Mikilvægt að ná samningum sem fyrst Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. nóvember 2022 21:00 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vonast til að samningar náist fljótlega á milli Sjúkratrygginga Íslands og sérgreinalækna. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að ná samningum við sérgreinalækna sem fyrst en sumir þeirra hafa hækkað verðskrár sínar vegna skorts á samningum við Sjúkratryggingar Íslands. Það sé vont að vita til þess að það eigi að rukka allt að tvö hundruð þúsund krónur fyrir aðgerðir sem áður kostuðu mun minna. Læknastöðin í Orkuhúsinu hefur boðað töluverðar verðhækkanir frá og með morgundeginum. Ástæðan er sögð sú að sérgreinalæknar hafa ekki verið með samning við Sjúkratryggingar Íslands í fjögur ár og engar gjaldskrárhækkanir orðið í þrjú ár. Misjafnt er hversu mikið þjónustan hækkar nú en dæmi eru um að sjúklingar þurfi að greiða hundrað sjötíu og fimm þúsund krónur fyrir aðgerðir sem þeir hafa hingað til greitt innan við þrjátíu þúsund fyrir. „Þetta er auðvitað mjög bagalegt fyrir sjúklinga það er algjörlega ljóst. Ég þekki ekki á hverju þessir aðilar byggja sína útreikninga á aukagjöldunum. Þetta er ekki mjög gegnsætt. Þetta eru einhliða hækkanir. Okkur finnst þetta svona, að því marki sem við getum skoðað þetta. Þá finnst okkur þetta nú talsvert umfram verðlagshækkanir.“ Það sem meðal annars hafi komið í veg fyrir samninga sé krafan um að sett sé þak á allan kostnað í öllum samningum. María segir mikilvægt að deilan fari að leysast. „Það eru ekkert allir sem hafa efni á því að borga þessi háu aukagjöld og þess vegna finnst okkur svo mikil ábyrgð á bæði okkur og ekki síður okkar viðsemjendur að ganga rösklega til samninga og þess vegna höfum við sent þeim ákveðið upplegg og vonumst til að fá jákvæð viðbrögð við því. Heilbrigðisráðherra segir erfitt að vita til þess fólk sé nú rukkað um allt að nærri tvö hundruð þúsund fyrir aðgerðir. „Það er bara mjög vont að vita til þess og það er auðvitað þessi stefna okkar stjórnvalda og ríkisstjórnar um að jafna aðgengi að þjónustu sem að kannski knýr á um það núna meira en áður að við náum samningum.“ Hann segir mikilvægt að ná samningum sem fyrst. „Þess vegna legg ég mikla áherslu á og hef gert frá því ég kom í sæti heilbrigðisráðherra að við náum samningum. Þetta er nú kannski birtingarmyndin núna við þessar efnahagskringumstæður sem við erum að búa við meðal annars en ég er bjartsýnn og Sjúkratryggingar fyrir okkar hönd og læknar þeir hafa setið við samningaborðið og eru að reyna að ná saman um þessa mikilvægu þjónustu þannig að það komist á samningur.“ Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjúkratryggingar Tengdar fréttir „Farið ofan í vasa fólks sem stendur veikt fyrir“ Það er á ábyrgð stjórnvalda að koma í veg fyrir að kostnaðurinn vegna skorts á samningi við sérgreinalækna falli á veikt fólk. Þetta segir þingmaður Samfylkingarinnar og bætir við að margfaldur kostnaður sjúklinga vegna ástandsins sé algjörlega óboðlegur. 30. nóvember 2022 12:31 Aðgerðin fimm sinnum dýrari eftir mánaðamótin Átján ára stúlka, sem á þarf að fara í aðgerð á krossbandi í desember, þarf að greiða ríflega hundrað og þrjátíu þúsund krónum meira fyrir aðgerðina en ef hún hefði farið í hana núna í nóvember. Samningsleysi á milli sérgreinalækna og Sjúkratrygginga Íslands er sagt skýra þessa hækkun. 29. nóvember 2022 19:02 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Læknastöðin í Orkuhúsinu hefur boðað töluverðar verðhækkanir frá og með morgundeginum. Ástæðan er sögð sú að sérgreinalæknar hafa ekki verið með samning við Sjúkratryggingar Íslands í fjögur ár og engar gjaldskrárhækkanir orðið í þrjú ár. Misjafnt er hversu mikið þjónustan hækkar nú en dæmi eru um að sjúklingar þurfi að greiða hundrað sjötíu og fimm þúsund krónur fyrir aðgerðir sem þeir hafa hingað til greitt innan við þrjátíu þúsund fyrir. „Þetta er auðvitað mjög bagalegt fyrir sjúklinga það er algjörlega ljóst. Ég þekki ekki á hverju þessir aðilar byggja sína útreikninga á aukagjöldunum. Þetta er ekki mjög gegnsætt. Þetta eru einhliða hækkanir. Okkur finnst þetta svona, að því marki sem við getum skoðað þetta. Þá finnst okkur þetta nú talsvert umfram verðlagshækkanir.“ Það sem meðal annars hafi komið í veg fyrir samninga sé krafan um að sett sé þak á allan kostnað í öllum samningum. María segir mikilvægt að deilan fari að leysast. „Það eru ekkert allir sem hafa efni á því að borga þessi háu aukagjöld og þess vegna finnst okkur svo mikil ábyrgð á bæði okkur og ekki síður okkar viðsemjendur að ganga rösklega til samninga og þess vegna höfum við sent þeim ákveðið upplegg og vonumst til að fá jákvæð viðbrögð við því. Heilbrigðisráðherra segir erfitt að vita til þess fólk sé nú rukkað um allt að nærri tvö hundruð þúsund fyrir aðgerðir. „Það er bara mjög vont að vita til þess og það er auðvitað þessi stefna okkar stjórnvalda og ríkisstjórnar um að jafna aðgengi að þjónustu sem að kannski knýr á um það núna meira en áður að við náum samningum.“ Hann segir mikilvægt að ná samningum sem fyrst. „Þess vegna legg ég mikla áherslu á og hef gert frá því ég kom í sæti heilbrigðisráðherra að við náum samningum. Þetta er nú kannski birtingarmyndin núna við þessar efnahagskringumstæður sem við erum að búa við meðal annars en ég er bjartsýnn og Sjúkratryggingar fyrir okkar hönd og læknar þeir hafa setið við samningaborðið og eru að reyna að ná saman um þessa mikilvægu þjónustu þannig að það komist á samningur.“
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjúkratryggingar Tengdar fréttir „Farið ofan í vasa fólks sem stendur veikt fyrir“ Það er á ábyrgð stjórnvalda að koma í veg fyrir að kostnaðurinn vegna skorts á samningi við sérgreinalækna falli á veikt fólk. Þetta segir þingmaður Samfylkingarinnar og bætir við að margfaldur kostnaður sjúklinga vegna ástandsins sé algjörlega óboðlegur. 30. nóvember 2022 12:31 Aðgerðin fimm sinnum dýrari eftir mánaðamótin Átján ára stúlka, sem á þarf að fara í aðgerð á krossbandi í desember, þarf að greiða ríflega hundrað og þrjátíu þúsund krónum meira fyrir aðgerðina en ef hún hefði farið í hana núna í nóvember. Samningsleysi á milli sérgreinalækna og Sjúkratrygginga Íslands er sagt skýra þessa hækkun. 29. nóvember 2022 19:02 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
„Farið ofan í vasa fólks sem stendur veikt fyrir“ Það er á ábyrgð stjórnvalda að koma í veg fyrir að kostnaðurinn vegna skorts á samningi við sérgreinalækna falli á veikt fólk. Þetta segir þingmaður Samfylkingarinnar og bætir við að margfaldur kostnaður sjúklinga vegna ástandsins sé algjörlega óboðlegur. 30. nóvember 2022 12:31
Aðgerðin fimm sinnum dýrari eftir mánaðamótin Átján ára stúlka, sem á þarf að fara í aðgerð á krossbandi í desember, þarf að greiða ríflega hundrað og þrjátíu þúsund krónum meira fyrir aðgerðina en ef hún hefði farið í hana núna í nóvember. Samningsleysi á milli sérgreinalækna og Sjúkratrygginga Íslands er sagt skýra þessa hækkun. 29. nóvember 2022 19:02