í henni var þyrpingunum lýst sem tilvistarlegri ógn við stjörnufræði. SpaceX hefur reynt að dekkja Starlink-gervihnetti sína til þess að lágmarka áhrif þeirra á stjörnufræði en hnettirnir eru engu að síður sjáanlegir. Önnur fyrirtæki huga ekkert að því. AST SpaceMobile segir að frumgerðin sem nú er á braut um jörðu eigi að veita upplýsingar um byggingarefni gervihnattarins og birtustig hans. Fyrirtækið vinni með sérfræðingum og bandarísk geimvísindastofnuninni NASA að því að bregðast við áhyggjum af bjarmanum frá gervihnöttunum. Alþjóðastjörnufræðisambandið segist hafa sent fjarskiptastofnun Bandaríkjanna (FCC) bréf til að hvetja hana til þess að taka áhrif gervihnattaþyrpinga á stjörnufræði, ásýnd næturhiminsins og umhverfið með í reikninginn. FCC hefur sagst ætla að setja á fót sérstaka deild til þess að taka á þessum málum. Á meðan engjast stjörnufræðingar um af kvíða um að möguleikar þeirra á að rannsaka alheiminn verði verulegar skertir. „Ég hef ekki nógu mörg fjögurra stafa orð í orðaforða mínum til þess að lýsa nægjanlega viðbrögðum mínum við þessum hryllingi. Tímabil viðskiptavædds geims er runnið upp og það verður aðeins ljótara, mun ljótara, héðan í frá,“ tísti Carolyn Porco, reikistjörnufræðingur sem vann við Voyager- og Cassini-leiðangrana um fréttirnar af BlueWalker 3. Fleiri stjörnufræðingar hafa tekið í svipaðan streng. You thought Starlink was bad? (It is!)The new BlueWalker 3 satellite, which has a 64 m^2 antenna area, has jumped into the TOP TWENTY BRIGHTEST STARS IN THE SKY at max brightness.Brighter than DENEB, of Summer Triangle fame.That's bad, y'all.https://t.co/ghJSBaNh9U pic.twitter.com/NIyrNWV39G— Dr. Jessie Christiansen (@aussiastronomer) November 28, 2022 Geimurinn Vísindi Fjarskipti Tengdar fréttir Fyrstu Starlink-rákirnar á næturhimni yfir Íslandi Fyrstu Starlink-gervihnettirnir frá fyrirtækinu SpaceX hafa sést á himni yfir Íslandi. Þeim var skotið á loft fyrir nokkrum dögum og farnir að setja mark sitt á næturhimininn yfir Íslandi. Gervihnöttum sem þessum mun fara hratt fjölgandi og munu þeir hafa mikil áhrif á ásýnd himinsins. 18. ágúst 2022 15:20 Óttast að ofgnótt gervitungla spilli næturhimninum Stjarneðlisfræðingur segir áhrif gervitunglaflota á vísindarannsóknir dæmi um sameignarvanda. 27. desember 2019 10:54 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Geimferða- og fjarskiptafyrirtæki eru þegar byrjuð að senda örgervihnetti á braut um jörðu. Sumir þeirra, eins og Starlink-gervihnattaþyrping SpaceX, knýja háhraðainternet úr geimnum sem á að nýtast fólki á afskekktum stöðum eða hamfarasvæðum. Úkraínuher hefur meðal annars reitt sig á Starlink til að verjast innrás Rússa. Stjarnvísindamenn sem rannsaka himingeiminn með sjónaukum frá jörðu niðri hafa kvartað undan því að herskarar örgervihnatta spilli fyrir athugunum þeirra þegar þeir þjóta í gegnum sjónsvið sjónaukanna. Á myndum sjónauka sem eru næmir koma örgervihnettirnir fram sem skærar rákir sem hylja allt sem á bak við þær leynast. Nú þegar þurfa stjörnufræðingar að skipuleggja athuganir sínar til þess að forðast gervihnattaþyrpingarnar. Það verkefni gæi reynst ómögulegt þegar sífellt fleiri og bjartari gervihnettir fylla himininn. Ólíkt Starlink og öðrum örgervihnöttum er BlueWalker 3-gervihnötturinn sem fyrirtækið AST SpaceMobile, sem er með höfuðstöðvar í Texas í Bandaríkjunum, skaut á loft í september í fullri stærð og meira til. Hnötturinn er á lágri braut um jörðu en tilgangurinn hans er vera fjarskiptamastur fyrir farsíma í geimnum. Í þeim tilgangi er hann með risavaxið loftnet, rúma 64 fermetra að flatarmáli. Aldrei áður hefur gervihnöttur sem rekin er í viðskiptalegum tilgangi verið með svo stórt loftnet á lágri braut um jörðu. Athuganir staðfestu nýlega að loftnetið endurvarpar svo miklu ljósi að gervihnötturinn er eitt bjartasta fyrirbærið á himinum þar sem hann fer um, bjartari en tæp 99 prósent af öllum sjáanlegum stjörnum. BlueWalker 3 er aðeins frumgerð en AST SpaceMobile áformar að skjótast 168 enn stærri gervihnöttum á braut um jörðu á næstu árum. History is unfolding! We've deployed #BlueWalker3's 693-square-foot array, which is now the largest-ever commercial communications array in low Earth orbit.Read more about this important milestone here: https://t.co/4kupfxn3vO pic.twitter.com/KnE9CeWOCT— AST SpaceMobile (@AST_SpaceMobile) November 14, 2022 Meiriháttar breyting á vandamálinu Það er ekki aðeins birtan frá sveimi slíkra gervihnatta sem veldur stjörnufræðingum áhyggjum heldur útvarpsmerkin sem þeir senda frá sér. Ólíkt fjarskiptamöstrum á jörðu niðri þurfa gervihnettirnir ekki að sæta takmörkunum á útvarpstruflunum sem er ætlað að vernda útvarpssjónauka og fleiri rannsóknir. Þannig gætu gervihnettirnir spillt fyrir stjörnurfræðiathugunum á útvarpssviðinu, landmælingum og stjarneðlisfræðitilraunum. „BlueWalker 3 er meiriháttar breyting á vandamálinu með gervihnattaþyrpingar og við ætti að vera okkur öllum tilefni til þess að staldra við,“ segir Piero Benvenuti, framkvæmdastjóri verkefnis um vernd næturhiminsins fyrir gervihnattaþyrpingum hjá Alþjóðastjörnufræðisambandinu (IAU). Sambandið sendi frá sér yfirlýsingu í byrjun vikunnar þar sem það lýsti yfir áhyggjum af áhrifum BlueWalker 3 og áformum AST SpaceMobile sérstaklega á stjörnufræðiathuganir. Þrátt fyrir að gervihnettirnir gætu verið mikilvægir í að bæta fjarskipti í heiminum þá muni truflanir þeirra á athuganir verulega hindra framþróun í skilningi mannkynsins á alheiminum. Þess vegna ætti að gæti að hliðaráhrifum hnattanna og grípa til ráðstafana til þess að lágmarka áhrif þeirra á stjörnufræðiathuganir. Útvarpssjónaukar eru byggðir fjarri mannabyggðum til þess að lágmarka truflanir af völdum alls kyns útvarpsmerkja. Rannsóknir þeirra voru erfiðar fyrir en nú gætu þeir þurft að glíma við sterk útvarpsmerki frá gervihnöttum á braut um jörðu.Vísir/Getty Ekki nógu mörg fjögurra stafa orð í orðaforðanum um hryllinginn Gervihnettir AST SpaceMobile eru svo bjartir að þeir gætu jafnvel skemmt viðkvæman rafeindabúnað sjónaukamyndavéla og myndavéla áhugastjörnufræðinga, að því er kom fram í grein um áhrif gervihnattaþyrpinga í tímaritinu Scientific American fyrr í þessum mánuði. Í henni var þyrpingunum lýst sem tilvistarlegri ógn við stjörnufræði. SpaceX hefur reynt að dekkja Starlink-gervihnetti sína til þess að lágmarka áhrif þeirra á stjörnufræði en hnettirnir eru engu að síður sjáanlegir. Önnur fyrirtæki huga ekkert að því. AST SpaceMobile segir að frumgerðin sem nú er á braut um jörðu eigi að veita upplýsingar um byggingarefni gervihnattarins og birtustig hans. Fyrirtækið vinni með sérfræðingum og bandarísk geimvísindastofnuninni NASA að því að bregðast við áhyggjum af bjarmanum frá gervihnöttunum. Alþjóðastjörnufræðisambandið segist hafa sent fjarskiptastofnun Bandaríkjanna (FCC) bréf til að hvetja hana til þess að taka áhrif gervihnattaþyrpinga á stjörnufræði, ásýnd næturhiminsins og umhverfið með í reikninginn. FCC hefur sagst ætla að setja á fót sérstaka deild til þess að taka á þessum málum. Á meðan engjast stjörnufræðingar um af kvíða um að möguleikar þeirra á að rannsaka alheiminn verði verulegar skertir. „Ég hef ekki nógu mörg fjögurra stafa orð í orðaforða mínum til þess að lýsa nægjanlega viðbrögðum mínum við þessum hryllingi. Tímabil viðskiptavædds geims er runnið upp og það verður aðeins ljótara, mun ljótara, héðan í frá,“ tísti Carolyn Porco, reikistjörnufræðingur sem vann við Voyager- og Cassini-leiðangrana um fréttirnar af BlueWalker 3. Fleiri stjörnufræðingar hafa tekið í svipaðan streng. You thought Starlink was bad? (It is!)The new BlueWalker 3 satellite, which has a 64 m^2 antenna area, has jumped into the TOP TWENTY BRIGHTEST STARS IN THE SKY at max brightness.Brighter than DENEB, of Summer Triangle fame.That's bad, y'all.https://t.co/ghJSBaNh9U pic.twitter.com/NIyrNWV39G— Dr. Jessie Christiansen (@aussiastronomer) November 28, 2022
Geimurinn Vísindi Fjarskipti Tengdar fréttir Fyrstu Starlink-rákirnar á næturhimni yfir Íslandi Fyrstu Starlink-gervihnettirnir frá fyrirtækinu SpaceX hafa sést á himni yfir Íslandi. Þeim var skotið á loft fyrir nokkrum dögum og farnir að setja mark sitt á næturhimininn yfir Íslandi. Gervihnöttum sem þessum mun fara hratt fjölgandi og munu þeir hafa mikil áhrif á ásýnd himinsins. 18. ágúst 2022 15:20 Óttast að ofgnótt gervitungla spilli næturhimninum Stjarneðlisfræðingur segir áhrif gervitunglaflota á vísindarannsóknir dæmi um sameignarvanda. 27. desember 2019 10:54 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Fyrstu Starlink-rákirnar á næturhimni yfir Íslandi Fyrstu Starlink-gervihnettirnir frá fyrirtækinu SpaceX hafa sést á himni yfir Íslandi. Þeim var skotið á loft fyrir nokkrum dögum og farnir að setja mark sitt á næturhimininn yfir Íslandi. Gervihnöttum sem þessum mun fara hratt fjölgandi og munu þeir hafa mikil áhrif á ásýnd himinsins. 18. ágúst 2022 15:20
Óttast að ofgnótt gervitungla spilli næturhimninum Stjarneðlisfræðingur segir áhrif gervitunglaflota á vísindarannsóknir dæmi um sameignarvanda. 27. desember 2019 10:54