Loksins endanleg niðurstaða í máli Tindastóls og Hauka Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2022 15:39 Hilmar Smári Henningsson var að taka vítaskot þegar Tindastóll var óvart með fjóra erlenda leikmenn innan vallar. Skjáskot/RÚV Áfrýjunardómstóll KKÍ hefur staðfest úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KKÍ í málinu sem varðar bikarleik Tindastóls og Hauka í körfubolta karla. Þar með er ljóst að Haukum dæmist 20-0 sigur í leiknum en þeir kærðu úrslit leiksins eftir að í ljós kom að á einum tímapunkti í þriðja leikhluta, þegar Haukar áttu tvö vítaskot, voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls innan vallar á sama tíma. Það er brot gegn reglum KKÍ sem tóku gildi í sumar sem segja til um að að hámarki þrír erlendir leikmenn megi vera innan vallar í hvoru liði hverju sinni, bæði í deildar- og bikarleikjum í meistaraflokki. Það verður því lið Hauka sem sækir Njarðvík heim í 16-liða úrslitum VÍS-bikarsins, og sigurliðið úr þeirr viðureign mun svo sækja Keflavík heim í 8-liða úrslitum. Ekki er ljóst hvenær leikirnir verða en aðrir leikir í 8-liða úrslitum fara fram 11. og 12. desember. Forráðamenn bæði Hauka og Tindastóls hafa sagt að viðurlögin við vægu broti á reglu um erlenda leikmenn, líkt og í tilfelli Tindastóls, séu of ströng en í niðurstöðu áfrýjunardómstóls er bent á að samkvæmt reglunum skipti engu máli hvort eða hve mikil áhrif brot á þeim hafi á úrslit leiks. Brot leiði sjálfkrafa til viðurlaga. Þá bendir áfrýjunardómstóll jafnframt á það að KKÍ geti í sambærilegum málum ákveðið, án aðkomu aga- og úrskurðarnefndar, að beita sektarákvæðum og breyta úrslitum leikja. Félög sem beitt eru slíkri refsingu geti hins vegar kært slíka ákvörðun. VÍS-bikarinn Körfubolti Tindastóll Haukar Tengdar fréttir Stólarnir aftur með fjóra erlenda inn á vellinum: „Daðrar við að vera lúðalegt“ Tindastóll datt út úr bikarkeppni KKÍ í vetur eftir að liðið gerðist brotlegt við útlendingareglurnar og þeir voru nálægt því að tapa öðrum leik 20-0 í síðustu umferð Subway deildarinnar. 24. nóvember 2022 08:00 Íhuga að breyta reglum í miðri keppni en enga kæru þarf til Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir mögulegt fyrir sambandið að breyta reglum í miðri keppni. Hins vegar þurfi enga kæru til. Kallað hefur verið eftir vægari viðurlögum við brotum á reglum um fjölda erlenda leikmanna, eftir bikarleik Tindastóls og Hauka. 18. nóvember 2022 12:31 Haukar með tillögu til sátta: „Þá er enginn „lúser“ í þessu dæmi“ Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, segir að markmiðið með því að kæra úrslitin í bikarleiknum gegn Tindastóli hafi ekki verið að koma Haukum áfram í keppninni heldur að laga reglur KKÍ um erlenda leikmenn. 16. nóvember 2022 12:31 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Þar með er ljóst að Haukum dæmist 20-0 sigur í leiknum en þeir kærðu úrslit leiksins eftir að í ljós kom að á einum tímapunkti í þriðja leikhluta, þegar Haukar áttu tvö vítaskot, voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls innan vallar á sama tíma. Það er brot gegn reglum KKÍ sem tóku gildi í sumar sem segja til um að að hámarki þrír erlendir leikmenn megi vera innan vallar í hvoru liði hverju sinni, bæði í deildar- og bikarleikjum í meistaraflokki. Það verður því lið Hauka sem sækir Njarðvík heim í 16-liða úrslitum VÍS-bikarsins, og sigurliðið úr þeirr viðureign mun svo sækja Keflavík heim í 8-liða úrslitum. Ekki er ljóst hvenær leikirnir verða en aðrir leikir í 8-liða úrslitum fara fram 11. og 12. desember. Forráðamenn bæði Hauka og Tindastóls hafa sagt að viðurlögin við vægu broti á reglu um erlenda leikmenn, líkt og í tilfelli Tindastóls, séu of ströng en í niðurstöðu áfrýjunardómstóls er bent á að samkvæmt reglunum skipti engu máli hvort eða hve mikil áhrif brot á þeim hafi á úrslit leiks. Brot leiði sjálfkrafa til viðurlaga. Þá bendir áfrýjunardómstóll jafnframt á það að KKÍ geti í sambærilegum málum ákveðið, án aðkomu aga- og úrskurðarnefndar, að beita sektarákvæðum og breyta úrslitum leikja. Félög sem beitt eru slíkri refsingu geti hins vegar kært slíka ákvörðun.
VÍS-bikarinn Körfubolti Tindastóll Haukar Tengdar fréttir Stólarnir aftur með fjóra erlenda inn á vellinum: „Daðrar við að vera lúðalegt“ Tindastóll datt út úr bikarkeppni KKÍ í vetur eftir að liðið gerðist brotlegt við útlendingareglurnar og þeir voru nálægt því að tapa öðrum leik 20-0 í síðustu umferð Subway deildarinnar. 24. nóvember 2022 08:00 Íhuga að breyta reglum í miðri keppni en enga kæru þarf til Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir mögulegt fyrir sambandið að breyta reglum í miðri keppni. Hins vegar þurfi enga kæru til. Kallað hefur verið eftir vægari viðurlögum við brotum á reglum um fjölda erlenda leikmanna, eftir bikarleik Tindastóls og Hauka. 18. nóvember 2022 12:31 Haukar með tillögu til sátta: „Þá er enginn „lúser“ í þessu dæmi“ Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, segir að markmiðið með því að kæra úrslitin í bikarleiknum gegn Tindastóli hafi ekki verið að koma Haukum áfram í keppninni heldur að laga reglur KKÍ um erlenda leikmenn. 16. nóvember 2022 12:31 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Stólarnir aftur með fjóra erlenda inn á vellinum: „Daðrar við að vera lúðalegt“ Tindastóll datt út úr bikarkeppni KKÍ í vetur eftir að liðið gerðist brotlegt við útlendingareglurnar og þeir voru nálægt því að tapa öðrum leik 20-0 í síðustu umferð Subway deildarinnar. 24. nóvember 2022 08:00
Íhuga að breyta reglum í miðri keppni en enga kæru þarf til Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir mögulegt fyrir sambandið að breyta reglum í miðri keppni. Hins vegar þurfi enga kæru til. Kallað hefur verið eftir vægari viðurlögum við brotum á reglum um fjölda erlenda leikmanna, eftir bikarleik Tindastóls og Hauka. 18. nóvember 2022 12:31
Haukar með tillögu til sátta: „Þá er enginn „lúser“ í þessu dæmi“ Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, segir að markmiðið með því að kæra úrslitin í bikarleiknum gegn Tindastóli hafi ekki verið að koma Haukum áfram í keppninni heldur að laga reglur KKÍ um erlenda leikmenn. 16. nóvember 2022 12:31
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum