Sagðir ætla að þrefalda fjölda kjarnorkuvopna á næstu árum Samúel Karl Ólason skrifar 30. nóvember 2022 15:40 Kínverskir hermenn við æfingar. Getty/CFOTO/Future Publishing Kínverjar eru að smíða fleiri kjarnorkusprengjur og gera fleiri tilraunir með langdrægar eldflaugar en öll önnur ríki heimsins samanlagt. Á næstu árum gæti kjarnorkuvopnabúr Kínverja meira en þrefaldast í umfangi. Kjarnorkusprengjum Kínverja fer hratt fjölgandi og árið 2035 gæti Kína átt um 1.500 slík vopn. Nú eru rúmlega fjögur hundruð kjarnaoddar í vopnabúri Kínverja, samkvæmt nýrri skýrslu Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna til þingsins um herafla Kína en ríkisstjórn Kína hefur staðið í mikilli hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Þeirri nútímavæðingu gæti verið lokið árið 2035, samkvæmt skýrslunni. Bandaríkjamenn hafa lengi kvartað yfir því í gegnum njósnir og þjófnað á leynilegum upplýsingum frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum hafi Kínverjar getað komist hjá kostnaðarsamri og tímafrekri þróunarvinnu við nútímavæðingu herafla ríkisins. Samkvæmt tölum SIPRI, Stockholm International Peace Research Institute, eiga Rússar 6.255 kjarnaodda og Bandaríkin 5.550. Bandaríkjamenn og Rússar eiga í viðræðum um fjölda kjarnorkuvopna en Kínverjar hafa neitað að koma að þeim viðræðum. Í skýrslunni segir að Kínverjar hafi meðal annars sett sér það markmið að auka völd sín og áhrif fyrir árið 2049, þegar Alþýðulýðveldið Kína verður hundrað ára, og nota þau til að koma á nýrri heimsskipan sem sé Kínverjum og stjórnarháttum þeirra hagstæðari. Gera fleiri tilraunaskot en allir aðrir til samans Til marks um hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu Kína bendir ráðuneytið á að Kínverjar hafi á síðasta ári gert fleiri tilraunir með langdrægar eldflaugar en öll önnur ríki heimsins samanlagt. Kínverjar skutu um 135 langdrægum eldflaugum á loft í fyrra. Þeir hafa einnig verið að gera tilraunir með að skjóta eldflaugum frá kafbátum og hafa tekið nýja kafbáta sem geta borið kjarnorkuvopn í notkun. Þá hafa einnig borist fregnir af því að Kínverjar hafi smíðað mikið magn neðanjarðarbyrgja fyrir langdrægar eldflaugar í Kína. Markmiðið að geta gert innrás í Taívan Washington Post hefur eftir háttsettum embættismanni í Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að markmið Kínverja með þessari hernaðaruppbyggingu sé að tryggja að her Kína geti gert innrás í Taívan, verði ákvörðun tekin um að gera það. Spennan milli Kínverja annars vegar og nágranna þeirra, Bandaríkjamanna og annarra hins vegar hefur aukist mjög að undanförnu og þá að miklu leyti vegna Taívans og áhyggja af því að Kínverjar hyggi á innrás í Eyríkið. Spennuna má sömuleiðis rekja til ólöglegs tilkalls Kína til Suður-Kínahafs og hernaðaruppbyggingar þar. Sjá einnig: Japanir ætla í hernaðaruppbyggingu Í frétt Washington Post segir að sérfræðingum hafi lengi þótt mögulegt að Kínverjar stefni á innrás árið 2027, þegar kínverski herinn heldur upp á hundrað ára afmæli sitt. Xi Jinping, forseti Kína hefur sagt forsvarsmönnum hersins að ljúka áðurnefndri uppbyggingu og nútímavæðingu fyrir það ár. Bandaríkjamenn segja ólíklegt að uppbyggingunni verði lokið fyrir það og segjast ekki eiga von á innrás í Taívan á næstunni. Þó kemur fram í skýrslunni að sérfræðingar Varnarmálaráðuneytisins búist við því að Kínverjar muni hafa burði til að gera innrás í Taívan árið 2027. Skipa sér sess í geimnum Í skýrslunni kemur fram að Kínverjar séu einnig að auka getu sína og umsvif í geimnum. Meðal annars séu þeir að þróa tækni og vopn til að granda gervihnöttum eins og með því að skjóta þá niður með eldflaugum eða trufla þá eða granda þeim með lasergeislum frá jörðu niðri. Einnig hafi Kínverjar unnið að þróun gervihnatta sem hannaðir eru til að granda öðrum gervihnöttum en í skýrslunni er þeim gervihnöttum lýst sem „geim-vélmennum“. Ráðuneytið segir yfirvöld í Kína vilja skipa sér í sess meðal geimvelda en eins og staðan er í dag eru Bandaríkjamenn þeir einu sem eru með fleiri virka gervihnetti á braut um jörðu en Kína. Bandaríkin Kína Taívan Hernaður Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Gagnrýndi orðræðu Kínverja í garð Taívans Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Xi Jinping, forseti Kína, funduðu í Indónesíu í dag og var það í fyrsta sinn sem þeir hittast síðan Biden varð forseti. Forsetarnir ræddu meðal annars aukna samkeppni ríkjanna, stríðið í Úkraínu og mótmælti Biden orðræðu kínverskra ráðamanna í garð Taívans. 14. nóvember 2022 14:36 Bandarískur flugmaður sem vann í Kína handtekinn í Ástralíu Bandarískur maður sem var flugmaður í landgönguliði Bandaríkjanna var nýverið handtekinn í Ástralíu og stendur til að framselja hann í Bandaríkjunum. Kínverjar eru sagðir hafa leitað til vestrænna flugmanna varðandi þjálfun í Kína. 25. október 2022 11:54 Sagðist skilja áhyggjur Xi af innrásinni í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, þakkaði Xi Jinping, forseta Kína, fyrir yfirvegaða afstöðu til innrásarinnar í Úkraínu. Pútín sagðist þó hafa skilning á spurningum og áhyggjum Xi af ástandinu í Úkraínu. Þá hét Pútín stuðningi Rússa við Kína varðandi meint yfirráð þeirra yfir Taívan. 15. september 2022 15:18 Skutu niður dróna frá Kína Her Taívans skaut niður dróna sem flogið var inn í lofthelgi ríkisins við litlar eyjur við strendur Kína sem Taívanar stjórna. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist en svo virðist sem ekki hafi verið um herdróna að ræða. 1. september 2022 10:36 Vara við gífurlegri ógn frá Kína Ken McCallum og Christopher Wray, yfirmenn MI5, innanríkisöryggisstofnunar Bretlands og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), vöruðu báðir við því í dag að mikil ógn stafaði af Kommúnistaflokki Kína. Ógnin sneri bæði að hagkerfum Bretlands og Bandaríkjanna og þjóðaröryggi ríkjanna. Þeir sögðu Kína einnig ógna bandamönnum ríkjanna í Evrópu og annars staðar í heiminum og að nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða. 6. júlí 2022 22:01 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Kjarnorkusprengjum Kínverja fer hratt fjölgandi og árið 2035 gæti Kína átt um 1.500 slík vopn. Nú eru rúmlega fjögur hundruð kjarnaoddar í vopnabúri Kínverja, samkvæmt nýrri skýrslu Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna til þingsins um herafla Kína en ríkisstjórn Kína hefur staðið í mikilli hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Þeirri nútímavæðingu gæti verið lokið árið 2035, samkvæmt skýrslunni. Bandaríkjamenn hafa lengi kvartað yfir því í gegnum njósnir og þjófnað á leynilegum upplýsingum frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum hafi Kínverjar getað komist hjá kostnaðarsamri og tímafrekri þróunarvinnu við nútímavæðingu herafla ríkisins. Samkvæmt tölum SIPRI, Stockholm International Peace Research Institute, eiga Rússar 6.255 kjarnaodda og Bandaríkin 5.550. Bandaríkjamenn og Rússar eiga í viðræðum um fjölda kjarnorkuvopna en Kínverjar hafa neitað að koma að þeim viðræðum. Í skýrslunni segir að Kínverjar hafi meðal annars sett sér það markmið að auka völd sín og áhrif fyrir árið 2049, þegar Alþýðulýðveldið Kína verður hundrað ára, og nota þau til að koma á nýrri heimsskipan sem sé Kínverjum og stjórnarháttum þeirra hagstæðari. Gera fleiri tilraunaskot en allir aðrir til samans Til marks um hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu Kína bendir ráðuneytið á að Kínverjar hafi á síðasta ári gert fleiri tilraunir með langdrægar eldflaugar en öll önnur ríki heimsins samanlagt. Kínverjar skutu um 135 langdrægum eldflaugum á loft í fyrra. Þeir hafa einnig verið að gera tilraunir með að skjóta eldflaugum frá kafbátum og hafa tekið nýja kafbáta sem geta borið kjarnorkuvopn í notkun. Þá hafa einnig borist fregnir af því að Kínverjar hafi smíðað mikið magn neðanjarðarbyrgja fyrir langdrægar eldflaugar í Kína. Markmiðið að geta gert innrás í Taívan Washington Post hefur eftir háttsettum embættismanni í Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að markmið Kínverja með þessari hernaðaruppbyggingu sé að tryggja að her Kína geti gert innrás í Taívan, verði ákvörðun tekin um að gera það. Spennan milli Kínverja annars vegar og nágranna þeirra, Bandaríkjamanna og annarra hins vegar hefur aukist mjög að undanförnu og þá að miklu leyti vegna Taívans og áhyggja af því að Kínverjar hyggi á innrás í Eyríkið. Spennuna má sömuleiðis rekja til ólöglegs tilkalls Kína til Suður-Kínahafs og hernaðaruppbyggingar þar. Sjá einnig: Japanir ætla í hernaðaruppbyggingu Í frétt Washington Post segir að sérfræðingum hafi lengi þótt mögulegt að Kínverjar stefni á innrás árið 2027, þegar kínverski herinn heldur upp á hundrað ára afmæli sitt. Xi Jinping, forseti Kína hefur sagt forsvarsmönnum hersins að ljúka áðurnefndri uppbyggingu og nútímavæðingu fyrir það ár. Bandaríkjamenn segja ólíklegt að uppbyggingunni verði lokið fyrir það og segjast ekki eiga von á innrás í Taívan á næstunni. Þó kemur fram í skýrslunni að sérfræðingar Varnarmálaráðuneytisins búist við því að Kínverjar muni hafa burði til að gera innrás í Taívan árið 2027. Skipa sér sess í geimnum Í skýrslunni kemur fram að Kínverjar séu einnig að auka getu sína og umsvif í geimnum. Meðal annars séu þeir að þróa tækni og vopn til að granda gervihnöttum eins og með því að skjóta þá niður með eldflaugum eða trufla þá eða granda þeim með lasergeislum frá jörðu niðri. Einnig hafi Kínverjar unnið að þróun gervihnatta sem hannaðir eru til að granda öðrum gervihnöttum en í skýrslunni er þeim gervihnöttum lýst sem „geim-vélmennum“. Ráðuneytið segir yfirvöld í Kína vilja skipa sér í sess meðal geimvelda en eins og staðan er í dag eru Bandaríkjamenn þeir einu sem eru með fleiri virka gervihnetti á braut um jörðu en Kína.
Bandaríkin Kína Taívan Hernaður Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Gagnrýndi orðræðu Kínverja í garð Taívans Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Xi Jinping, forseti Kína, funduðu í Indónesíu í dag og var það í fyrsta sinn sem þeir hittast síðan Biden varð forseti. Forsetarnir ræddu meðal annars aukna samkeppni ríkjanna, stríðið í Úkraínu og mótmælti Biden orðræðu kínverskra ráðamanna í garð Taívans. 14. nóvember 2022 14:36 Bandarískur flugmaður sem vann í Kína handtekinn í Ástralíu Bandarískur maður sem var flugmaður í landgönguliði Bandaríkjanna var nýverið handtekinn í Ástralíu og stendur til að framselja hann í Bandaríkjunum. Kínverjar eru sagðir hafa leitað til vestrænna flugmanna varðandi þjálfun í Kína. 25. október 2022 11:54 Sagðist skilja áhyggjur Xi af innrásinni í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, þakkaði Xi Jinping, forseta Kína, fyrir yfirvegaða afstöðu til innrásarinnar í Úkraínu. Pútín sagðist þó hafa skilning á spurningum og áhyggjum Xi af ástandinu í Úkraínu. Þá hét Pútín stuðningi Rússa við Kína varðandi meint yfirráð þeirra yfir Taívan. 15. september 2022 15:18 Skutu niður dróna frá Kína Her Taívans skaut niður dróna sem flogið var inn í lofthelgi ríkisins við litlar eyjur við strendur Kína sem Taívanar stjórna. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist en svo virðist sem ekki hafi verið um herdróna að ræða. 1. september 2022 10:36 Vara við gífurlegri ógn frá Kína Ken McCallum og Christopher Wray, yfirmenn MI5, innanríkisöryggisstofnunar Bretlands og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), vöruðu báðir við því í dag að mikil ógn stafaði af Kommúnistaflokki Kína. Ógnin sneri bæði að hagkerfum Bretlands og Bandaríkjanna og þjóðaröryggi ríkjanna. Þeir sögðu Kína einnig ógna bandamönnum ríkjanna í Evrópu og annars staðar í heiminum og að nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða. 6. júlí 2022 22:01 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Gagnrýndi orðræðu Kínverja í garð Taívans Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Xi Jinping, forseti Kína, funduðu í Indónesíu í dag og var það í fyrsta sinn sem þeir hittast síðan Biden varð forseti. Forsetarnir ræddu meðal annars aukna samkeppni ríkjanna, stríðið í Úkraínu og mótmælti Biden orðræðu kínverskra ráðamanna í garð Taívans. 14. nóvember 2022 14:36
Bandarískur flugmaður sem vann í Kína handtekinn í Ástralíu Bandarískur maður sem var flugmaður í landgönguliði Bandaríkjanna var nýverið handtekinn í Ástralíu og stendur til að framselja hann í Bandaríkjunum. Kínverjar eru sagðir hafa leitað til vestrænna flugmanna varðandi þjálfun í Kína. 25. október 2022 11:54
Sagðist skilja áhyggjur Xi af innrásinni í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, þakkaði Xi Jinping, forseta Kína, fyrir yfirvegaða afstöðu til innrásarinnar í Úkraínu. Pútín sagðist þó hafa skilning á spurningum og áhyggjum Xi af ástandinu í Úkraínu. Þá hét Pútín stuðningi Rússa við Kína varðandi meint yfirráð þeirra yfir Taívan. 15. september 2022 15:18
Skutu niður dróna frá Kína Her Taívans skaut niður dróna sem flogið var inn í lofthelgi ríkisins við litlar eyjur við strendur Kína sem Taívanar stjórna. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist en svo virðist sem ekki hafi verið um herdróna að ræða. 1. september 2022 10:36
Vara við gífurlegri ógn frá Kína Ken McCallum og Christopher Wray, yfirmenn MI5, innanríkisöryggisstofnunar Bretlands og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), vöruðu báðir við því í dag að mikil ógn stafaði af Kommúnistaflokki Kína. Ógnin sneri bæði að hagkerfum Bretlands og Bandaríkjanna og þjóðaröryggi ríkjanna. Þeir sögðu Kína einnig ógna bandamönnum ríkjanna í Evrópu og annars staðar í heiminum og að nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða. 6. júlí 2022 22:01