Þorsteinn Gauti valinn í finnska landsliðið Smári Jökull Jónsson skrifar 1. desember 2022 18:01 Þorsteinn Gauti er með tvöfalt ríkisfang í gegnum föðurömmu sína en hún var finnsk. Vísir/Hulda Margrét Framarinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson hefur óvænt verið valinn í finnska landsliðið í handknattleik en þetta var tilkynnt á Facebook síðu Fram í dag. Þorsteinn Gauti er uppalinn Framari sem lék með Aftureldingu um skeið en gekk til liðs við Framara á ný í fyrrasumar. Fréttin um valið á Þorsteini Gauta í finnska landsliðið hefur eflaust komið mörgum á óvart enda líklega flestir ekki haft hugmynd um finnskar rætur hans. Föðuramma Þorsteins Gauta var hins vegar finnsk og þess vegna var hægt að sækja um tvöfalt ríkisfang fyrir hann þegar hann var ungur. Í færslunni á Facebook síðu Fram er greint frá því að Þorsteinn Gauti hafi komið þeim skilaboðum áleiðis út til Finnlands að hann væri til í að skoða möguleikann á því að spila fyrir landsliðið. Þá fór boltinn að rúlla. „Ég fékk boð að mæta til æfinga í janúar og taka þátt í æfingamóti í Lettlandi fyrstu helgina í janúar. Ég reikna með að ég og þeir taki stöðuna eftir mótið og skoði framhaldið,“ segir Þorsteinn Gauti í viðtalinu sem birtist á Facebook síðu Framara. Hann segist ekki þekkja mikið til liðsins eða styrkleika þess. „Hins vegar verður gaman og spennandi að máta sig við þá og aðra í þessu æfingamóti á nýju ári.“ Finnland hefur einu sinni tekið þátt í stórmóti í handknattleik en það var árið 1958. Liðið lék tvo leiki núna í október í undankeppni Evrópumótsins sem fer fram árið 2024. Finnar töpuðu þá 34-24 fyrir Serbíu og 35-22 fyrir Noregi. Olís-deild karla Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Fleiri fréttir „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Sjá meira
Þorsteinn Gauti er uppalinn Framari sem lék með Aftureldingu um skeið en gekk til liðs við Framara á ný í fyrrasumar. Fréttin um valið á Þorsteini Gauta í finnska landsliðið hefur eflaust komið mörgum á óvart enda líklega flestir ekki haft hugmynd um finnskar rætur hans. Föðuramma Þorsteins Gauta var hins vegar finnsk og þess vegna var hægt að sækja um tvöfalt ríkisfang fyrir hann þegar hann var ungur. Í færslunni á Facebook síðu Fram er greint frá því að Þorsteinn Gauti hafi komið þeim skilaboðum áleiðis út til Finnlands að hann væri til í að skoða möguleikann á því að spila fyrir landsliðið. Þá fór boltinn að rúlla. „Ég fékk boð að mæta til æfinga í janúar og taka þátt í æfingamóti í Lettlandi fyrstu helgina í janúar. Ég reikna með að ég og þeir taki stöðuna eftir mótið og skoði framhaldið,“ segir Þorsteinn Gauti í viðtalinu sem birtist á Facebook síðu Framara. Hann segist ekki þekkja mikið til liðsins eða styrkleika þess. „Hins vegar verður gaman og spennandi að máta sig við þá og aðra í þessu æfingamóti á nýju ári.“ Finnland hefur einu sinni tekið þátt í stórmóti í handknattleik en það var árið 1958. Liðið lék tvo leiki núna í október í undankeppni Evrópumótsins sem fer fram árið 2024. Finnar töpuðu þá 34-24 fyrir Serbíu og 35-22 fyrir Noregi.
Olís-deild karla Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Fleiri fréttir „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Sjá meira