Þetta staðfestir Guðmundur Hreinsson, aðstoðarvarðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu.
„Það var óskað eftir dælubíl til að reykræsta íbúð og sjúkrabíl til þess að kanna ástandið á íbúa sem var inni í reyknum,“ segir Guðmundur.
Hann segist ekki vita að svo stöddu út frá hverju reykurinn kom, hvort lítill eldur hafi kviknað eða eitthvað hafi brunnið yfir.