Samið við Klíníkina um aðgerðir vegna endómetríósu Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 30. nóvember 2022 15:59 Með samningnum við Klíníkina fjölgar úrræðum vegna endómetríósu og þjónustan eflist enn frekar. Vísir/Hanna Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við Klíníkina um kaup á aðgerðum vegna endómetríósu. Samningurinn kveður á um að þeir sem eru í brýnustu þörfinni njóti forgangs. Með samningnum fjölgar því úrræðum vegna endómetríósu og þjónustan eflist enn frekar. Um stórt skref er að ræða þegar kemur að úrræðum og þjónustu við sjúklinga með endómetríósu. Endómetríósa er sjúkdómur með enga lækningu en lyf og skurðaðgerðir geta hjálpað til með einkennin. Í febrúar síðastliðnum greindi Vísir frá því að sjúklingar væru ekki að fá aðgerðir niðurgreiddar hjá helsta sérfræðingi landsins í endómetríósu og þyrftu því að bíða í fleiri mánuði eftir meðferð eða leita lækninga erlendis. Fram kom að slíkar aðgerðir væru niðurgreiddar hjá ríkisreknum stofnunum, völdum sérfræðilæknum og erlendis, en ekki hjá Klíníkinni þar sem vottaður sérfræðingur í faginu starfar. Samtök um endómetríósu afhentu heilbrigðisráðherra undirskriftalista í lok mars á þessu ári þar sem skorað var á stjórnvöld að auka úrræði og stytta biðlista fyrir sjúklinga með endómetríósu. Þar kom fram að þar til í nóvember 2021 var enginn vottaður sérfræðingur í sjúkdómnum starfandi á Íslandi, en þá hóf Jón Ívar Einarsson störf hjá Klíníkinni Ármúla. Aðgerð við endómetríósu á Klínikinni í Ármúla kostar í dag 1,2 milljónir skv. verðlista Klínikarinnar, sem sjúklingar hafa hingað til sjálfir þurft að reiða fram. Í október síðastliðnum greindi Vísir síðan frá því að samtök um endómetríósu væru að íhuga að höfða dómsmál gegn Sjúkratryggingum Íslands ef ekki yrði breyting á þjónustu við sjúklinga. Fram kom að konur sem þjást af endómetríósu hefðu, á einu ári, greitt 107 milljónir úr eigin vasa vegna langra biðlista hjá hinu opinbera. Þá kom fram að heilbrigðisráðuneytið væri að vinna að því að endurskoða þjónustuna. Áfram unnið að umbótum við meðferð og greiningu á endómetríósu Í tilkynningu frá Heilbrigðisráðuneytinu kemur fram að heilbrigðisráðherra hefur staðfest fyrrnefndan samning sem þar með hefur tekið gildi. „Það hefur verið algjört forgangsmál í heilbrigðisráðuneytinu undanfarið að stytta biðlista. Í þeirri vinnu hefur áhersla verið lögð á víðtæka samvinnu og að nýta beri krafta allra sem veita heilbrigðisþjónustu í landinu til að tryggja jafnt aðgengi og jafnræði. Samningurinn um aðgerðir vegna endómetríósu er mikilvægur áfangi í slíkri samvinnu. Samtökin um endómetríósu á Íslandi hafa unnið mikilvægt og óeigingjarnt starf sem hefur ekki aðeins leitt til umbóta í heilbrigðisþjónustu við þá sem glíma við sjúkdóminn heldur líka vitundarvakningar í samfélaginu,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Þverfaglegt endómetríósuteymi var stofnað á Landspítala árið 2017. Nú er Klíníkin einnig að byggja upp sérhæfða þjónustu fyrir þennan sjúkdóm. Í ljósi mögulegra tækifæra til umbóta við greiningu og meðferð endómetríósu skipaði heilbrigðisráðherra fyrr á þessu ári starfshóp með fulltrúum frá endómetríósuteymi Landspítala, Samtökum um endómetríósu, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu og sjálfstætt starfandi sérfræðingum. Hópurinn skilaði tillögum til úrbóta í apríl 2022 sem nú er verið að vinna úr og hrinda í framkvæmd. Tillögurnar snúa aðallega að aukinni fræðslu til heilbrigðisstarfsfólks og einstaklinga, skipulagi þjónustunnar og jöfnu aðgengi að sérfræðiþjónustu óháð efnahag. Auk þess lagði hópurinn til styrkingu endómetríósuteymis Landspítala sem ráðherra fylgdi eftir með 30 m.kr. varanlegri aukafjárveitingu til styrkingar teymisins. Þarfir fólks með langvinna verki voru sérstaklega teknar fyrir í vinnu hópsins þar sem mikil þörf er fyrir aukna áherslu á heildræna meðhöndlun verkja. Um greiðslur sjúklinga sem fá þjónustu á grundvelli samningsins gilda almennar reglur um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðismál Kvenheilsa Tengdar fréttir Íhuga að höfða mál gegn Sjúkratryggingum Íslands vegna endómetríósu Samtök um endómetríósu íhuga að höfða dómsmál gegn Sjúkratryggingum Íslands verði ekki breyting á þjónustu við sjúklinga. Konur sem þjást af endómetríósu hafa, á einu ári, greitt 107 milljónir úr eigin vasa vegna langra biðlista hjá hinu opinbera. 16. október 2022 22:00 Greiða 107 milljónir úr eigin vasa Kæri heilbrigðisráðherra. Hér fyrir neðan er listi yfir konur sem hafa greitt háar fjárhæðir fyrir aðgerðir sem íslenskum lögum samkvæmt ættu að vera þeim að kostnaðarlausu. Skyldi það vera tilviljun að greiðsluþátttaka vegna sjúkdóms sem leggst að mestu leyti á þá sem fæðast með leg sé svo takmörkuð að á einu ári greiði 124 konur að meðaltali 862 þúsund krónur úr eigin vasa til að öðlast betri líðan og viðunandi lífsgæði? 11. október 2022 08:31 Löng og ströng bið eftir heilbrigðisþjónustu? Embætti landlæknis hefur sett ákveðin viðmiðunarmörk um hvað getur talist ásættanleg bið eftir heilbrigðisþjónustu, en mörkin eru sett með hliðsjón af markmiðum í nágrannalöndum okkar varðandi aðgengi að heilbrigðisþjónustu. 11. júlí 2022 07:01 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira
Endómetríósa er sjúkdómur með enga lækningu en lyf og skurðaðgerðir geta hjálpað til með einkennin. Í febrúar síðastliðnum greindi Vísir frá því að sjúklingar væru ekki að fá aðgerðir niðurgreiddar hjá helsta sérfræðingi landsins í endómetríósu og þyrftu því að bíða í fleiri mánuði eftir meðferð eða leita lækninga erlendis. Fram kom að slíkar aðgerðir væru niðurgreiddar hjá ríkisreknum stofnunum, völdum sérfræðilæknum og erlendis, en ekki hjá Klíníkinni þar sem vottaður sérfræðingur í faginu starfar. Samtök um endómetríósu afhentu heilbrigðisráðherra undirskriftalista í lok mars á þessu ári þar sem skorað var á stjórnvöld að auka úrræði og stytta biðlista fyrir sjúklinga með endómetríósu. Þar kom fram að þar til í nóvember 2021 var enginn vottaður sérfræðingur í sjúkdómnum starfandi á Íslandi, en þá hóf Jón Ívar Einarsson störf hjá Klíníkinni Ármúla. Aðgerð við endómetríósu á Klínikinni í Ármúla kostar í dag 1,2 milljónir skv. verðlista Klínikarinnar, sem sjúklingar hafa hingað til sjálfir þurft að reiða fram. Í október síðastliðnum greindi Vísir síðan frá því að samtök um endómetríósu væru að íhuga að höfða dómsmál gegn Sjúkratryggingum Íslands ef ekki yrði breyting á þjónustu við sjúklinga. Fram kom að konur sem þjást af endómetríósu hefðu, á einu ári, greitt 107 milljónir úr eigin vasa vegna langra biðlista hjá hinu opinbera. Þá kom fram að heilbrigðisráðuneytið væri að vinna að því að endurskoða þjónustuna. Áfram unnið að umbótum við meðferð og greiningu á endómetríósu Í tilkynningu frá Heilbrigðisráðuneytinu kemur fram að heilbrigðisráðherra hefur staðfest fyrrnefndan samning sem þar með hefur tekið gildi. „Það hefur verið algjört forgangsmál í heilbrigðisráðuneytinu undanfarið að stytta biðlista. Í þeirri vinnu hefur áhersla verið lögð á víðtæka samvinnu og að nýta beri krafta allra sem veita heilbrigðisþjónustu í landinu til að tryggja jafnt aðgengi og jafnræði. Samningurinn um aðgerðir vegna endómetríósu er mikilvægur áfangi í slíkri samvinnu. Samtökin um endómetríósu á Íslandi hafa unnið mikilvægt og óeigingjarnt starf sem hefur ekki aðeins leitt til umbóta í heilbrigðisþjónustu við þá sem glíma við sjúkdóminn heldur líka vitundarvakningar í samfélaginu,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Þverfaglegt endómetríósuteymi var stofnað á Landspítala árið 2017. Nú er Klíníkin einnig að byggja upp sérhæfða þjónustu fyrir þennan sjúkdóm. Í ljósi mögulegra tækifæra til umbóta við greiningu og meðferð endómetríósu skipaði heilbrigðisráðherra fyrr á þessu ári starfshóp með fulltrúum frá endómetríósuteymi Landspítala, Samtökum um endómetríósu, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu og sjálfstætt starfandi sérfræðingum. Hópurinn skilaði tillögum til úrbóta í apríl 2022 sem nú er verið að vinna úr og hrinda í framkvæmd. Tillögurnar snúa aðallega að aukinni fræðslu til heilbrigðisstarfsfólks og einstaklinga, skipulagi þjónustunnar og jöfnu aðgengi að sérfræðiþjónustu óháð efnahag. Auk þess lagði hópurinn til styrkingu endómetríósuteymis Landspítala sem ráðherra fylgdi eftir með 30 m.kr. varanlegri aukafjárveitingu til styrkingar teymisins. Þarfir fólks með langvinna verki voru sérstaklega teknar fyrir í vinnu hópsins þar sem mikil þörf er fyrir aukna áherslu á heildræna meðhöndlun verkja. Um greiðslur sjúklinga sem fá þjónustu á grundvelli samningsins gilda almennar reglur um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu.
Heilbrigðismál Kvenheilsa Tengdar fréttir Íhuga að höfða mál gegn Sjúkratryggingum Íslands vegna endómetríósu Samtök um endómetríósu íhuga að höfða dómsmál gegn Sjúkratryggingum Íslands verði ekki breyting á þjónustu við sjúklinga. Konur sem þjást af endómetríósu hafa, á einu ári, greitt 107 milljónir úr eigin vasa vegna langra biðlista hjá hinu opinbera. 16. október 2022 22:00 Greiða 107 milljónir úr eigin vasa Kæri heilbrigðisráðherra. Hér fyrir neðan er listi yfir konur sem hafa greitt háar fjárhæðir fyrir aðgerðir sem íslenskum lögum samkvæmt ættu að vera þeim að kostnaðarlausu. Skyldi það vera tilviljun að greiðsluþátttaka vegna sjúkdóms sem leggst að mestu leyti á þá sem fæðast með leg sé svo takmörkuð að á einu ári greiði 124 konur að meðaltali 862 þúsund krónur úr eigin vasa til að öðlast betri líðan og viðunandi lífsgæði? 11. október 2022 08:31 Löng og ströng bið eftir heilbrigðisþjónustu? Embætti landlæknis hefur sett ákveðin viðmiðunarmörk um hvað getur talist ásættanleg bið eftir heilbrigðisþjónustu, en mörkin eru sett með hliðsjón af markmiðum í nágrannalöndum okkar varðandi aðgengi að heilbrigðisþjónustu. 11. júlí 2022 07:01 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira
Íhuga að höfða mál gegn Sjúkratryggingum Íslands vegna endómetríósu Samtök um endómetríósu íhuga að höfða dómsmál gegn Sjúkratryggingum Íslands verði ekki breyting á þjónustu við sjúklinga. Konur sem þjást af endómetríósu hafa, á einu ári, greitt 107 milljónir úr eigin vasa vegna langra biðlista hjá hinu opinbera. 16. október 2022 22:00
Greiða 107 milljónir úr eigin vasa Kæri heilbrigðisráðherra. Hér fyrir neðan er listi yfir konur sem hafa greitt háar fjárhæðir fyrir aðgerðir sem íslenskum lögum samkvæmt ættu að vera þeim að kostnaðarlausu. Skyldi það vera tilviljun að greiðsluþátttaka vegna sjúkdóms sem leggst að mestu leyti á þá sem fæðast með leg sé svo takmörkuð að á einu ári greiði 124 konur að meðaltali 862 þúsund krónur úr eigin vasa til að öðlast betri líðan og viðunandi lífsgæði? 11. október 2022 08:31
Löng og ströng bið eftir heilbrigðisþjónustu? Embætti landlæknis hefur sett ákveðin viðmiðunarmörk um hvað getur talist ásættanleg bið eftir heilbrigðisþjónustu, en mörkin eru sett með hliðsjón af markmiðum í nágrannalöndum okkar varðandi aðgengi að heilbrigðisþjónustu. 11. júlí 2022 07:01