Búið sé að ákveða að fundur verði klukkan 14:00 á morgun ásamt samfloti iðn- og tæknifólks en skipulagið nái ekki lengra í bili.
Aðspurður hvernig hljóðið sé í fólki segir Aðalsteinn viðræðurnar vera flóknar.
„Þetta eru erfiðar og flóknar viðræður og ýmislegt í okkar aðstæðum sem að gerir það krefjandi að finna lausnir. Ég er mjög ánægður með þá miklu vinnu sem samninganefndirnar leggja á sig eins og sést á því að við fundum til miðnættis,“ segir Aðalsteinn.