Samfélagið í Grindavík í sárum og bíður þess að skipverjinn finnist Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. desember 2022 11:38 Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir samfélagið harmi slegið vegna þessa hörmulega atburðar. Vísir/Arnar Samfélagið í Grindavík er í sárum eftir að sjómaður, búsettur í bænum, féll frá borði línuskipsins Sighvats GK-57 í Faxaflóa. Þetta segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Maðurinn féll frá borði síðdegis á laugardag og hefur leit staðið yfir síðan þá. Landhelgisgæslan fer fyrir leitinni, sem heldur áfram í góðu leitarveðri í dag. Maðurinn var búsettur í Grindavík og línubáturinn, Sighvatur, í eigu útgerðarinnar Vísis hf. í Grindavík. „Samfélagið hér er náttúrulega bara í sárum vegna þessa hörmulega atburðar og nú er bara beðið eftir því að allur þessi stóri hópur skipa, báta og þyrlan finni skipverjann,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Bænastund hafi verið haldin í Grindavíkurkirkju í gær sem vel hafi verið mætt í. Atburður sem þessi hafi mikil áhrif á lítið samfélag. „Já, þetta er mjög erfitt og bæði fjölskylda stór og vinir sem þekkjast hér frá ýmsum hliðum. Bæði áhöfn, útgerðin og fjölskylda sjómannsins eiga um mjög sárt að binda. Það er samhugur hjá fólki hérna og samheldni þegar svona hörmulegir atburðir verða hérna hjá okkur,“ segir Fannar. Þeim sem þurfi verði boðin áfallahjálp. „Það er reynt að hjálpa viðkomandi eins og hægt er. Bæði kirkjan og fleiri sem koma að því, eftir því sem þörf er á. Síðan stöndum við bara saman hérna í Grindavík eins og við gerum á erfiðum tímum og reynum að styrkja hvert annað.“ Leit að skipverja á Sighvati GK-57 Grindavík Samgönguslys Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leitarsvæðið á Faxaflóa stækkað í dag Leit að skipverja, sem féll útbyrðis af fiskiskipi á laugardag, heldur áfram í dag. Leitarsvæðið hefur verið stækkað nokkuð en bæði varðskipið Þór, þyrla Landhelgisgæslunnar og leitarskip björgunarsveita munu taka þátt í leitinni. 5. desember 2022 10:50 Sjómaðurinn sem leitað er var skipverji á Sighvati GK-57 í eigu Vísis hf. Sjómaðurinn sem leitað hefur verið að frá því á laugardag féll frá borði Sighvats GK-57, línuskips í eigu Vísis hf. Frá þessu er greint í tilkynningu frá útgerðarfélaginu sem Morgunblaðið hefur undir höndum. 5. desember 2022 08:47 Hefja leit að nýju við birtingu Leitinni að skipverja sem féll útbyrðis síðdegis í gær var frestað á tíunda tímanum í kvöld, en leit hefur ekki borið neinn árangur. Varðskipið Þór verður á svæðinu í nótt og mun áhöfn þess hefja leit aftur í birtingu. 4. desember 2022 22:44 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Maðurinn féll frá borði síðdegis á laugardag og hefur leit staðið yfir síðan þá. Landhelgisgæslan fer fyrir leitinni, sem heldur áfram í góðu leitarveðri í dag. Maðurinn var búsettur í Grindavík og línubáturinn, Sighvatur, í eigu útgerðarinnar Vísis hf. í Grindavík. „Samfélagið hér er náttúrulega bara í sárum vegna þessa hörmulega atburðar og nú er bara beðið eftir því að allur þessi stóri hópur skipa, báta og þyrlan finni skipverjann,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Bænastund hafi verið haldin í Grindavíkurkirkju í gær sem vel hafi verið mætt í. Atburður sem þessi hafi mikil áhrif á lítið samfélag. „Já, þetta er mjög erfitt og bæði fjölskylda stór og vinir sem þekkjast hér frá ýmsum hliðum. Bæði áhöfn, útgerðin og fjölskylda sjómannsins eiga um mjög sárt að binda. Það er samhugur hjá fólki hérna og samheldni þegar svona hörmulegir atburðir verða hérna hjá okkur,“ segir Fannar. Þeim sem þurfi verði boðin áfallahjálp. „Það er reynt að hjálpa viðkomandi eins og hægt er. Bæði kirkjan og fleiri sem koma að því, eftir því sem þörf er á. Síðan stöndum við bara saman hérna í Grindavík eins og við gerum á erfiðum tímum og reynum að styrkja hvert annað.“
Leit að skipverja á Sighvati GK-57 Grindavík Samgönguslys Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leitarsvæðið á Faxaflóa stækkað í dag Leit að skipverja, sem féll útbyrðis af fiskiskipi á laugardag, heldur áfram í dag. Leitarsvæðið hefur verið stækkað nokkuð en bæði varðskipið Þór, þyrla Landhelgisgæslunnar og leitarskip björgunarsveita munu taka þátt í leitinni. 5. desember 2022 10:50 Sjómaðurinn sem leitað er var skipverji á Sighvati GK-57 í eigu Vísis hf. Sjómaðurinn sem leitað hefur verið að frá því á laugardag féll frá borði Sighvats GK-57, línuskips í eigu Vísis hf. Frá þessu er greint í tilkynningu frá útgerðarfélaginu sem Morgunblaðið hefur undir höndum. 5. desember 2022 08:47 Hefja leit að nýju við birtingu Leitinni að skipverja sem féll útbyrðis síðdegis í gær var frestað á tíunda tímanum í kvöld, en leit hefur ekki borið neinn árangur. Varðskipið Þór verður á svæðinu í nótt og mun áhöfn þess hefja leit aftur í birtingu. 4. desember 2022 22:44 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Leitarsvæðið á Faxaflóa stækkað í dag Leit að skipverja, sem féll útbyrðis af fiskiskipi á laugardag, heldur áfram í dag. Leitarsvæðið hefur verið stækkað nokkuð en bæði varðskipið Þór, þyrla Landhelgisgæslunnar og leitarskip björgunarsveita munu taka þátt í leitinni. 5. desember 2022 10:50
Sjómaðurinn sem leitað er var skipverji á Sighvati GK-57 í eigu Vísis hf. Sjómaðurinn sem leitað hefur verið að frá því á laugardag féll frá borði Sighvats GK-57, línuskips í eigu Vísis hf. Frá þessu er greint í tilkynningu frá útgerðarfélaginu sem Morgunblaðið hefur undir höndum. 5. desember 2022 08:47
Hefja leit að nýju við birtingu Leitinni að skipverja sem féll útbyrðis síðdegis í gær var frestað á tíunda tímanum í kvöld, en leit hefur ekki borið neinn árangur. Varðskipið Þór verður á svæðinu í nótt og mun áhöfn þess hefja leit aftur í birtingu. 4. desember 2022 22:44