Innlent

Framlögin tveir milljarðar króna

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra.
Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm

Heilbrigðisráðherra segir framlög til Sjúkratrygginga Íslands hafa aukist á sama tíma og stofnunin hafi aukist að umfangi. Forstjóri Sjúkratrygginga hefur sagt störfum upp þar sem hann telur sig ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar vegna vanfjármögunar.

María Heimisdóttir hefur síðustu fjögur ár verið forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Í dag sendi hún samstarfsfólki sínu tölvupóst þar sem hún greindi frá því að hún hefði sagt upp störfum. Ekki hafi tekist að tryggja rekstargrunn stofnunarinnar og því geti hún ekki lengur axlað ábyrgð starfi forstjóra. Framlög til Sjúkratrygginga hafi lækkað síðan árið 2018 miðað við fast verðlag. 

María vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag en vísaði í tölvupóstinn sem hún sendi starfsfólki. Þá sendi hún Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra uppsagnarbréf sitt fyrir helgi en hann segir að leggja þurfi mat á það hversu mikið fjármagn stofnunin þarf.

„Stofnunin hefur aukist að umfangi enda hafa framlögin aukist. Framlögin voru milljarður 2017 sirka. Hins vegar ber að taka það fram að Hjálpartækjamiðstöðin kom undir Sjúkratryggingar og þar liggja sex hundruð milljónir. Þetta er komið í tvo milljarða þannig að það má gefa sér það að það séu einhverjar fjögur hundruð milljónir í aukin framlög á þessu tímabili. Svo verðum við bara að leggja mat á það fyrst og fremst út frá því að tryggja stofnuninni mannauð.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×