„Lítið gert til að skera niður í fínum móttökum í Höfða og ráðhúsinu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. desember 2022 19:01 Reykjavíkurborg er í ákveðnum rekstrarvanda. vísir/vilhelm Með hagræðingaaðgerðum Reykjavíkurborgar vegna 11,1 milljarða króna er kroppað í hér og þar, en þær eru máttlausar og huglausar að sögn oddvita Sjálfstæðisflokksins. Í stað þess að skerða leikskólaþjónustu hefði að hennar mati heldur átt að minnka yfirbygginguna. Reykjavíkurborg hefur boðað 92 hagræðingaaðgerðir sem alls eiga að skila borginni á annan milljarð. Til dæmis á að lækka fundarkostnað borgarstjórnar, þó ekki sé tekið fram hvernig eigi að ná fram þeim sparnaði. Spara á tíu milljónir með frestun á ráðningu í laus stöðugildi á skrifstofu borgarstjórnar og borgarritara. Fimmtán milljónir koma í kassann vegna stækkunar á gjaldsvæði Bílastæðasjóðs og þá er útlit fyrir að þeir unglingar Vinnuskólans í sumar þurfi að eyða meiri tíma í beðum borgarinnar en undanfarin ár. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni fagnar hagræðingu en finnst ekki nóg gert. „Þau hafa kynnt fjölmargar tillögur sem samanlagt munu skila hagræðingu upp á rétt rúman milljarð. Þetta er svolítið magn umfram gæði finnst mér. Mér finnst kroppað í hér og þar, máttlaust og huglaust. Ég hefði viljað sjá djarfari og stærri aðgerðir í þessu árferði,“ sagði Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ákveðin skekkja sé í hagræðingum. „En við sjáum til að mynda að ein af umfangsmestu aðgerðunum er að skera niður mat til leikskólabarna um hundrað milljónir en það er lítið gert til að skera niður í fínum móttökum í Höfða og í ráðhúsinu þannig það er ákveðin skekkja í þessu. Ráðist beint í að skerða þjónustu við fólkið í borginni í stað þess að ráðast á yfirbygginguna og rekstrarvandann í þessari stjórnsýslu.“ Hildur vill mun frekar ráðast í eignasölu og minnka yfirbygginguna. Starfsmönnum borgarinnar hafi fjölgað um 25 prósent á síðustu fimm árum. „Það er til að mynda hérna í miðlægri stjórnsýslu rekin upplýsingadeild sem kostar um 85 milljónir árlega og við munum leggja til niðurskurð á henni. Við sjáum líka að á sama tíma og leikskólum er gert að halda að sér höndum í mannaráðningum þá er mest starfsmannafjölgun á næsta ári í miðlægri stjórnsýslu. Það er hérna í ráðhúsinu, skrifstofum í ráðhúsinu. Þar er þrettán prósent fjölgun.“ Leikskólastjórar í Reykjavík segja að 400 milljónir vanti inn í rekstur leikskólanna. Þetta kemur fram í bréfi til skóla og frístundasviðs þar sem hlutfall fjárframlags borgarinnar til sviðsins er gagnrýnt en einn tíundi af þeirri fjárhæð sem renna á til leikskóla fari til skóla- og frístundasviðs. „Við sjáum að það er ekki gerð krafa um að fækka starfsfólki á sviðinu en á sama tíma hafa allir leikskólastjórar fengið bréf um að halda að sér höndum í mannaráðningum. Það hafa komið fréttir og fréttatilkynningar frá skóla- og frístundasviði um að leikskólar séu yfirmannaðir. Manni finnst þetta bara dónalegt sem foreldri barna og allir foreldrar, ömmur og afar sem vita að þeir eru ekki yfirmannaðir.“ Borgarstjórn Reykjavík Leikskólar Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur boðað 92 hagræðingaaðgerðir sem alls eiga að skila borginni á annan milljarð. Til dæmis á að lækka fundarkostnað borgarstjórnar, þó ekki sé tekið fram hvernig eigi að ná fram þeim sparnaði. Spara á tíu milljónir með frestun á ráðningu í laus stöðugildi á skrifstofu borgarstjórnar og borgarritara. Fimmtán milljónir koma í kassann vegna stækkunar á gjaldsvæði Bílastæðasjóðs og þá er útlit fyrir að þeir unglingar Vinnuskólans í sumar þurfi að eyða meiri tíma í beðum borgarinnar en undanfarin ár. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni fagnar hagræðingu en finnst ekki nóg gert. „Þau hafa kynnt fjölmargar tillögur sem samanlagt munu skila hagræðingu upp á rétt rúman milljarð. Þetta er svolítið magn umfram gæði finnst mér. Mér finnst kroppað í hér og þar, máttlaust og huglaust. Ég hefði viljað sjá djarfari og stærri aðgerðir í þessu árferði,“ sagði Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ákveðin skekkja sé í hagræðingum. „En við sjáum til að mynda að ein af umfangsmestu aðgerðunum er að skera niður mat til leikskólabarna um hundrað milljónir en það er lítið gert til að skera niður í fínum móttökum í Höfða og í ráðhúsinu þannig það er ákveðin skekkja í þessu. Ráðist beint í að skerða þjónustu við fólkið í borginni í stað þess að ráðast á yfirbygginguna og rekstrarvandann í þessari stjórnsýslu.“ Hildur vill mun frekar ráðast í eignasölu og minnka yfirbygginguna. Starfsmönnum borgarinnar hafi fjölgað um 25 prósent á síðustu fimm árum. „Það er til að mynda hérna í miðlægri stjórnsýslu rekin upplýsingadeild sem kostar um 85 milljónir árlega og við munum leggja til niðurskurð á henni. Við sjáum líka að á sama tíma og leikskólum er gert að halda að sér höndum í mannaráðningum þá er mest starfsmannafjölgun á næsta ári í miðlægri stjórnsýslu. Það er hérna í ráðhúsinu, skrifstofum í ráðhúsinu. Þar er þrettán prósent fjölgun.“ Leikskólastjórar í Reykjavík segja að 400 milljónir vanti inn í rekstur leikskólanna. Þetta kemur fram í bréfi til skóla og frístundasviðs þar sem hlutfall fjárframlags borgarinnar til sviðsins er gagnrýnt en einn tíundi af þeirri fjárhæð sem renna á til leikskóla fari til skóla- og frístundasviðs. „Við sjáum að það er ekki gerð krafa um að fækka starfsfólki á sviðinu en á sama tíma hafa allir leikskólastjórar fengið bréf um að halda að sér höndum í mannaráðningum. Það hafa komið fréttir og fréttatilkynningar frá skóla- og frístundasviði um að leikskólar séu yfirmannaðir. Manni finnst þetta bara dónalegt sem foreldri barna og allir foreldrar, ömmur og afar sem vita að þeir eru ekki yfirmannaðir.“
Borgarstjórn Reykjavík Leikskólar Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira