Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Karl Lúðvíksson skrifar 1. desember 2022 11:21 Goðsögnin í einni af fjölmörgum veiðiferðum sínum. Völundur Þorsteinn Hermóðsson frá Álftanesi í Aðaldal er látinn en hann lést á sjúkrahúsinu á Akureyri að kvöldi þann 26. nóvember síðastliðinn. Völundur eða Völli eins og hann var gjarnan kallaður, er einn af þeim veiðimönnum sem festast í minningu þeirra sem fengu þann heiður að kynnast honum. Einn af þeim sem minnast hans er Jón Þór Ólason Formaður SVFR en Völundur var frændi hans. Minningargrein Jóns um Völund er birt hér á Veiðivísi með góðfúslegu leyfi Jón Þórs. Ljóst er að fallinn er frá goðsögn í stangveiði hér á landi. „Stórvinur minn og frændi Völundur Þorsteinn Hermóðsson leiðsegir nú veiðimönnum á veiðilöndunum fyrir handan. Völli var goðsögn í lifanda lífi, einstakt eintak af manneskju hvers skarð verður aldrei fyllt. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Völla á unga aldri og er þeim mun ríkari fyrir vikið. Völli var vinur vina sinna sem alltaf gaf án kröfu um endurgjald og bar hjartað ekki utan á vöðlujakkanum heldur á réttum stað og þess nutu allir er honum kynntust. Drottning íslenskra fallvatna, Laxá í Aðaldal, var hans heimavöllur enda afkomandi stórmenna þegar kemur að laxveiði og náttúruvernd. Völundur og Jón Þór á góðri stund við Laxá Laxá býður enda upp á fallegustu umgjörð veraldar um laxa og menn. Völli vildi öllum vel og var ávallt reiðibúinn að aðstoða og leiðsegja þeim er veiddu höfuðdjásn drottningarinnar, þ.e. Nessvæðið í Laxá. Þegar Völli var ekki að leiðsegja, keyrði hann samt sem áður um ársvæðið og gaf mönnum ráð og leiðbeiningar sem voru ómetanlegar og til þess fallnar að gera upplifun þeirra við paradísina á jörðu að enn frekari ævintýri. Minningarbrotin sem ég á um Völla eru fjársjóður sem mun fylgja mér alla tíð. Völli var að eðlisfari glaður og hláturmildur. Minningarbrotin eru endalaus og veita hjartanu hlýju á þessum sorgartíma. Sögurnar sem unnt er að segja af göðsögninni Völla í Álftanesi eru til þess fallnar að fylla margar bækur. Það verður undarlegt að veiða Drottninguna næsta sumar og eiga ekki von á því að sjá græna Cherokee jeppann stoppa við veiðistaðinn og sjá goðsögnina stíga út, opna hlerann á skottinu, kveikja sér í vindli og bíða eftir því að þú komir og fáir að heyra leiðbeiningar, góða sögu og hjartahlýjan hlátur. Guð almáttugur hefur sett niður punktinn við ævi Völla, en eftir stöndum við sem syrgjum goðsögnina, þakklát fyrir að hafa kynnst þeim ,,þvílíka manni" sem Völli var. Elsku vinur. Ég óska þér góðrar ferðar í sumarlandið og þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Skarð þitt verður aldrei fyllt. Ég er betri maður vegna þín. Elsku Halla, Steinunn Birna, Viðar og Völli. Ykkar er sorgin mest, því ef maður á mikið, þá missir maður mikið. Guð almáttugur styrki ykkur í sorginni. Fiskur er ég á færi í lífsins hyl, fyrr en varir kraftar mínir dvína. Djarfleg vörn mín dugir ekki til, dauðinn missir aldrei fiska sína. Guð blessi minningu goðsagnarinnar Völundar Þorsteins Hermóðssonar.“ Stangveiði Andlát Þingeyjarsveit Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði
Völundur eða Völli eins og hann var gjarnan kallaður, er einn af þeim veiðimönnum sem festast í minningu þeirra sem fengu þann heiður að kynnast honum. Einn af þeim sem minnast hans er Jón Þór Ólason Formaður SVFR en Völundur var frændi hans. Minningargrein Jóns um Völund er birt hér á Veiðivísi með góðfúslegu leyfi Jón Þórs. Ljóst er að fallinn er frá goðsögn í stangveiði hér á landi. „Stórvinur minn og frændi Völundur Þorsteinn Hermóðsson leiðsegir nú veiðimönnum á veiðilöndunum fyrir handan. Völli var goðsögn í lifanda lífi, einstakt eintak af manneskju hvers skarð verður aldrei fyllt. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Völla á unga aldri og er þeim mun ríkari fyrir vikið. Völli var vinur vina sinna sem alltaf gaf án kröfu um endurgjald og bar hjartað ekki utan á vöðlujakkanum heldur á réttum stað og þess nutu allir er honum kynntust. Drottning íslenskra fallvatna, Laxá í Aðaldal, var hans heimavöllur enda afkomandi stórmenna þegar kemur að laxveiði og náttúruvernd. Völundur og Jón Þór á góðri stund við Laxá Laxá býður enda upp á fallegustu umgjörð veraldar um laxa og menn. Völli vildi öllum vel og var ávallt reiðibúinn að aðstoða og leiðsegja þeim er veiddu höfuðdjásn drottningarinnar, þ.e. Nessvæðið í Laxá. Þegar Völli var ekki að leiðsegja, keyrði hann samt sem áður um ársvæðið og gaf mönnum ráð og leiðbeiningar sem voru ómetanlegar og til þess fallnar að gera upplifun þeirra við paradísina á jörðu að enn frekari ævintýri. Minningarbrotin sem ég á um Völla eru fjársjóður sem mun fylgja mér alla tíð. Völli var að eðlisfari glaður og hláturmildur. Minningarbrotin eru endalaus og veita hjartanu hlýju á þessum sorgartíma. Sögurnar sem unnt er að segja af göðsögninni Völla í Álftanesi eru til þess fallnar að fylla margar bækur. Það verður undarlegt að veiða Drottninguna næsta sumar og eiga ekki von á því að sjá græna Cherokee jeppann stoppa við veiðistaðinn og sjá goðsögnina stíga út, opna hlerann á skottinu, kveikja sér í vindli og bíða eftir því að þú komir og fáir að heyra leiðbeiningar, góða sögu og hjartahlýjan hlátur. Guð almáttugur hefur sett niður punktinn við ævi Völla, en eftir stöndum við sem syrgjum goðsögnina, þakklát fyrir að hafa kynnst þeim ,,þvílíka manni" sem Völli var. Elsku vinur. Ég óska þér góðrar ferðar í sumarlandið og þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Skarð þitt verður aldrei fyllt. Ég er betri maður vegna þín. Elsku Halla, Steinunn Birna, Viðar og Völli. Ykkar er sorgin mest, því ef maður á mikið, þá missir maður mikið. Guð almáttugur styrki ykkur í sorginni. Fiskur er ég á færi í lífsins hyl, fyrr en varir kraftar mínir dvína. Djarfleg vörn mín dugir ekki til, dauðinn missir aldrei fiska sína. Guð blessi minningu goðsagnarinnar Völundar Þorsteins Hermóðssonar.“
Stangveiði Andlát Þingeyjarsveit Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði