Helmingur barnanna á íslenska SOS-foreldra Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. desember 2022 23:28 Þórdís Kolbrún heimsótti SOS-barnaþorpið fyrsta degi vinnuheimsóknar til Malaví. Stjórnarráðið Helmingur barna á barnaheimili í Lilongve, höfuðborg Malaví, á íslenska SOS-foreldra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra heimsótti barnaþorpið í dag. Þórdís Kolbrún heimsótti SOS-barnaþorpið fyrsta degi vinnuheimsóknar til Malaví, elsta samstarfsríkis Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Hope Msosa, aðstoðarframkvæmdastjóri SOS í Malaví tók á móti Þórdísi og upplýsti hana um helstu samtakanna í landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Í tilkynningunni kemur fram að SOS Barnaþorpin séu fjögur í Malaví og að samtökin sjá 433 umkomulausum og yfirgefnum börnum fyrir heimilum í landinu. „Þar af eiga 166 þeirra styrktarforeldra á Íslandi. Hlutfallið er enn hærra í barnaþorpinu í Lilongve, eða 43 börn af 88.“ Helmingur barna á SOS barnaheimilinu í Lilongve, höfuðborg Malaví, á íslenska SOS-foreldra.Stjórnarráðið „Frjáls félagasamtök eru mikilvægir samstarfsaðilar í þróunarsamvinnu og ráðuneytið gerði fyrr á árinu rammasamninga við nokkur þeirra, þar á meðal SOS Barnaþorpin, sem við höfum átt langt og farsælt samstarf við. Það er mjög ánægjulegt að kynnast starfi samtakanna í Malaví og sjá með eigin augum að velferð barnanna er sett í öndvegi. Mér finnst einnig mikið koma til þeirrar nýju áherslu samtakanna að styðja við nærsamfélagið með verkefnum á sviði fjölskyldueflingar,“ er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu í tilkynningunni. Fyrr á þessu ári hófu SOS Barnaþorpin á Íslandi að styðja við sérstakt fjölskyldueflingarverkefni í Malaví. Markmið verkefnisins er að forða börnum frá aðskilnaði við foreldra og styðja fjölskyldur til fjárhagslegs sjálfstæðis. „Stuðningurinn nær til 1500 barna og ungmenna í 400 fjölskyldum sem vegna bágra aðstæðna heima fyrir fá ekki grunnþörfum sínum mætt. Önnur 15 þúsund börn frá 500 heimilum njóta óbeint góðs af verkefninu því hluti þess er að styðja veikbyggða innviði í samfélaginu. Alls eru um ein milljón barna í Malaví sem hafa misst annað foreldri sitt eða báða og þurfa á ríkum stuðningi að halda,“ segir í tilkynningunni. Þórdís Kolbrún mun einnig eiga fund með fulltrúum Rauða krossins í Malaví í vikunni en Rauði krossinn á Íslandi hefur um tveggja áratuga skeið átt í samstarfi við systurfélagið í Malaví. Hjálparstarf Utanríkismál Malaví Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Þórdís Kolbrún heimsótti SOS-barnaþorpið fyrsta degi vinnuheimsóknar til Malaví, elsta samstarfsríkis Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Hope Msosa, aðstoðarframkvæmdastjóri SOS í Malaví tók á móti Þórdísi og upplýsti hana um helstu samtakanna í landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Í tilkynningunni kemur fram að SOS Barnaþorpin séu fjögur í Malaví og að samtökin sjá 433 umkomulausum og yfirgefnum börnum fyrir heimilum í landinu. „Þar af eiga 166 þeirra styrktarforeldra á Íslandi. Hlutfallið er enn hærra í barnaþorpinu í Lilongve, eða 43 börn af 88.“ Helmingur barna á SOS barnaheimilinu í Lilongve, höfuðborg Malaví, á íslenska SOS-foreldra.Stjórnarráðið „Frjáls félagasamtök eru mikilvægir samstarfsaðilar í þróunarsamvinnu og ráðuneytið gerði fyrr á árinu rammasamninga við nokkur þeirra, þar á meðal SOS Barnaþorpin, sem við höfum átt langt og farsælt samstarf við. Það er mjög ánægjulegt að kynnast starfi samtakanna í Malaví og sjá með eigin augum að velferð barnanna er sett í öndvegi. Mér finnst einnig mikið koma til þeirrar nýju áherslu samtakanna að styðja við nærsamfélagið með verkefnum á sviði fjölskyldueflingar,“ er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu í tilkynningunni. Fyrr á þessu ári hófu SOS Barnaþorpin á Íslandi að styðja við sérstakt fjölskyldueflingarverkefni í Malaví. Markmið verkefnisins er að forða börnum frá aðskilnaði við foreldra og styðja fjölskyldur til fjárhagslegs sjálfstæðis. „Stuðningurinn nær til 1500 barna og ungmenna í 400 fjölskyldum sem vegna bágra aðstæðna heima fyrir fá ekki grunnþörfum sínum mætt. Önnur 15 þúsund börn frá 500 heimilum njóta óbeint góðs af verkefninu því hluti þess er að styðja veikbyggða innviði í samfélaginu. Alls eru um ein milljón barna í Malaví sem hafa misst annað foreldri sitt eða báða og þurfa á ríkum stuðningi að halda,“ segir í tilkynningunni. Þórdís Kolbrún mun einnig eiga fund með fulltrúum Rauða krossins í Malaví í vikunni en Rauði krossinn á Íslandi hefur um tveggja áratuga skeið átt í samstarfi við systurfélagið í Malaví.
Hjálparstarf Utanríkismál Malaví Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira