Fá ekki aftur forræði yfir dætrum sem þau beittu ofbeldi Samúel Karl Ólason skrifar 30. nóvember 2022 12:11 Í dómi Landsréttar er tíundað að maðurinn hafi verið sakfelldur fyrir að beita dætur sínar og konu ofbeldi um langt skeið. Þá hafi konan verið dæmd fyrir að beita þrjár elstu dæturnar ofbeldi einnig. Vísir/Vilhelm Foreldrar sem dæmdir voru fyrir ofbeldi gegn fjórum dætrum sínum og svipt forræði yfir þeim, mega ekki fá forræðið aftur. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem opinberuð var nýverið og var meðal annars litið til þess að bæði voru dæmd fyrir ofbeldi gegn dætrunum og að þrjár elstur dæturnar sögðust ekkert vilja með þau hafa. Foreldrarnir voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í nóvember. Maðurinn var dæmdur til tveggja ára óskilorðsbundinnar refsingar og konan var dæmd til sex mánaða skilorðsbundinnar refsingar. Í dómnum var lýst hrottalegu líkamlegu og andlegu ofbeldi sem maðurinn hafði beitt stúlkurnar; slegið þær með belti, herðatré og margítrekað kúgað þær til hlýðni með ógnandi framkomu og kallað þær ljótum nöfnum - oft í viðurvist móðurinnar eða systranna. Sjá einnig: Refsing fyrir gróft ofbeldi gegn dætrum og eiginkonu þyngd í tvö ár Í dómi Landsréttar er tíundað að maðurinn hafi verið sakfelldur fyrir að beita dætur sínar og konu ofbeldi um langt skeið. Þá hafi konan verið dæmd fyrir að beita þrjár elstu dæturnar ofbeldi einnig. Þau brot hafi falist í endurtekinni, ógnandi og niðurlægjandi háttsemi yfir langt tímabil. Dæturnar eru sagðar enn glíma við afleiðingar þessa langvarandi ofbeldis sem þær voru beittar. Áhugasamir geta lesið úrskurð Landsréttar hér. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti föstudaginn 25. nóvember. Þar segir einnig að í gögnum málsins hafi verið færð rök fyrir því að forsjárhæfni konunnar sé skert, þrátt fyrir að hún hafi leitast við að bæta stöðu sína eftir að dætur hennar voru teknar af henni. Fyrir liggi að hún hafi veikleika á tilfinningasviði og sé enn í afneitun gagnvart eigin gjörðum. Þá séu tengsl hennar við stúlkurnar skert. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Foreldrarnir voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í nóvember. Maðurinn var dæmdur til tveggja ára óskilorðsbundinnar refsingar og konan var dæmd til sex mánaða skilorðsbundinnar refsingar. Í dómnum var lýst hrottalegu líkamlegu og andlegu ofbeldi sem maðurinn hafði beitt stúlkurnar; slegið þær með belti, herðatré og margítrekað kúgað þær til hlýðni með ógnandi framkomu og kallað þær ljótum nöfnum - oft í viðurvist móðurinnar eða systranna. Sjá einnig: Refsing fyrir gróft ofbeldi gegn dætrum og eiginkonu þyngd í tvö ár Í dómi Landsréttar er tíundað að maðurinn hafi verið sakfelldur fyrir að beita dætur sínar og konu ofbeldi um langt skeið. Þá hafi konan verið dæmd fyrir að beita þrjár elstu dæturnar ofbeldi einnig. Þau brot hafi falist í endurtekinni, ógnandi og niðurlægjandi háttsemi yfir langt tímabil. Dæturnar eru sagðar enn glíma við afleiðingar þessa langvarandi ofbeldis sem þær voru beittar. Áhugasamir geta lesið úrskurð Landsréttar hér. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti föstudaginn 25. nóvember. Þar segir einnig að í gögnum málsins hafi verið færð rök fyrir því að forsjárhæfni konunnar sé skert, þrátt fyrir að hún hafi leitast við að bæta stöðu sína eftir að dætur hennar voru teknar af henni. Fyrir liggi að hún hafi veikleika á tilfinningasviði og sé enn í afneitun gagnvart eigin gjörðum. Þá séu tengsl hennar við stúlkurnar skert.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira