Vonlaust að úttala sig um krónur og aura fyrr en samningur liggur fyrir Vésteinn Örn Pétursson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 30. nóvember 2022 19:21 Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins er talsmaður þess að láglaunafólk semji um krónutöluhækkanir, en ekki prósentuhækkanir. Vísir/Vilhelm Mikill hamagangur var í Karphúsinu í dag þar sem reynt hefur verið til þrautar að landa kjarasamningum. Fundum lauk um klukkan sex í dag og verður þráðurinn tekinn aftur upp á morgun. Kristján Þór Snæbjörnsson, forseti ASÍ, sem setið hefur á fundum í dag fyrir hönd rafiðnaðarsambandsins sagði við fréttastofu um klukkan sex að langur dagur væri að baki. Hann var nokkuð bjartsýnn á framhaldið og sagði að samflot tækni- og iðnaðarmanna myndi funda aftur á morgun. Viðræður Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins hafa verið í brennideplinum, en talið er að þær geti gefið gott fordæmi fyrir viðræður annarra félaga. Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, segir stöðuna erfiða og snúna. „En við erum að reyna að ná þessu saman. Hvort það tekst, það verður bara tíminn að leiða í ljós,“ sagði hann. Krónutölur en ekki prósentur Kjarninn greindi frá því í dag að rætt hefði verið um fjögurra prósenta hækkun með 20 þúsund króna þröskuldi og 40 þúsund króna þaki. Vilhjálmur segist talsmaður þess að lágtekjufólk semji ekki í prósentum. Það standi ekki til. „Þannig að hvað það varðar, þá er þetta rangt. [...] Það er alveg vonlaust að úttala sig um krónur og aura fyrr en það liggur fyrir kjarasamningur á borðinu.“ Langir dagar að baki Líkt og greint hefur verið frá hefur VR sagt sig frá viðræðum fyrir helgi. Fulltrúar félagsins funduðu þó í Karphúsinu í gær, en ekki í dag. Að sögn ríkissáttasemjara voru þeir einfaldlega ekki boðaðir til fundar í dag. Það verði kannski gert á morgun. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari taldi skynsamlegt að fólk næði að hvílast og þráðurinn yrði tekinn upp á morgun. vísir/vilhelm „Þetta var mjög langur dagur og hafa verið langir dagar undanfarið. Það eru allir að leggja sig fram en eins og ég hef sagt áður þá er þetta þungt og erfitt samtal. En það er samtal í gangi,“ sagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. Ekki verður fundað fram eftir kvöldi en hann segist telja skynsamlegt að fólk taki sér tíma til að hvílast og mæti aftur til funda klukkan eitt á morgun. Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Kristján Þór Snæbjörnsson, forseti ASÍ, sem setið hefur á fundum í dag fyrir hönd rafiðnaðarsambandsins sagði við fréttastofu um klukkan sex að langur dagur væri að baki. Hann var nokkuð bjartsýnn á framhaldið og sagði að samflot tækni- og iðnaðarmanna myndi funda aftur á morgun. Viðræður Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins hafa verið í brennideplinum, en talið er að þær geti gefið gott fordæmi fyrir viðræður annarra félaga. Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, segir stöðuna erfiða og snúna. „En við erum að reyna að ná þessu saman. Hvort það tekst, það verður bara tíminn að leiða í ljós,“ sagði hann. Krónutölur en ekki prósentur Kjarninn greindi frá því í dag að rætt hefði verið um fjögurra prósenta hækkun með 20 þúsund króna þröskuldi og 40 þúsund króna þaki. Vilhjálmur segist talsmaður þess að lágtekjufólk semji ekki í prósentum. Það standi ekki til. „Þannig að hvað það varðar, þá er þetta rangt. [...] Það er alveg vonlaust að úttala sig um krónur og aura fyrr en það liggur fyrir kjarasamningur á borðinu.“ Langir dagar að baki Líkt og greint hefur verið frá hefur VR sagt sig frá viðræðum fyrir helgi. Fulltrúar félagsins funduðu þó í Karphúsinu í gær, en ekki í dag. Að sögn ríkissáttasemjara voru þeir einfaldlega ekki boðaðir til fundar í dag. Það verði kannski gert á morgun. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari taldi skynsamlegt að fólk næði að hvílast og þráðurinn yrði tekinn upp á morgun. vísir/vilhelm „Þetta var mjög langur dagur og hafa verið langir dagar undanfarið. Það eru allir að leggja sig fram en eins og ég hef sagt áður þá er þetta þungt og erfitt samtal. En það er samtal í gangi,“ sagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. Ekki verður fundað fram eftir kvöldi en hann segist telja skynsamlegt að fólk taki sér tíma til að hvílast og mæti aftur til funda klukkan eitt á morgun.
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira