Lífið

Twin Peaks-leikari látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Al Strobel á ráðstefnu 2015.
Al Strobel á ráðstefnu 2015. Getty

Bandaríski leikarinn Al Strobel, sem þekktastur er fyrir að fara með hlutverk hins einhenta Philip Gerrard í þáttunum Twin Peaks, er látinn. Hann varð 83 ára gamall.

Framleiðandinn Sabrina Sutherland, sem vann náið með leikstjóra þáttanna, David Lynch, staðfestir fréttirnar í samtali við bandaríska fjölmiðla.

„Hann var einstök manneskja og verður ávallt hluti af Twin Peaks-fjölskyldunni okkar,“ segir hún í yfirlýsingu, að því er fram kemur í frétt Variety.

Strobel fór einnig með hlutverk Philip Gerrard í myndinni Twin Peaks: Fire Walk With Me, og framhaldsþáttaröðinni Twin Peaks: The Return árið 2017.

Persónan gegndi mikilvægu hlutverki í þáttunum, sérstaklega fyrir alríkislögreglumanninn Dale Cooper.

Stobel missti annan handlegg sinn í bílslysi þegar hann var sautján ára gamall.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.