Þorsteinn Gauti valinn í finnska landsliðið Smári Jökull Jónsson skrifar 1. desember 2022 18:01 Þorsteinn Gauti er með tvöfalt ríkisfang í gegnum föðurömmu sína en hún var finnsk. Vísir/Hulda Margrét Framarinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson hefur óvænt verið valinn í finnska landsliðið í handknattleik en þetta var tilkynnt á Facebook síðu Fram í dag. Þorsteinn Gauti er uppalinn Framari sem lék með Aftureldingu um skeið en gekk til liðs við Framara á ný í fyrrasumar. Fréttin um valið á Þorsteini Gauta í finnska landsliðið hefur eflaust komið mörgum á óvart enda líklega flestir ekki haft hugmynd um finnskar rætur hans. Föðuramma Þorsteins Gauta var hins vegar finnsk og þess vegna var hægt að sækja um tvöfalt ríkisfang fyrir hann þegar hann var ungur. Í færslunni á Facebook síðu Fram er greint frá því að Þorsteinn Gauti hafi komið þeim skilaboðum áleiðis út til Finnlands að hann væri til í að skoða möguleikann á því að spila fyrir landsliðið. Þá fór boltinn að rúlla. „Ég fékk boð að mæta til æfinga í janúar og taka þátt í æfingamóti í Lettlandi fyrstu helgina í janúar. Ég reikna með að ég og þeir taki stöðuna eftir mótið og skoði framhaldið,“ segir Þorsteinn Gauti í viðtalinu sem birtist á Facebook síðu Framara. Hann segist ekki þekkja mikið til liðsins eða styrkleika þess. „Hins vegar verður gaman og spennandi að máta sig við þá og aðra í þessu æfingamóti á nýju ári.“ Finnland hefur einu sinni tekið þátt í stórmóti í handknattleik en það var árið 1958. Liðið lék tvo leiki núna í október í undankeppni Evrópumótsins sem fer fram árið 2024. Finnar töpuðu þá 34-24 fyrir Serbíu og 35-22 fyrir Noregi. Olís-deild karla Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Þorsteinn Gauti er uppalinn Framari sem lék með Aftureldingu um skeið en gekk til liðs við Framara á ný í fyrrasumar. Fréttin um valið á Þorsteini Gauta í finnska landsliðið hefur eflaust komið mörgum á óvart enda líklega flestir ekki haft hugmynd um finnskar rætur hans. Föðuramma Þorsteins Gauta var hins vegar finnsk og þess vegna var hægt að sækja um tvöfalt ríkisfang fyrir hann þegar hann var ungur. Í færslunni á Facebook síðu Fram er greint frá því að Þorsteinn Gauti hafi komið þeim skilaboðum áleiðis út til Finnlands að hann væri til í að skoða möguleikann á því að spila fyrir landsliðið. Þá fór boltinn að rúlla. „Ég fékk boð að mæta til æfinga í janúar og taka þátt í æfingamóti í Lettlandi fyrstu helgina í janúar. Ég reikna með að ég og þeir taki stöðuna eftir mótið og skoði framhaldið,“ segir Þorsteinn Gauti í viðtalinu sem birtist á Facebook síðu Framara. Hann segist ekki þekkja mikið til liðsins eða styrkleika þess. „Hins vegar verður gaman og spennandi að máta sig við þá og aðra í þessu æfingamóti á nýju ári.“ Finnland hefur einu sinni tekið þátt í stórmóti í handknattleik en það var árið 1958. Liðið lék tvo leiki núna í október í undankeppni Evrópumótsins sem fer fram árið 2024. Finnar töpuðu þá 34-24 fyrir Serbíu og 35-22 fyrir Noregi.
Olís-deild karla Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira