Innherji

Dýr erlend fjármögnun „áhyggjuefni“ og gæti þýtt verri lánakjör fyrir fyrirtæki

Hörður Ægisson skrifar
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir ástæðurnar fyrir ört hækkandi lánakjörum á erlendum mörkuðum meðal annars felast í því að íslensku bankarnir eru litlir og skuldabréfaútgáfurnar þeirra því eðli málsins samkvæmt litlar.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir ástæðurnar fyrir ört hækkandi lánakjörum á erlendum mörkuðum meðal annars felast í því að íslensku bankarnir eru litlir og skuldabréfaútgáfurnar þeirra því eðli málsins samkvæmt litlar.

Það er „áhyggjuefni“ hvað fjármögnun bankanna á erlendum mörkuðum er orðin dýr og ef sú staða snýr ekki við á næstunni mun það að óbreyttu skila sér í versnandi lánakjörum fyrir íslenskt atvinnulíf, að sögn seðlabankastjóra. Hann segist ekki geta tjáð sig um umfangsmikil gjaldeyriskaup Landsbankans á millibankamarkaði á síðustu mánuðum og hvort þau kunni að tengjast stórri afborgun bankans á erlendu láni sem er á gjalddaga á fyrri helmingi næsta árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×