Voru Þjóðverjar rændir sæti í 16-liða úrslitum? Smári Jökull Jónsson skrifar 1. desember 2022 23:31 Spurningin er hvort boltinn hafi verið farinn útaf vellinum. Vísir/Getty Dramatíkin í E-riðli heimsmeistaramótsins var mikil í kvöld. Þjóðverjar féllu úr leik þrátt fyrir sigur á Kosta Ríka þar sem Japanir lögðu Spánverja á sama tíma og tryggðu sér efsta sæti riðilsins. Mikil umræða fer nú fram um hvort sigurmark Japana hafi verið löglegt. Fyrir leikina í kvöld þurftu Þjóðverjar að vinna sinn leik og treysta á annaðhvort sigur Spánverja gegn Japan eða jafntefli og þá að þeir myndu sjálfir vinna nógu stóran sigur að þær færu uppfyrir Japan á markatölu. Lengi vel leit út fyrir að Þjóðverjar myndu ekki fara með sigur af hólmi gegn Kosta Ríka. Þeir komust reyndar yfir í upphafi leiks en í síðari hálfleik skoraði Kosta Ríka tvö mörk og náði forystunni. Þjóðverjar svöruðu hins vegar með þremur mörkum og unnu að lokum 4-2 sigur. Sá sigur hefði dugað þeim til að fara upp úr riðlinum ef Spánverjar hefðu jafnað gegn Japan. Lokatölur þar urðu hins vegar 2-1 fyrir Japan sem tryggðu sér þar með óvænt efsta sætið í E-riðli og skildu Þjóðverja eftir í sárum. Eftir leikina í kvöld hefur mikil umræða skapast um sigurmark Japan. Mikill vafi leikur á því hvort boltinn hafi verið farinn út af áður en hann barst fyrir markið þar sem Ao Tanaka kom honum yfir marklínuna. VAR dómarar leiksins skoðuðu atvikið lengi og komust loks að þeirri niðurstöðu að markið skyldi standa þrátt fyrir að fyrstu myndir hafi bent til þess að boltinn hafi verið farinn útaf. Í frétt Skysports um málið má sjá nokkrar myndir af atvikinu. Á einni þeirra virðist sem boltinn sé kominn útaf en á öðrum virðist hann vera inni á vellinum. Ljóst er að afskaplega litlu munar. Á þessari mynd AP sést vel hversu litlu munar.Vísir/AP Þetta er annað heimsmeistaramótið í röð þar sem Þjóðverjar komast ekki upp úr riðlinum. Fyrir fjórum árum lentu þeir í neðsta sæti síns riðils á eftir Svíum, Mexíkó og Suður Kóreu. Þýska blaðið Bild var ekkert að skafa af hlutunum eftir leikinn í kvöld. „Eftir Rússland 2018 héldum við að þetta gæti ekki orðið verra. Í dag vitum við að þetta gat orðið verra.“ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Þjóðverjar á leið heim þrátt fyrir sigur gegn Kosta Ríka Þýskaland er úr leik á heimsmeistaramótinu í Katar þrátt fyrir sigur á Kosta Ríka í frábærum leik í kvöld. Þjóðverjar gerðu sitt en þar sem Spánn tapaði á sama tíma fyrir Japan þá falla Þjóðverjar úr keppni með slakari markatölu en Spánverjar. 1. desember 2022 21:00 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Sjá meira
Fyrir leikina í kvöld þurftu Þjóðverjar að vinna sinn leik og treysta á annaðhvort sigur Spánverja gegn Japan eða jafntefli og þá að þeir myndu sjálfir vinna nógu stóran sigur að þær færu uppfyrir Japan á markatölu. Lengi vel leit út fyrir að Þjóðverjar myndu ekki fara með sigur af hólmi gegn Kosta Ríka. Þeir komust reyndar yfir í upphafi leiks en í síðari hálfleik skoraði Kosta Ríka tvö mörk og náði forystunni. Þjóðverjar svöruðu hins vegar með þremur mörkum og unnu að lokum 4-2 sigur. Sá sigur hefði dugað þeim til að fara upp úr riðlinum ef Spánverjar hefðu jafnað gegn Japan. Lokatölur þar urðu hins vegar 2-1 fyrir Japan sem tryggðu sér þar með óvænt efsta sætið í E-riðli og skildu Þjóðverja eftir í sárum. Eftir leikina í kvöld hefur mikil umræða skapast um sigurmark Japan. Mikill vafi leikur á því hvort boltinn hafi verið farinn út af áður en hann barst fyrir markið þar sem Ao Tanaka kom honum yfir marklínuna. VAR dómarar leiksins skoðuðu atvikið lengi og komust loks að þeirri niðurstöðu að markið skyldi standa þrátt fyrir að fyrstu myndir hafi bent til þess að boltinn hafi verið farinn útaf. Í frétt Skysports um málið má sjá nokkrar myndir af atvikinu. Á einni þeirra virðist sem boltinn sé kominn útaf en á öðrum virðist hann vera inni á vellinum. Ljóst er að afskaplega litlu munar. Á þessari mynd AP sést vel hversu litlu munar.Vísir/AP Þetta er annað heimsmeistaramótið í röð þar sem Þjóðverjar komast ekki upp úr riðlinum. Fyrir fjórum árum lentu þeir í neðsta sæti síns riðils á eftir Svíum, Mexíkó og Suður Kóreu. Þýska blaðið Bild var ekkert að skafa af hlutunum eftir leikinn í kvöld. „Eftir Rússland 2018 héldum við að þetta gæti ekki orðið verra. Í dag vitum við að þetta gat orðið verra.“
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Þjóðverjar á leið heim þrátt fyrir sigur gegn Kosta Ríka Þýskaland er úr leik á heimsmeistaramótinu í Katar þrátt fyrir sigur á Kosta Ríka í frábærum leik í kvöld. Þjóðverjar gerðu sitt en þar sem Spánn tapaði á sama tíma fyrir Japan þá falla Þjóðverjar úr keppni með slakari markatölu en Spánverjar. 1. desember 2022 21:00 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Sjá meira
Þjóðverjar á leið heim þrátt fyrir sigur gegn Kosta Ríka Þýskaland er úr leik á heimsmeistaramótinu í Katar þrátt fyrir sigur á Kosta Ríka í frábærum leik í kvöld. Þjóðverjar gerðu sitt en þar sem Spánn tapaði á sama tíma fyrir Japan þá falla Þjóðverjar úr keppni með slakari markatölu en Spánverjar. 1. desember 2022 21:00