Innlent

Leitin að sjó­manninum hefst aftur í birtingu

Kjartan Kjartansson skrifar
Varðskipið Þór átti að vera á leitarsvæðinu í alla nótt. Myndin er úr safni.
Varðskipið Þór átti að vera á leitarsvæðinu í alla nótt. Myndin er úr safni. Landhelgisgæslan

Dregið var úr umfangi leitar að sjómanni sem féll útbyrðis af fiskiskipi í utanverðum Faxaflóa í nótt. Til stendur að hefja leitina aftur við birtingu í dag.

Leitin að sjómanninum hafði engan árangur áður en henni var að mestu hætt eftir miðnætti í nótt. Í tilkynningu sem Landhelgisgæslan sendi frá sér rétt fyrir klukkan eitt í nótt kom fram að báðar þyrlur hennar og flest skip og bátar væru þá hættir að leita. Varðskipið Þór átti að vera áfram á svæðinu í alla nótt.

Tilkynning um slysið barst Gæslunni um klukkan 17:00 síðdegis í gær. Nærstödd skip voru þá beðin um að aðstoða við leitina og tóku um fimmtán skip og bátar þátt í henni. Aðstæður til leitar voru sagðar góðar í gærkvöldi þrátt fyrir myrkrið.


Tengdar fréttir

Skipverjinn ófundinn: Leitað fram á nótt

Leit að manni sem féll útbyrðis af fiskiskipi um klukkan 17 í dag hefur enn engan árangur borið. Fimmtán skip og bátar ásamt tveimur þyrlum eru við leit eins sem stendur.  Ekki hefur tekin ákvörðun um framhald leitar annað en að áfram verður leitað í kvöld og fram á nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×