Lífið

RAX heiðraður á hátíð í Portúgal

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ragnar Axelsson, RAX, er margverðlaunaður ljósmyndari.
Ragnar Axelsson, RAX, er margverðlaunaður ljósmyndari. Vísir/Vilhelm

Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, RAX, var heiðraður í lok Exodus Aveiro hátíðarinnar sem haldin var í Aveiro um helgina. Hann var útnefndur persónuleiki ársins (e. personality of the year).

Um er að ræða árlega alþjóðlega hátíð í bænum Aveiro í Portúgal þar sem ljósmyndun og myndbönd er snerta ferðalög og ævintýri eru í brennidepli.

Fjölmargir gestir hátíðarinnar deildu myndum af erindi RAX á samfélagsmiðlum.

RAX flutti erindi á ráðstefnunni þar sem hann deildi myndum og myndböndum úr eigin safni. RAX hefur myndað lífið á Norðurslóðum í fjörutíu ár og í hópi Íslendinga sem oftast hefur sótt Grænland heim.

Gestir á hátíðinni risu úr sætum og hylltu RAX með dynjandi lófaklappi þegar verðlaunin voru veitt í lok hátíðarinnar.

RAX hefur undanfarin rúm tvö ár farið með lesendur Vísis í ferðalög með sér í þáttunum RAX - Augnablik






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.