Fallni rafmyntakóngurinn segist engin svik hafa framið Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2022 11:02 Blaðamaðurinn Andrew Ross Sorkin ræddi við Sam Bankman-Fried í gegnum fjarfundarbúnað á ráðstefnu New York Times í gær. Bankman-Fried sagðist hafa átt „slæman mánuð“. Getty/Thos Robinson/New York Times Sam Bankman-Fried, fyrrverandi forstjóri fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, fullyrti að hann hefði ekki reynt að féfletta neinn þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti eftir gjaldþrotið í gær. Hann segist hvorki óttast saka- né skaðabótamál. Rafmyntakauphöllin FTX óskaði eftir gjaldþrotameðferð vegna alvarlegrar lausafjárþurrðar 11. nóvember. Viðskiptavinir gerðu áhlaup og tóku út um sex milljarða dollara af inneignum sínum á þremur dögum í kjölfar frétta um að fyrirtæki tengt kauphöllinni stæði á brauðfótum. Fjöldi viðskiptavina FTX hefur ekki getað tekið út innistæður sínar. Talið er að fyrirtækið skuldi fimmtíu stærtu kröfuhöfum sínum meira en þrjá milljarða dollara, jafnvirði meira en 428 milljarða íslenskra króna. Bankman-Fried, sem veik sem forstjóri þegar FTX varð gjaldþrota, kom fram á ráðstefnu New York Times í gær þrátt fyrir fréttir um að bandarísk yfirvöld rannsaki hvort að lögbrot hafi verið framin hjá fyrirtækinu. Þar sagði hann að lögmenn sínir hefðu ráðlagt sér að tala ekki opinberlega en að hann hefði hunsað þá, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Neitaði hann því að hafa tekið eigin peninga út úr FTX áður en það hrundi og hélt því fram að hann ætti „nánast ekkert eftir“, aðeins eitt kreditkort með um hundrað þúsund dollara inneign, jafnvirði rúmra fjórtán miljóna íslenskra króna. „Ég reyndi aldrei að fremja nein svik,“ sagði Bankman-Fried sem talaði frá Bahamaeyjum þar sem FTX var með höfuðstöðvar sínar. Hélt hann því ítrekað fram að honum hefði ekki verið kunnugt um allt sem gerðist innan veggja fyrirtækisins, að sögn New York Times. Fall FTX hefði orsakast af „meiriháttar stjórnunarmistökum“. Hann væri þó á endanum ábyrgur. „Sjáðu til, ég klúðraði. Ég var forstjórinn,“ sagði hann. Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, var einnig gestur ráðstefnunnar og sagði áhrifin af falli FTX fyrir rafmyntaiðnaðinn sambærileg við áhrif gjaldþrots fjárfestingabankans Lehman-bræðra fyrir fjármálakerfið í bankakrísunni árið 2008. Lýsti hún rafmyntum sem afar áhættusömum fjárfestingum sem hún væri full efasemda um.Getty/Michael M. Santiago Vildi ekki svara spurningum um eigin stöðu Fátt var um svör þegar fundarstjóri spurði Bankman-Fried út í fjármagnsflutninga á milli FTX og Alameda Research, rafmyntavogunarsjóðsins sem hann virðist hafa bjargað úr kröggum með innistæðum viðskiptavina FTX. Hann hefði ekki „meðvitað“ blandað saman fjármálum félaganna tveggja. Hélt Bankman-Fried því fram að hann hefði vanmetið hversu mikið lausafé þyrfti til þess að eiga fyrir innistæðum viðskiptavina FTX þegar þeir vildu taka þær út í hrönnum. Sagðist hann ekki óttast að vera sóttur til saka eða stefnt til að greiða bætur. „Það er staður og stund fyrir mig að hugsa um sjálfan mig og mína eigin framtíð. Ég held ekki að sé runnin upp,“ sagði Bankman-Fried. Bankman-Fried virðist hvergi nærri hættur að tjá sig opinberlega. Morgunþátturinn „Góðan daginn, Bandaríkin“ boðuðu viðtal við rafmyntamógúlinn í gær. TOMORROW: Collapse of a crypto empire -- @GStephanopoulos sits down with former FTX CEO Sam Bankman-Fried to talk about what went wrong at the company in a one-on-one interview on @GMA. pic.twitter.com/M1svJISIwZ— Good Morning America (@GMA) November 30, 2022 Hér má lesa eftirrit af viðtalinu við Bankman-Fried á ráðstefnunni í gær á vefsíðu New York Times (áskriftarvefur) í heild sinni. Rafmyntir Bandaríkin Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Rafmyntakeisarinn sem reyndist nakinn Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins. 27. nóvember 2022 07:01 Milljarðaeignir FTX sagðar horfnar Verulegum hluta eigna fallna rafmyntarkauphallarinnar FTX var stolið eða er horfinn, að sögn lögmanna fyrirtækisins. Lögmaður fyrirtækisins heldur því fram að Sam Bankman-Fried, fyrrverandi forstjóri FTX, hafi rekið það eins og persónulegt lén sitt. 23. nóvember 2022 09:13 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Rafmyntakauphöllin FTX óskaði eftir gjaldþrotameðferð vegna alvarlegrar lausafjárþurrðar 11. nóvember. Viðskiptavinir gerðu áhlaup og tóku út um sex milljarða dollara af inneignum sínum á þremur dögum í kjölfar frétta um að fyrirtæki tengt kauphöllinni stæði á brauðfótum. Fjöldi viðskiptavina FTX hefur ekki getað tekið út innistæður sínar. Talið er að fyrirtækið skuldi fimmtíu stærtu kröfuhöfum sínum meira en þrjá milljarða dollara, jafnvirði meira en 428 milljarða íslenskra króna. Bankman-Fried, sem veik sem forstjóri þegar FTX varð gjaldþrota, kom fram á ráðstefnu New York Times í gær þrátt fyrir fréttir um að bandarísk yfirvöld rannsaki hvort að lögbrot hafi verið framin hjá fyrirtækinu. Þar sagði hann að lögmenn sínir hefðu ráðlagt sér að tala ekki opinberlega en að hann hefði hunsað þá, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Neitaði hann því að hafa tekið eigin peninga út úr FTX áður en það hrundi og hélt því fram að hann ætti „nánast ekkert eftir“, aðeins eitt kreditkort með um hundrað þúsund dollara inneign, jafnvirði rúmra fjórtán miljóna íslenskra króna. „Ég reyndi aldrei að fremja nein svik,“ sagði Bankman-Fried sem talaði frá Bahamaeyjum þar sem FTX var með höfuðstöðvar sínar. Hélt hann því ítrekað fram að honum hefði ekki verið kunnugt um allt sem gerðist innan veggja fyrirtækisins, að sögn New York Times. Fall FTX hefði orsakast af „meiriháttar stjórnunarmistökum“. Hann væri þó á endanum ábyrgur. „Sjáðu til, ég klúðraði. Ég var forstjórinn,“ sagði hann. Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, var einnig gestur ráðstefnunnar og sagði áhrifin af falli FTX fyrir rafmyntaiðnaðinn sambærileg við áhrif gjaldþrots fjárfestingabankans Lehman-bræðra fyrir fjármálakerfið í bankakrísunni árið 2008. Lýsti hún rafmyntum sem afar áhættusömum fjárfestingum sem hún væri full efasemda um.Getty/Michael M. Santiago Vildi ekki svara spurningum um eigin stöðu Fátt var um svör þegar fundarstjóri spurði Bankman-Fried út í fjármagnsflutninga á milli FTX og Alameda Research, rafmyntavogunarsjóðsins sem hann virðist hafa bjargað úr kröggum með innistæðum viðskiptavina FTX. Hann hefði ekki „meðvitað“ blandað saman fjármálum félaganna tveggja. Hélt Bankman-Fried því fram að hann hefði vanmetið hversu mikið lausafé þyrfti til þess að eiga fyrir innistæðum viðskiptavina FTX þegar þeir vildu taka þær út í hrönnum. Sagðist hann ekki óttast að vera sóttur til saka eða stefnt til að greiða bætur. „Það er staður og stund fyrir mig að hugsa um sjálfan mig og mína eigin framtíð. Ég held ekki að sé runnin upp,“ sagði Bankman-Fried. Bankman-Fried virðist hvergi nærri hættur að tjá sig opinberlega. Morgunþátturinn „Góðan daginn, Bandaríkin“ boðuðu viðtal við rafmyntamógúlinn í gær. TOMORROW: Collapse of a crypto empire -- @GStephanopoulos sits down with former FTX CEO Sam Bankman-Fried to talk about what went wrong at the company in a one-on-one interview on @GMA. pic.twitter.com/M1svJISIwZ— Good Morning America (@GMA) November 30, 2022 Hér má lesa eftirrit af viðtalinu við Bankman-Fried á ráðstefnunni í gær á vefsíðu New York Times (áskriftarvefur) í heild sinni.
Rafmyntir Bandaríkin Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Rafmyntakeisarinn sem reyndist nakinn Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins. 27. nóvember 2022 07:01 Milljarðaeignir FTX sagðar horfnar Verulegum hluta eigna fallna rafmyntarkauphallarinnar FTX var stolið eða er horfinn, að sögn lögmanna fyrirtækisins. Lögmaður fyrirtækisins heldur því fram að Sam Bankman-Fried, fyrrverandi forstjóri FTX, hafi rekið það eins og persónulegt lén sitt. 23. nóvember 2022 09:13 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Rafmyntakeisarinn sem reyndist nakinn Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins. 27. nóvember 2022 07:01
Milljarðaeignir FTX sagðar horfnar Verulegum hluta eigna fallna rafmyntarkauphallarinnar FTX var stolið eða er horfinn, að sögn lögmanna fyrirtækisins. Lögmaður fyrirtækisins heldur því fram að Sam Bankman-Fried, fyrrverandi forstjóri FTX, hafi rekið það eins og persónulegt lén sitt. 23. nóvember 2022 09:13