Berjast um síðasta sætið í öldungadeildinni mánuði síðar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. desember 2022 00:19 Raphael Warnock, prestur og sitjandi öldungadeildarþingmaður Demókrata, virðist vera með forskot á Herschel Walker, fyrrverandi fótboltamann og frambjóðanda Repúblikana. Samsett/Getty Íbúar í Georgíu-ríki Bandaríkjanna ganga til kosninga í annað sinn á rúmum mánuði í dag til að ákveða hver hreppir sæti í öldungadeild þingsins. Prestur og fyrrverandi fótboltamaður keppast um sætið en með sigri gætu Repúblikanar jafnað þingmannafjölda Demókrata, þó ólíklegt þyki. Raphael Warnock, sitjandi öldungadeildarþingmaður og frambjóðandi Demókrataflokksins, fékk fleiri atkvæði en andstæðingur sinn, Herschel Walker, í þingkosningunum í nóvember en þar sem hann fékk ekki yfir 50 prósent atkvæða þarf lögum samkvæmt að kjósa aftur. Repúblikanar náðu meirihluta innan fulltrúadeildarinnar eftir kosningarnar í nóvember og stjórna nú 221 sæti á móti 213 sætum Demókrata. Demókratar héldu þó sínum meirihluta í öldungadeildinni og stjórna nú 50 sætum á móti 49 sætum Demókrata. Með sigri Warnock í dag gætu Demókratar tryggt sér öruggan meirihluta en ef það kemur til þess að atkvæðagreiðslur innan deildarinnar eru jafnar þá hefur varaforsetinn úrslitaatkvæðið og því var ljóst eftir kosningarnar að Demókratar myndu stjórna deildinni óháð niðurstöðunni í Georgíu. Warnock með naumt forskot Aðeins nokkrar skoðanakannanir voru framkvæmdar fyrir aukakosningarnar en samkvæmt könnun CNN er Warnock aðeins með um fjögurra prósentustiga forskot á Walker. Könnun SSRS bendir til að munurinn verði meiri, þar sem Warnock mældist með 61 prósent fylgi á móti 36 prósentum Walkers. Democratic Sen. Raphael Warnock of Georgia holds a narrow lead over Republican challenger Herschel Walker among those likely to vote in a runoff election Tuesday, according to a new CNN Poll conducted by SSRS https://t.co/As3kMVk3vG— CNN Politics (@CNNPolitics) December 2, 2022 Báðir hafa þeir staðið í ströngu yfir helgina við að reyna að afla sér atkvæða fyrir stóra daginn á morgun. Warnock, sem einnig er prestur, tók sæti í öldungadeildinni eftir aukakosningar í janúar 2021 en sama staða var þá uppi á teningnum eftir þingkosningar 2020. Í ræðu sinni í Athens í Georgíu í gær hvatti hann kjósendur til að treysta ekki á að sigurinn væri í höfn, þó að kjörsókn hafi verið góð utankjörfundar. „Ekki kasta niður boltanum fyrr en þú ert kominn í mark,“ sagði Walker og vísaði þar til bandarísks fótbolta. NEW: Georgia Senate runoff smashes early voting records and attracts new votersIt s topped 1.85 million voters (with more absentees arriving)56% women, 44% menEstimated partisan breakdown: 52% Democratic, 39% Republican https://t.co/320oPzzgoC— Sahil Kapur (@sahilkapur) December 3, 2022 Sama dag stóð Walker fyrir fjöldafundi í Loganville en þar sagði hann tíma til kominn að kjósendur láti rödd sína heyrast og að atkvæði þeirra yrðu talin. Hann hefur þó sætt gagnrýni og verið viðriðin hneykslismál þar sem hann hefur verið sakaður um að neyða konur í fóstureyðingu, á sama tíma og hann hefur lýst því yfir að hann sé andstæðingur fóstureyðinga. Þá vakti athygli að hann virtist ruglast á hvaða deild þingsins hann væri að bjóða sig fram til í viðtali við Politico á laugardag. In a brief interview with POLITICO on Saturday, Walker seemed to mistake which chamber of Congress he was running for and also appeared to think the outcome of his race would determine control of the Senate https://t.co/lewQdrbQ9q— Jonathan Lemire (@JonLemire) December 5, 2022 Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði þá í viðtali í gær að það væri nauðsynlegt að fólk kysi og sagði Warnock styðja við allt það sem skipti íbúa máli. Á sama tíma er Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sagður skipuleggja fjöldafund til stuðnings Walker í gegnum fjarfundarbúnað. Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Trump liggur undir feldi og íhugar næstu skref Innsti hringur stuðningsmanna Donald Trump er sagður klofinn þegar kemur að því hvort forsetinn fyrrverandi ætti að tilkynna um forsetaframboð 2024 í næstu viku, eins og hann hefur gefið í skyn að hann hyggist gera. 11. nóvember 2022 07:11 Þrjú ríki munu ráða úrslitum Niðurstöður öldungadeildarkosninganna í Arisóna, Nevada og Georgíu-ríkjum í Bandaríkjunum munu skera úr um hvort Demókratar eða Repúblikanar ná meirihluta í efri deild Bandaríkjaþing. 9. nóvember 2022 21:45 Neitar því að hafa borgað þungunarrof kærustu Herschel Walker, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til annars öldungadeildarþingsætis Georgíu-ríkis, þvertekur fyrir það að hafa greitt fyrir þungunarrof fyrrverandi kærustu sinnar árið 2009. Því hefur verið haldið fram í fjölmiðlum vestanhafs en Walker segist mikill andstæðingur þess að konur eigi rétt á þungunarrofi. 4. október 2022 16:32 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Raphael Warnock, sitjandi öldungadeildarþingmaður og frambjóðandi Demókrataflokksins, fékk fleiri atkvæði en andstæðingur sinn, Herschel Walker, í þingkosningunum í nóvember en þar sem hann fékk ekki yfir 50 prósent atkvæða þarf lögum samkvæmt að kjósa aftur. Repúblikanar náðu meirihluta innan fulltrúadeildarinnar eftir kosningarnar í nóvember og stjórna nú 221 sæti á móti 213 sætum Demókrata. Demókratar héldu þó sínum meirihluta í öldungadeildinni og stjórna nú 50 sætum á móti 49 sætum Demókrata. Með sigri Warnock í dag gætu Demókratar tryggt sér öruggan meirihluta en ef það kemur til þess að atkvæðagreiðslur innan deildarinnar eru jafnar þá hefur varaforsetinn úrslitaatkvæðið og því var ljóst eftir kosningarnar að Demókratar myndu stjórna deildinni óháð niðurstöðunni í Georgíu. Warnock með naumt forskot Aðeins nokkrar skoðanakannanir voru framkvæmdar fyrir aukakosningarnar en samkvæmt könnun CNN er Warnock aðeins með um fjögurra prósentustiga forskot á Walker. Könnun SSRS bendir til að munurinn verði meiri, þar sem Warnock mældist með 61 prósent fylgi á móti 36 prósentum Walkers. Democratic Sen. Raphael Warnock of Georgia holds a narrow lead over Republican challenger Herschel Walker among those likely to vote in a runoff election Tuesday, according to a new CNN Poll conducted by SSRS https://t.co/As3kMVk3vG— CNN Politics (@CNNPolitics) December 2, 2022 Báðir hafa þeir staðið í ströngu yfir helgina við að reyna að afla sér atkvæða fyrir stóra daginn á morgun. Warnock, sem einnig er prestur, tók sæti í öldungadeildinni eftir aukakosningar í janúar 2021 en sama staða var þá uppi á teningnum eftir þingkosningar 2020. Í ræðu sinni í Athens í Georgíu í gær hvatti hann kjósendur til að treysta ekki á að sigurinn væri í höfn, þó að kjörsókn hafi verið góð utankjörfundar. „Ekki kasta niður boltanum fyrr en þú ert kominn í mark,“ sagði Walker og vísaði þar til bandarísks fótbolta. NEW: Georgia Senate runoff smashes early voting records and attracts new votersIt s topped 1.85 million voters (with more absentees arriving)56% women, 44% menEstimated partisan breakdown: 52% Democratic, 39% Republican https://t.co/320oPzzgoC— Sahil Kapur (@sahilkapur) December 3, 2022 Sama dag stóð Walker fyrir fjöldafundi í Loganville en þar sagði hann tíma til kominn að kjósendur láti rödd sína heyrast og að atkvæði þeirra yrðu talin. Hann hefur þó sætt gagnrýni og verið viðriðin hneykslismál þar sem hann hefur verið sakaður um að neyða konur í fóstureyðingu, á sama tíma og hann hefur lýst því yfir að hann sé andstæðingur fóstureyðinga. Þá vakti athygli að hann virtist ruglast á hvaða deild þingsins hann væri að bjóða sig fram til í viðtali við Politico á laugardag. In a brief interview with POLITICO on Saturday, Walker seemed to mistake which chamber of Congress he was running for and also appeared to think the outcome of his race would determine control of the Senate https://t.co/lewQdrbQ9q— Jonathan Lemire (@JonLemire) December 5, 2022 Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði þá í viðtali í gær að það væri nauðsynlegt að fólk kysi og sagði Warnock styðja við allt það sem skipti íbúa máli. Á sama tíma er Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sagður skipuleggja fjöldafund til stuðnings Walker í gegnum fjarfundarbúnað.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Trump liggur undir feldi og íhugar næstu skref Innsti hringur stuðningsmanna Donald Trump er sagður klofinn þegar kemur að því hvort forsetinn fyrrverandi ætti að tilkynna um forsetaframboð 2024 í næstu viku, eins og hann hefur gefið í skyn að hann hyggist gera. 11. nóvember 2022 07:11 Þrjú ríki munu ráða úrslitum Niðurstöður öldungadeildarkosninganna í Arisóna, Nevada og Georgíu-ríkjum í Bandaríkjunum munu skera úr um hvort Demókratar eða Repúblikanar ná meirihluta í efri deild Bandaríkjaþing. 9. nóvember 2022 21:45 Neitar því að hafa borgað þungunarrof kærustu Herschel Walker, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til annars öldungadeildarþingsætis Georgíu-ríkis, þvertekur fyrir það að hafa greitt fyrir þungunarrof fyrrverandi kærustu sinnar árið 2009. Því hefur verið haldið fram í fjölmiðlum vestanhafs en Walker segist mikill andstæðingur þess að konur eigi rétt á þungunarrofi. 4. október 2022 16:32 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Trump liggur undir feldi og íhugar næstu skref Innsti hringur stuðningsmanna Donald Trump er sagður klofinn þegar kemur að því hvort forsetinn fyrrverandi ætti að tilkynna um forsetaframboð 2024 í næstu viku, eins og hann hefur gefið í skyn að hann hyggist gera. 11. nóvember 2022 07:11
Þrjú ríki munu ráða úrslitum Niðurstöður öldungadeildarkosninganna í Arisóna, Nevada og Georgíu-ríkjum í Bandaríkjunum munu skera úr um hvort Demókratar eða Repúblikanar ná meirihluta í efri deild Bandaríkjaþing. 9. nóvember 2022 21:45
Neitar því að hafa borgað þungunarrof kærustu Herschel Walker, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til annars öldungadeildarþingsætis Georgíu-ríkis, þvertekur fyrir það að hafa greitt fyrir þungunarrof fyrrverandi kærustu sinnar árið 2009. Því hefur verið haldið fram í fjölmiðlum vestanhafs en Walker segist mikill andstæðingur þess að konur eigi rétt á þungunarrofi. 4. október 2022 16:32
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent