Appelsínugulir fánar gegn ofbeldi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. desember 2022 20:05 Jóna Ingvarsdóttir, formaður Soroptimistaklúbbs Suðurlands við fallegan blómvönd frá Espiflöt í Bláskógabyggð en svona blómvendi er verið að selja á meðan átakið stendur yfir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Víða um land má sjá þessa dagana appelsínugula fána blakta við hún á fánastöngum. En það eru ekki allir, sem átta sig á þessum fánum og hver tilgangurinn með þeim er. Fánarnir eru mjög víða, oft við opinberar stofnanir eins og við sjúkrahús, þá sjást þeir við leikskóla, jafnvel við heimili fólks og við Ölfusárbrú á Selfossi eru fánar sitthvoru megin við brúna svo einhverjir staðir séu nefndir. En hver er ástæðan fyrir þessum fánum, jú, þetta er alþjóðlegt átak gegn ofbeldi, árlegt átak sem haldið er um allan heima . Átakið hófst 25. nóvember og lýkur á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna 10. desember. „Við segjum nei við öllu ofbeldi og þetta er „Orange world”, þannig að appelsínugult er þemað. Við erum búnar að fá fána til að setja í öll sveitarfélög á Suðurlandi og við sumar stofnanir og svo er víða verið að lýsa upp í orans litum við stofnanir, bæði kirkjur og ráðhús og víða,” segir Jóna Ingvarsdóttir, formaður Soroptimistaklúbbs Suðurlands, sem stendur meðal annars fyrir átakinu. Jóna segir að átakið snúist jafnt um konur, sem karla, öllu ofbeldi sé mótmælt. „Við erum náttúrulega að reka Sigurhæðir, sem er bara fyrir konur en Sigurhæðir er staður, sem konur geta komið í meðferð þegar þær hafa lent í ofbeldi,” segir Jóna enn fremur. Í tilefni af átakinu er meðal annars verið að selja appelsínugul blóm og svo eru strákarnir í GK bakaríi á Selfossi með í átakinu á skemmtilegan hátt. „Heyrðu við erum að bjóða upp á appelsínu og súkkulaði snúða með marsipan fyllingu og appelsínu. Við verðum með stóru snúðana í sölu í bakaríinu og allur ágóði rennur óskiptur til átaksins og svo geta fyrirtæki og einstaklingar pantað litla snúða hjá okkur, sem eru tilvaldir á kaffiborðið,” segir Guðmundur Helgi Harðarson, bakari hjá GK bakaríi á Selfossi. Eruð þið að fá góðar viðtökur? „Já, já, þetta er búið að fara ágætlega af stað en það má alltaf gera betur,” bætir Kjartan Ásbjörnsson, bakari hjá GK bakaríi á Selfossi við. Bakararnir í GK bakaríi á Selfossi, Kjartan (t.v.) og Guðmundur Helgi með sérstaka snúða, sem þeir baka og selja í tilefni af átakinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Sigurhæða á Selfossi Árborg Mannréttindi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Fánarnir eru mjög víða, oft við opinberar stofnanir eins og við sjúkrahús, þá sjást þeir við leikskóla, jafnvel við heimili fólks og við Ölfusárbrú á Selfossi eru fánar sitthvoru megin við brúna svo einhverjir staðir séu nefndir. En hver er ástæðan fyrir þessum fánum, jú, þetta er alþjóðlegt átak gegn ofbeldi, árlegt átak sem haldið er um allan heima . Átakið hófst 25. nóvember og lýkur á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna 10. desember. „Við segjum nei við öllu ofbeldi og þetta er „Orange world”, þannig að appelsínugult er þemað. Við erum búnar að fá fána til að setja í öll sveitarfélög á Suðurlandi og við sumar stofnanir og svo er víða verið að lýsa upp í orans litum við stofnanir, bæði kirkjur og ráðhús og víða,” segir Jóna Ingvarsdóttir, formaður Soroptimistaklúbbs Suðurlands, sem stendur meðal annars fyrir átakinu. Jóna segir að átakið snúist jafnt um konur, sem karla, öllu ofbeldi sé mótmælt. „Við erum náttúrulega að reka Sigurhæðir, sem er bara fyrir konur en Sigurhæðir er staður, sem konur geta komið í meðferð þegar þær hafa lent í ofbeldi,” segir Jóna enn fremur. Í tilefni af átakinu er meðal annars verið að selja appelsínugul blóm og svo eru strákarnir í GK bakaríi á Selfossi með í átakinu á skemmtilegan hátt. „Heyrðu við erum að bjóða upp á appelsínu og súkkulaði snúða með marsipan fyllingu og appelsínu. Við verðum með stóru snúðana í sölu í bakaríinu og allur ágóði rennur óskiptur til átaksins og svo geta fyrirtæki og einstaklingar pantað litla snúða hjá okkur, sem eru tilvaldir á kaffiborðið,” segir Guðmundur Helgi Harðarson, bakari hjá GK bakaríi á Selfossi. Eruð þið að fá góðar viðtökur? „Já, já, þetta er búið að fara ágætlega af stað en það má alltaf gera betur,” bætir Kjartan Ásbjörnsson, bakari hjá GK bakaríi á Selfossi við. Bakararnir í GK bakaríi á Selfossi, Kjartan (t.v.) og Guðmundur Helgi með sérstaka snúða, sem þeir baka og selja í tilefni af átakinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Sigurhæða á Selfossi
Árborg Mannréttindi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira