Rekstarniðurstaða A-hluta neikvæð um 11,1 milljarð króna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2022 08:45 Heildareignir samstæðunnar námu í lok september 834 milljörðum króna en heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 437 milljarðar Eigið fé var 396 milljarðar en þar af var hlutdeild meðeigenda 14 milljarðar. Vísir/Ragnar Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar, sem er að hluta eða öllu leyti fjármagnaður með skatttekjum, var neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Samkvæmt áætlunum var ráðgert að hún yrði neikvæð um 1,6 milljarð. Þetta kemur fram í árshlutareikning borgarinnar fyrir tímabilið janúar - september 2022, sem afgreiddur var á fundi borgarráðs í gær. Tekjur A-hluta voru 344 milljónum krónum undir áætlun en rekstrarútgjöld voru 4,3 milljörðum yfir fjárheimildum. Þá voru nettó fjármagnsgjöld 4,9 milljörðum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Samanlögð rekstarniðustaða A-hlut og B-hluta, sem nær yfir fyrirtæki í eigu borgarinnar, var jákvæð um 6,7 milljarða króna. Það er 758 milljónum meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta má einkum þakka matsbreytingum fjárfestingaeigna hjá Félagsbústöðum, sem námu 20,5 milljörðum eða 16 milljörðum meira en áætlanir sögðu til um. Verðbólga á tímabilinu var 7,8 prósent, sem hafði veruleg áhrif á fjármagnsgjöld, en þau voru 12,1 milljarði hærri en áætlað var. Í tilkynningu Reykjavíkurborgar segir að margt hafi sett svip sinn á uppgjörið. „Ýmislegt setur svip sinn á uppgjör borgarinnar. Bylgja nýs afbrigðis af COVID-19 í upphafi árs fól í sér tímabundið álag á rekstur, einkum á sviðum skóla og velferðar. Stríð í Úkraínu, auk kórónuveirunnar, hefur leitt til skorts á hrávöru og hægt á framleiðslulínum með miklum áhrifum á heimsmarkað og aukinni verðbólgu í okkar helstu viðskiptalöndum. Þá hefur Seðlabankinn, vegna hækkana á húsnæðismarkaði, hárrar verðbólgu og þenslu innanlands, verið í hækkunarferli stýrivaxta og allt hefur þetta áhrif.“ Þá segir að Reykjavíkurborg hafi brugðist við erfiðri stöðu með samdrætti í fjárfestingum en gert er ráð fyrir að þær verði 25 milljarðar króna í stað fyrirhugaðra 32,4 milljarða í árslok. „Ný fjárhagsáætlun fyrir árið 2023- 2027 gerir jafnframt ráð fyrir samdrætti í fjárfestingum miðað við fyrri áætlanir ásamt hagræðingaraðgerðum. Þá hefur fjármálastefna borgarinnar verið endurskoðuð með hliðsjón af fjárhagslegri stöðu og efnahagslegu ytra umhverfi samhliða framlagningu fjárhagsáætlunar 2023- 2027. Samþykkt hafa verið lög frá Alþingi sem miða að því að gera sveitarfélögum kleift að takast á við vanda kórónaveirunnar til skemmri og millilangs tíma með tilslökun í fjármálareglum sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 fram til ársins 2025, sbr. lög nr. 22/2021.“ Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Samkvæmt áætlunum var ráðgert að hún yrði neikvæð um 1,6 milljarð. Þetta kemur fram í árshlutareikning borgarinnar fyrir tímabilið janúar - september 2022, sem afgreiddur var á fundi borgarráðs í gær. Tekjur A-hluta voru 344 milljónum krónum undir áætlun en rekstrarútgjöld voru 4,3 milljörðum yfir fjárheimildum. Þá voru nettó fjármagnsgjöld 4,9 milljörðum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Samanlögð rekstarniðustaða A-hlut og B-hluta, sem nær yfir fyrirtæki í eigu borgarinnar, var jákvæð um 6,7 milljarða króna. Það er 758 milljónum meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta má einkum þakka matsbreytingum fjárfestingaeigna hjá Félagsbústöðum, sem námu 20,5 milljörðum eða 16 milljörðum meira en áætlanir sögðu til um. Verðbólga á tímabilinu var 7,8 prósent, sem hafði veruleg áhrif á fjármagnsgjöld, en þau voru 12,1 milljarði hærri en áætlað var. Í tilkynningu Reykjavíkurborgar segir að margt hafi sett svip sinn á uppgjörið. „Ýmislegt setur svip sinn á uppgjör borgarinnar. Bylgja nýs afbrigðis af COVID-19 í upphafi árs fól í sér tímabundið álag á rekstur, einkum á sviðum skóla og velferðar. Stríð í Úkraínu, auk kórónuveirunnar, hefur leitt til skorts á hrávöru og hægt á framleiðslulínum með miklum áhrifum á heimsmarkað og aukinni verðbólgu í okkar helstu viðskiptalöndum. Þá hefur Seðlabankinn, vegna hækkana á húsnæðismarkaði, hárrar verðbólgu og þenslu innanlands, verið í hækkunarferli stýrivaxta og allt hefur þetta áhrif.“ Þá segir að Reykjavíkurborg hafi brugðist við erfiðri stöðu með samdrætti í fjárfestingum en gert er ráð fyrir að þær verði 25 milljarðar króna í stað fyrirhugaðra 32,4 milljarða í árslok. „Ný fjárhagsáætlun fyrir árið 2023- 2027 gerir jafnframt ráð fyrir samdrætti í fjárfestingum miðað við fyrri áætlanir ásamt hagræðingaraðgerðum. Þá hefur fjármálastefna borgarinnar verið endurskoðuð með hliðsjón af fjárhagslegri stöðu og efnahagslegu ytra umhverfi samhliða framlagningu fjárhagsáætlunar 2023- 2027. Samþykkt hafa verið lög frá Alþingi sem miða að því að gera sveitarfélögum kleift að takast á við vanda kórónaveirunnar til skemmri og millilangs tíma með tilslökun í fjármálareglum sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 fram til ársins 2025, sbr. lög nr. 22/2021.“
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira