Ómetanlegir styrkir fyrir íslenskar hljómsveitir í útrás Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. desember 2022 14:01 Hljómsveitin VÖK. Aðsend Alls sótti íslenskt tónlistarfólk um 22.8 milljónir í Útflutningssjóð íslenskrar tónlistar bara í nóvember, en það er hærri upphæð en stærð sjóðsins hefur verið árlega fram að þessu. Alls hefur verið sótt um 145 milljónir á árinu, og enn er ein úthlutun eftir. Árið 2022 voru veittar 40 milljónir aukalega inn í Útflutningssjóð íslenskrar tónlistar sem viðspyrnuaðgerð ráðuneytisins við COVID-19 heimsfaraldrinum, til viðbótar við þær 20 milljónir sem sjóðurinn hefur úthlutað árlega frá stofnun sjóðsins árið 2013. „Eftirspurnin hefur svo sannarlega ekki staðið á sér, en nú bara í nóvember sótti íslenskt tónlistarfólk alls um 20.8 milljónir og fór stærsta úthlutun sjóðsins til þessa fram, en alls voru veittar 9,9 milljónir í ferða- og markaðsstyrki auk nýs styrks sem kynntur var fyrr á árinu til framleiðslu á kynningarefni,“ segir í tilkynningu frá ÚTÓN. Ómetanlegur hljómsveitum Ferðastyrkir Útflutningssjóðs eru afgreiddir mánaðarlega. Í ár voru styrkirnir hækkaðir til að koma til móts við aukinn ferðakostnað úr 50.000 krónur á einstakling upp í 75.000 krónur fyrir ferðir innan Evrópu og 100.000 krónur utan Evrópu. Ein úthlutun er enn eftir í Desember, en fram að því hefur verið sótt um um 29.350.000 krónur og alls veittar 16.841.670 krónur. „Styrkir Útflutningssjóðs eru ómetanlegir í að gefa hljómsveitum á borð við Vök þann þarfa stuðning sem er oft nauðsynlegur í þessu harki sem getur fylgt því að vera íslensk hljómsveit í útrás. Við erum afskaplega þakklát fyrir stuðninginn sem við höfum hlotið á árinu,“ segir Einar Stef meðlimur hljómsveitarinnar VÖK. ÚTÓN heldur utan um tónleikaferðalög á síðunni icelandmusic.is/LIVE í gegnum sama fyrirtæki og rekur Gjugg appið, Mobilitus. Samkvæmt gögnum frá þeim spilaðu 95 íelsnsk tónlistaratriði alls 1.186 tónleika erlendis árið 2012, og hafa um 30 prósent af þeim fengið styrk úr Útflutningssjóð. „Styrkirnir dreifast vel yfir nýgræðinga og þekktari útflutningsverkefni, sem og eftir mismunandi tónlistarstefnum en tónskáld, jazzflytjendur og fagaðilar úr bransanum fá styrki til að sinna sínum verkefnum erlendis eins og þekktari flytjendur,“ segir í tilkynningunni. „Umsóknir um markaðsstyrk eru yfirleitt afgreiddar ársfjóðungslega en í ár var bætt við tveimur auka-úthlutunum og voru stórar úthlutanir í maí, ágúst, og september en í hvert sinn var úthlutað á bilinu 5-6 milljónum samtals með ferðastyrkjum. Nóvember sló þó öll met með úthlutun upp á 9,9 milljónir samtals, en það skiptist í 1,65 milljónir í ferðastyrk og 8,25 í sameiginlega markaðs- og kynningarstyrki.“ Til auki við hefðbundinn markaðsstyrk var bætt við nýjum styrk, sérstaklega til framleiðslu á kynningarefni. „Markmiðið er að koma til móts við vaxandi ákall úr grasrótinni, því hvergi í kerfinu hefur verið hægt að sækja um styrki til framleiðslu á kynningarefni sérstaklega og hefur eftirspurning ekki staðið á sér. Yfir 44 umsóknir um styrk til framleiðslu á kynningarefni bárust. Sótt var um 16.402.000 kr. og 9.600.000 kr. voru veittar.“ „Þegar kemur að þvì að halda uppi beint-frá-býli tònlistarbùskap og framkvæmd nýrra hugmynda, þá skiptir öllu máli að það sé gert ráð fyrir þvì ì hagkerfinu okkar að styrkja slìka frumkvöðlastarfsemi. Þvì hùn getur þá starfað sjálfstætt af krafti, òháð fyrirtækjum. Það hefur allt að segja um heilindi þeirra menningarverðmæta sem þannig skapast að þau fái að verða til ùt frá uppsprettu sem er tær og òfilteruð af þvì að þjòna viðmiðum þeirra maskìna sem gera ùt á gròða af tònlist. Þess vegna er ég þakklát fyrir afl eins og Útflutningssjóð sem hefur gert mér kleift að markaðssetja tònlistina mìna án þess að ég þurfi til dæmis að gefa eftir verðmæti á borð við höfundarétt sem fyrir okkur tònlistarfòlk er òmetanleg tekjulind,“ segir tónlistarkonan Kristín Björk Kristjánsdóttir, einnig þekkt sem kirakira. Þessi nýi styrkur helst samt í hendur við markaðsstyrk Útflutningssjóðs en sé sótt um hinn nýja styrk þarf að fylgja umsókn til markaðsstyrks líka til að gera grein fyrir útflutningsmarkmiðum tónlistarverkefnisins. Yfir 70 umsóknir um markaðsstyrki bárust. Sótt var um 73.500.000 krónur og 21.500.000 krónur voru veittar. „Góð markaðssetning er lykilatriði í velgengni tónlistarfólks erlendis og má sjá á þessum tölum að íslenskt tónlistarfólk skilur vel að það þarf að fjármagna sérstaklega þá vinnu sem fer í að fanga athygli alþjóðlegra hlustanda og markaðssetja verkefni sín á markvissan hátt. Til að undirbúa tónlistarfólk í þessa vinnu, auk hins nýja styrks, uppfærði ÚTÓN líka vef sinn fyrr á árinu með ítarlegum leiðbeiningum og fræðslu um hvernig er best að nálgast fjármögnun og markaðssetningu á tónlistarverkefnum erlendis. Mjög mikilvægt markmið ÚTÓN og stjórnar Útflutningssjóðs var að slaka ekki á kröfum um gæði umsókna og var boðið upp á bæði fræðsluviðburði og ráðgjöf fyrir umsækjendur með skýr útflutningsmarkmið sem margir nýttu sér og er mikill munur á gæðum umsókna frá byrjun árs og nú í nóvember.“ Þau sem hafa fengið úthlutað markaðsstyrk á árinu 2022 eru: Atli Örvarsson, BSÍ, Barokkbandið Brák, Benni Hemm Hemm, Brek, Guðmundur Steinn, HATARI, Hafdís Huld, Hugi Guðmunsson, Ingi Bjarni Kvintett, Inki, JFDR, kirakira, Klemens Hannigan, Kristín Anna Valtýsdóttir, Kristin Sesselja, Kælan Mikla, Laufey, LÓN, MSEA, neonme, Sin Fang, Sounds of Fischer, Sycamore Tree, Systur, Tríó Sunnu Gunnlaugs, Ultraflex, Umbra, Viktor Orri & Álheiður Erla, Vévaki og Þorleifur Gaukur Davíðsson. Dagur íslenskrar tónlistar Tónlist Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Árið 2022 voru veittar 40 milljónir aukalega inn í Útflutningssjóð íslenskrar tónlistar sem viðspyrnuaðgerð ráðuneytisins við COVID-19 heimsfaraldrinum, til viðbótar við þær 20 milljónir sem sjóðurinn hefur úthlutað árlega frá stofnun sjóðsins árið 2013. „Eftirspurnin hefur svo sannarlega ekki staðið á sér, en nú bara í nóvember sótti íslenskt tónlistarfólk alls um 20.8 milljónir og fór stærsta úthlutun sjóðsins til þessa fram, en alls voru veittar 9,9 milljónir í ferða- og markaðsstyrki auk nýs styrks sem kynntur var fyrr á árinu til framleiðslu á kynningarefni,“ segir í tilkynningu frá ÚTÓN. Ómetanlegur hljómsveitum Ferðastyrkir Útflutningssjóðs eru afgreiddir mánaðarlega. Í ár voru styrkirnir hækkaðir til að koma til móts við aukinn ferðakostnað úr 50.000 krónur á einstakling upp í 75.000 krónur fyrir ferðir innan Evrópu og 100.000 krónur utan Evrópu. Ein úthlutun er enn eftir í Desember, en fram að því hefur verið sótt um um 29.350.000 krónur og alls veittar 16.841.670 krónur. „Styrkir Útflutningssjóðs eru ómetanlegir í að gefa hljómsveitum á borð við Vök þann þarfa stuðning sem er oft nauðsynlegur í þessu harki sem getur fylgt því að vera íslensk hljómsveit í útrás. Við erum afskaplega þakklát fyrir stuðninginn sem við höfum hlotið á árinu,“ segir Einar Stef meðlimur hljómsveitarinnar VÖK. ÚTÓN heldur utan um tónleikaferðalög á síðunni icelandmusic.is/LIVE í gegnum sama fyrirtæki og rekur Gjugg appið, Mobilitus. Samkvæmt gögnum frá þeim spilaðu 95 íelsnsk tónlistaratriði alls 1.186 tónleika erlendis árið 2012, og hafa um 30 prósent af þeim fengið styrk úr Útflutningssjóð. „Styrkirnir dreifast vel yfir nýgræðinga og þekktari útflutningsverkefni, sem og eftir mismunandi tónlistarstefnum en tónskáld, jazzflytjendur og fagaðilar úr bransanum fá styrki til að sinna sínum verkefnum erlendis eins og þekktari flytjendur,“ segir í tilkynningunni. „Umsóknir um markaðsstyrk eru yfirleitt afgreiddar ársfjóðungslega en í ár var bætt við tveimur auka-úthlutunum og voru stórar úthlutanir í maí, ágúst, og september en í hvert sinn var úthlutað á bilinu 5-6 milljónum samtals með ferðastyrkjum. Nóvember sló þó öll met með úthlutun upp á 9,9 milljónir samtals, en það skiptist í 1,65 milljónir í ferðastyrk og 8,25 í sameiginlega markaðs- og kynningarstyrki.“ Til auki við hefðbundinn markaðsstyrk var bætt við nýjum styrk, sérstaklega til framleiðslu á kynningarefni. „Markmiðið er að koma til móts við vaxandi ákall úr grasrótinni, því hvergi í kerfinu hefur verið hægt að sækja um styrki til framleiðslu á kynningarefni sérstaklega og hefur eftirspurning ekki staðið á sér. Yfir 44 umsóknir um styrk til framleiðslu á kynningarefni bárust. Sótt var um 16.402.000 kr. og 9.600.000 kr. voru veittar.“ „Þegar kemur að þvì að halda uppi beint-frá-býli tònlistarbùskap og framkvæmd nýrra hugmynda, þá skiptir öllu máli að það sé gert ráð fyrir þvì ì hagkerfinu okkar að styrkja slìka frumkvöðlastarfsemi. Þvì hùn getur þá starfað sjálfstætt af krafti, òháð fyrirtækjum. Það hefur allt að segja um heilindi þeirra menningarverðmæta sem þannig skapast að þau fái að verða til ùt frá uppsprettu sem er tær og òfilteruð af þvì að þjòna viðmiðum þeirra maskìna sem gera ùt á gròða af tònlist. Þess vegna er ég þakklát fyrir afl eins og Útflutningssjóð sem hefur gert mér kleift að markaðssetja tònlistina mìna án þess að ég þurfi til dæmis að gefa eftir verðmæti á borð við höfundarétt sem fyrir okkur tònlistarfòlk er òmetanleg tekjulind,“ segir tónlistarkonan Kristín Björk Kristjánsdóttir, einnig þekkt sem kirakira. Þessi nýi styrkur helst samt í hendur við markaðsstyrk Útflutningssjóðs en sé sótt um hinn nýja styrk þarf að fylgja umsókn til markaðsstyrks líka til að gera grein fyrir útflutningsmarkmiðum tónlistarverkefnisins. Yfir 70 umsóknir um markaðsstyrki bárust. Sótt var um 73.500.000 krónur og 21.500.000 krónur voru veittar. „Góð markaðssetning er lykilatriði í velgengni tónlistarfólks erlendis og má sjá á þessum tölum að íslenskt tónlistarfólk skilur vel að það þarf að fjármagna sérstaklega þá vinnu sem fer í að fanga athygli alþjóðlegra hlustanda og markaðssetja verkefni sín á markvissan hátt. Til að undirbúa tónlistarfólk í þessa vinnu, auk hins nýja styrks, uppfærði ÚTÓN líka vef sinn fyrr á árinu með ítarlegum leiðbeiningum og fræðslu um hvernig er best að nálgast fjármögnun og markaðssetningu á tónlistarverkefnum erlendis. Mjög mikilvægt markmið ÚTÓN og stjórnar Útflutningssjóðs var að slaka ekki á kröfum um gæði umsókna og var boðið upp á bæði fræðsluviðburði og ráðgjöf fyrir umsækjendur með skýr útflutningsmarkmið sem margir nýttu sér og er mikill munur á gæðum umsókna frá byrjun árs og nú í nóvember.“ Þau sem hafa fengið úthlutað markaðsstyrk á árinu 2022 eru: Atli Örvarsson, BSÍ, Barokkbandið Brák, Benni Hemm Hemm, Brek, Guðmundur Steinn, HATARI, Hafdís Huld, Hugi Guðmunsson, Ingi Bjarni Kvintett, Inki, JFDR, kirakira, Klemens Hannigan, Kristín Anna Valtýsdóttir, Kristin Sesselja, Kælan Mikla, Laufey, LÓN, MSEA, neonme, Sin Fang, Sounds of Fischer, Sycamore Tree, Systur, Tríó Sunnu Gunnlaugs, Ultraflex, Umbra, Viktor Orri & Álheiður Erla, Vévaki og Þorleifur Gaukur Davíðsson.
Dagur íslenskrar tónlistar Tónlist Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira