Dagný Brynjarsdóttir er án efa einn besti skallamaður sem Ísland hefur alið. Það gerðist hins vegar ekki af sjálfu sér. Það var ekki fyrr en hún var komin í háskóla í Bandaríkjunum sem þáverandi þjálfarinn hennar sagðist ætla að gera hana að einum besta skallamanni í heimi. Leikurinn minn í mínum orðum er viðtalssería þar sem farið verður yfir hvað fer í gegnum höfuðið á íþróttafólki þegar það spilar leikinn sem það elskar. Hvernig sér það leikinn og af hverju sér það leikinn á þann hátt? Þessum spurningum reynir Dagný Brynjarsdóttir, þaulreynd landsliðskona og fyrirliði West Ham United í ensku úrvalsdeildinni að svara hér. Dagný Brynjarsdóttir [31 árs miðjumaður, West Ham United | 108 A-landsleikir, 37 mörk] Dagný byrjaði að æfa fótbolta á yngra ári í 7. flokki með KFR, sameiginlegu liði Hellu, Hvolsvallar og sveitarinnar í kring. Síðan þá hefur hún leikið með Val og Selfossi hér á landi ásamt því að spila með Bayern München í Þýskalandi, Portland Thorns í Bandaríkjunum og nú West Ham sem atvinnumaður. Einnig lék hún með ógnarsterku háskólaliði Flórída State á sínum tíma. Dagný í leik með Flórída State.Gregory Bull/AP „Ég byrjaði að æfa með strákunum því það var ekkert stelpulið. Var í vörn til að byrja með því þegar maður er nýbyrjaður, og tæknilega lélegri, þá er auðveldara að taka boltann af öðrum en að skora. Ári síðar var ég komin framar á völlinn.“ „Kraftmikill krakki“ „Ég var mjög kraftmikill krakki, mikið með strákunum og alltaf með húfu þannig það héldu margir að ég væri strákur,“ sagði Dagný um uppvaxtar ár sín. Hún æfði um tíma þrjár íþróttir en ásamt því að æfa fótbolta var hún í körfubolta og frjálsum íþróttum. Dagný telur það hafa hjálpað sér á marga vegu, bæði varðandi staðsetningar og hlaupagetu. „Var hröð og sterk svo ég spilaði annað hvort sem kantmaður eða framherji í sjö manna bolta. Spilaði einn og einn leik með strákunum í 8. og 9. bekk en annars spilaði ég ekkert af viti á stórum velli fyrr en ég var að fara í 10. bekk þegar KFR og Ægir sendu sameiginlegt lið til leiks í meistaraflokki, það var bara sjö manna bolti í sveitinni.“ „Við spiluðum ekki beint með miðjumann í sjö manna boltanum svo ég var á kantinum eða frammi. Það var ekki fyrr en með KFR/Ægi sem ég spilaði sem miðjumaður. Man að ég var brjáluð því ég vildi ekki vera miðjumaður. Sagði við vinkonu mína: Ef þjálfarinn spilar mér á miðjunni þá neita ég að spila.“ „Ég neitaði svo auðvitað ekkert að spila. Í dag finnst mér miklu skemmtilegra á miðjunni, í raun finnst mér hundleiðinlegt ef við þurfum mark og mér er hent fram í lokin.“ Hvernig leikmaður er Dagný Brynjarsdóttir? „Stór, sterk kraftmikil og hröð miðað við hvað ég er stór. Góð í loftinu, bæði varnar- og sóknarlega.“ „Myndi segja að styrkleiki minn sé klárlega gott líkamlegt atgervi. Minn helsti veikleiki er örugglega sá að ég er ekkert endilega að taka leikmenn á, vil frekar spila mig í gegn en að taka leikmann á.“ Dagný lætur finna fyrir sér í loftinu.Vísir/Vilhelm Aðspurð út í gríðarlega hæfileika sína í háloftunum sagði Dagný: „Ég var ekkert það hávaxin sem krakki svo ég spáði aldrei í því fyrr en ég fór í Flórída State. Þar átti ég að segja hvað ég vildi bæta og svo sagði þjálfarinn hvað hann vildi bæta. Ég minntist ekkert á skallatækni eða að skalla en hann sagðist ætla að gera mig að besta skallamanni í heimi.“ „Hann sagði að ég hefði alla eiginleika til þess, þyrfti bara að æfa það. Ég lagði á mig ógeðslega mikla vinnu og hún hefur heldur betur borgað sig.“ Helsta ógn West Ham í föstum leikatriðum Föst leikatriði West Ham eiga í grunninn að enda á höfðinu á Dagnýju, líkt og hér.Harriet Lander/Getty Images „Sumir þjálfarar leggja ekki mikið upp úr föstum leikatriðum, sem mér finnst skrítið. Hjá West Ham þá æfum við sérstaklega föst leikatriði, bæði sóknar- og varnarlega. Þó ég sé góð í loftinu þá eru margir samherjar mínir það einnig. Við ákveðum hvert hver ég hleyp og hvert boltinn á að koma en stundum er spyrnan of löng eða of stutt, þá eru samherjar mínir klárir.“ „Planið gengur ekki alltaf upp og ef það eru tveir mótherjar að dekka mig þá fer ég ekki inn á teig, segi liðsfélaga mínum frekar að taka hlaupið mitt á meðan ég reyni að vinna seinni boltann.“ „Ég elska pressu,“ segir Dagný aðspurð hvort það sé ekki mikil pressa sem fylgir því að vera þessi leikmaður sem föst leikatriði liðsins byggja á. „Það eru forréttindi að vera undir pressu, hef haft gaman að því síðan ég var lítil. Ef við fáum horn þá hugsa ég alltaf nú skora ég. Finnst líka gaman að vinna boltann og vill alltaf að hann komi til mín þegar við erum að verjast föstum leikatriðum. Þá er þetta einfaldlega undir mér komið.“ Fyrirliðinn Dagný „Myndi segja að ég væri leiðtogatýpa en að sama skapi vil ég ekki stíga á tærnar á öðrum ef einhver annar er fyrirliði. Ég er auðvitað bara ég sjálf og ber virðingu fyrir þeim sem eru fyrirliðar.“Harriet Lander/Getty Images „Tel að ég nái að blómstra þegar ég fæ mikla ábyrgð og mikla stjórn. Kannski er það ástæðan fyrir að mér gengur svona vel núna, er fyrirliði og þá þarf maður að gera allt betur. Þetta er krefjandi og maður þarf að vera enn meiri fyrirmynd en þá fylgir hitt með myndi ég segja.“ „Frá því að ég var lítil hefur mér fundist gaman að vera í leiðtogahlutverki, að stýra og stjórna. Líður best þegar ég fæ mikla ábyrgð, og þjálfararnir leyfa mér að skína. Hef samt verið með þjálfara sem sögðu: Ekki gefa af þér inn og helst ekki tala við neinn á vellinum. Ekki stýra eða aðstoða leikmennina í kringum þig. Ef ég er ekki að tala við leikmennina í kringum mig þá er ég ekki með í leiknum.“ „En við erum öll misjöfn og sumum leikmönnum líður best þegar þeir einbeita sér aðeins að sjálfum sér.“ „Finnst ógeðslega gaman að spila vörn.“ „Fannst skemmtilegast að vera fremst á miðju þegar ég var yngri. Í dag finnst mér best að spila á miðri miðjunni, sem átta. Styrkleikar mínir nýtast best þar, sú staða gefur mér fleiri tækifæri til að vera í báðum vítateigum. Mér finnst mjög gaman að hlaupa og get hlaupið mikið,“ sagði Dagný varðandi sína bestu stöðu á vellinum. „Ef við erum með þriggja manna vörn, vængbakverði og tvo framherja, vil ég helst vera á bakvið framherjana. Ef það er bara ein frammi þá vil ég frekar vera á miðri miðjunni því annars er ég að spila meira sem framherji heldur en miðjumaður. Að mínu mati er það ekki minn helsti styrkleiki. Ef það eru tveir framherjar og ég er á miðjunni fyrir aftan þá er ég meira eins og miðjumaður og get spilað meiri varnarleik. Mér finnst ógeðslega gaman að spila vörn, veit ekki af hverju. Hef haft þjálfara sem leggja mikið upp úr varnarleik og þá spilar maður oftar en ekki góðan sóknarleik á móti.“ Dagný ásamt Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur í leik gegn Hollandi.Vísir/Vilhelm Hvað með andstæðingana? „Það skiptir ekki öllu máli hvernig lið stilla upp miðjunni, svo lengi sem það eru jafn margir leikmenn þar þá endar þetta oftar en ekki maður á mann.“ „Hjá West Ham förum við yfir andstæðingana og fáum að vita styrk- og veikleika þeirra. Einbeitum okkur mest að okkur sjálfum og æfingavikan snýst að meira og minna um okkar eigin leik. Fáum samt klippur þar sem farið er yfir hvaða svæði andstæðingurinn skilur eftir, hvar við getum fengið boltann og hvernig við getum nýtt okkur veikleika hans.“ „Þegar við förum inn í leiki erum við með hugmynd að því hvað við viljum gera en andstæðingarnir geta auðvitað breytt til og eru búnir að loka svæðunum sem voru opin í síðasta leik.“ „Getur bara verið of seint að bíða fram í hálfleik.“ „Myndi segja að ég væri ágætlega klár í að lesa aðstæður ef andstæðingurinn breytir til. Er samt misjafnt hversu vel maður tekur eftir.“ Dagný í leiknum gegn Ítalíu ásamt Alexöndru Jóhannsdóttur og Söru Björk Gunnarsdóttur.Vísir/Vilhelm „Helsti gallinn hjá mörgum stelpum er að þær taka þjálfarana of bókstaflega. Leikurinn við Ítalíu á EM í sumar er sterkt dæmi því það er svo stutt síðan hann var. Þar var búið að leikgreina Ítalíu og segja okkur hvar opnanirnar væru. Þær tapa síðan stórt í fyrsta leik og eru búnar að laga varnarleikinn sinn þegar við spilum við þær. Allar leiðirnar sem áttu að vera opnar voru þá lokaðar, samt reyndum við áfram að fara þær leiðir.“ „Það má ekki líða of langur tími ef hlutirnir eru ekki að virka. Getur bara verið of seint að bíða fram í hálfleik,“ segir Dagný varðandi það þegar hlutirnir ganga ekki upp. Hún nefnir svo dæmi úr leik Arsenal og West Ham nýverið. „Við vorum 1-0 yfir þegar hálftími var liðinn en þá fer markmaðurinn hjá þeim niður og þykist vera meidd. Á meðan fer allt liðið á fund með þjálfaranum á hliðarlínunni. Við erum með þetta inn í okkar taktík líka, ef við erum að vinna leik en erum í basli þá gerir markmaðurinn okkar það sama þegar það eru 25-30 mínútur eftir af leiknum.“ „Maður gæti verið í nauðvörn í 45 mínútur af því að andstæðingarnir breyttu einhverju. Þá er alveg eins gott að einhver fari „meiddur“ í grasið svo þjálfarinn geti lagað það strax frekar en að bíða fram í hálfleik þegar leikurinn gæti verið tapaður.“ Dagný kom West Ham yfir gegn Arsenal en Skytturnar svöruðu með þremur mörkum.Alex Burstow/Getty Images „Ég kynntist þessu ekki fyrr en ég fór erlendis. Þetta meikar fullkomið sens því maður heyrir ekkert alltaf í þjálfaranum á hliðarlínunni. Líka klókt hjá þjálfaranum að fatta nægilega snemma hvar mistökin liggja og geta lagfært þau. „Eftir að ég varð mamma þá hætti ég að stressa mig jafn mikið á hlutunum.“ „Þegar maður er ungur þá trúir maður ekki á hugtakið reynsla. Það er sagt: Þessi er svo reynslumikil að hún fær að spila en ekki þú. Eina sem maður hugsar er bara hvaða bull er þetta. Svo þegar maður verður eldri áttar maður sig á hvað reynslan skiptir miklu máli. Ég varð allavega yfirvegaðri og les leikinn betur í dag. Um leið og maður fer að halda að maður sé betri en maður er þá byrjar maður að staðna. Það mikilvægasta fyrir mér er að halda áfram að þróa sinn leik.“ „Það er auðvitað misjafnt eftir leikmönnum. Sumir eru sáttir í sínu umhverfi og vilja ekki lenda í mótlæti, þá getur verið fínt að vera alltaf í sama umhverfinu. Mitt mottó er hins vegar að mig langar að verða eins góð í fótbolta og ég mögulega get. Þá þarf maður að vera í krefjandi umhverfi og aðstæðum þar sem er krafist þess að maður sé besta útgáfan af sjálfum sér á hverjum degi.“ „Eftir að ég varð mamma þá hætti ég að stressa mig jafn mikið á hlutunum, þetta bara fótbolti. Þó fótbolti sé auðvitað mjög líkamleg íþrótt þá skiptir andlega hliðin að sama skapi skuggalega miklu máli.“ Dagný og sonur hennar klappa fyrir áhorfendum.Vísir/Vilhelm Skiptir umhverfi leikmanns máli? „Hundrað prósent, alls staðar sem maður er. Stór ástæða þess að ég entist bara sex mánuði í Þýskalandi var að ég sá ekki fram á að ég gæti blómstrað í svona umhverfi. Aðstaðan var slæm og umhverfið kassalega. Ég áttaði mig fljótt á að ég yrði ekki ánægð þar og ef ég er ekki hamingjusöm er ég ekki að fara spila vel.“ „Það sem kom mér hvað mest á óvart við England var hvað Bretar eru líkir okkur. Ótrúlega afslappaðir og svona „þetta reddast“ stemning. Það hentar mér mjög vel.“ Að endingu var Dagný beðin um að velja sín uppáhaldsmörk með landsliðinu. Hún valdi þrjá leiki, sá fyrsti var gegn Úkraínu á Laugardalsvelli haustið 2012. Um var að ræða umspilsleik fyrir EM árið eftir. „Ég kom inn af bekknum og skoraði þriðja markið í 3-2 sigri. Ætlaði ekki að gefa kost á mér í þetta verkefni því ég hafði bara verið að spila 10-15 mínútur í leikjunum á undan en var á sama tíma að missa af leikjum með Flórída State. Þjálfarinn þar bað mig um að fara ekki og ég viðurkenndi að mig langaði ekki en varð að fara því ég var viss um að ef ég myndi ekki gefa kost á mér þá yrði ég ekki valin í EM hópinn ef við kæmumst þangað.“ „Einn uppáhaldsleikurinn minn. Stærsta markið á stærsta sviðinu,“ sagði Dagný um mark númer tvö. Það var sigurmark Íslands gegn Hollandi á EM sumarið 2013 þar sem Ísland komst í 8-liða úrslit.UEFA Ótrúlegur 3-2 útisigur á Þýskalandi í undankeppni HM árið 2017 var einnig nefndur. Þjóðverjar höfðu ekki tapað á heimavelli í undankeppni í nærri tvo áratugi áður en Ísland kom, sá og sigraði. „Ég skoraði tvö mörk í þeim leik og sá leikur ásamt Hollands-leiknum er í uppáhaldi hjá mér. Fótboltaleikir snúast oft um hvort liðið er með betra leikplan og við vorum með betra plan en Þjóðverjar. Vissum að þegar þær myndu gera ákveðna hluti þá ættum við að gera ákveðna hluti á móti og það gekk allt upp 100 prósent.“ Fótbolti Leikurinn minn í mínum orðum Enski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf
Leikurinn minn í mínum orðum er viðtalssería þar sem farið verður yfir hvað fer í gegnum höfuðið á íþróttafólki þegar það spilar leikinn sem það elskar. Hvernig sér það leikinn og af hverju sér það leikinn á þann hátt? Þessum spurningum reynir Dagný Brynjarsdóttir, þaulreynd landsliðskona og fyrirliði West Ham United í ensku úrvalsdeildinni að svara hér. Dagný Brynjarsdóttir [31 árs miðjumaður, West Ham United | 108 A-landsleikir, 37 mörk] Dagný byrjaði að æfa fótbolta á yngra ári í 7. flokki með KFR, sameiginlegu liði Hellu, Hvolsvallar og sveitarinnar í kring. Síðan þá hefur hún leikið með Val og Selfossi hér á landi ásamt því að spila með Bayern München í Þýskalandi, Portland Thorns í Bandaríkjunum og nú West Ham sem atvinnumaður. Einnig lék hún með ógnarsterku háskólaliði Flórída State á sínum tíma. Dagný í leik með Flórída State.Gregory Bull/AP „Ég byrjaði að æfa með strákunum því það var ekkert stelpulið. Var í vörn til að byrja með því þegar maður er nýbyrjaður, og tæknilega lélegri, þá er auðveldara að taka boltann af öðrum en að skora. Ári síðar var ég komin framar á völlinn.“ „Kraftmikill krakki“ „Ég var mjög kraftmikill krakki, mikið með strákunum og alltaf með húfu þannig það héldu margir að ég væri strákur,“ sagði Dagný um uppvaxtar ár sín. Hún æfði um tíma þrjár íþróttir en ásamt því að æfa fótbolta var hún í körfubolta og frjálsum íþróttum. Dagný telur það hafa hjálpað sér á marga vegu, bæði varðandi staðsetningar og hlaupagetu. „Var hröð og sterk svo ég spilaði annað hvort sem kantmaður eða framherji í sjö manna bolta. Spilaði einn og einn leik með strákunum í 8. og 9. bekk en annars spilaði ég ekkert af viti á stórum velli fyrr en ég var að fara í 10. bekk þegar KFR og Ægir sendu sameiginlegt lið til leiks í meistaraflokki, það var bara sjö manna bolti í sveitinni.“ „Við spiluðum ekki beint með miðjumann í sjö manna boltanum svo ég var á kantinum eða frammi. Það var ekki fyrr en með KFR/Ægi sem ég spilaði sem miðjumaður. Man að ég var brjáluð því ég vildi ekki vera miðjumaður. Sagði við vinkonu mína: Ef þjálfarinn spilar mér á miðjunni þá neita ég að spila.“ „Ég neitaði svo auðvitað ekkert að spila. Í dag finnst mér miklu skemmtilegra á miðjunni, í raun finnst mér hundleiðinlegt ef við þurfum mark og mér er hent fram í lokin.“ Hvernig leikmaður er Dagný Brynjarsdóttir? „Stór, sterk kraftmikil og hröð miðað við hvað ég er stór. Góð í loftinu, bæði varnar- og sóknarlega.“ „Myndi segja að styrkleiki minn sé klárlega gott líkamlegt atgervi. Minn helsti veikleiki er örugglega sá að ég er ekkert endilega að taka leikmenn á, vil frekar spila mig í gegn en að taka leikmann á.“ Dagný lætur finna fyrir sér í loftinu.Vísir/Vilhelm Aðspurð út í gríðarlega hæfileika sína í háloftunum sagði Dagný: „Ég var ekkert það hávaxin sem krakki svo ég spáði aldrei í því fyrr en ég fór í Flórída State. Þar átti ég að segja hvað ég vildi bæta og svo sagði þjálfarinn hvað hann vildi bæta. Ég minntist ekkert á skallatækni eða að skalla en hann sagðist ætla að gera mig að besta skallamanni í heimi.“ „Hann sagði að ég hefði alla eiginleika til þess, þyrfti bara að æfa það. Ég lagði á mig ógeðslega mikla vinnu og hún hefur heldur betur borgað sig.“ Helsta ógn West Ham í föstum leikatriðum Föst leikatriði West Ham eiga í grunninn að enda á höfðinu á Dagnýju, líkt og hér.Harriet Lander/Getty Images „Sumir þjálfarar leggja ekki mikið upp úr föstum leikatriðum, sem mér finnst skrítið. Hjá West Ham þá æfum við sérstaklega föst leikatriði, bæði sóknar- og varnarlega. Þó ég sé góð í loftinu þá eru margir samherjar mínir það einnig. Við ákveðum hvert hver ég hleyp og hvert boltinn á að koma en stundum er spyrnan of löng eða of stutt, þá eru samherjar mínir klárir.“ „Planið gengur ekki alltaf upp og ef það eru tveir mótherjar að dekka mig þá fer ég ekki inn á teig, segi liðsfélaga mínum frekar að taka hlaupið mitt á meðan ég reyni að vinna seinni boltann.“ „Ég elska pressu,“ segir Dagný aðspurð hvort það sé ekki mikil pressa sem fylgir því að vera þessi leikmaður sem föst leikatriði liðsins byggja á. „Það eru forréttindi að vera undir pressu, hef haft gaman að því síðan ég var lítil. Ef við fáum horn þá hugsa ég alltaf nú skora ég. Finnst líka gaman að vinna boltann og vill alltaf að hann komi til mín þegar við erum að verjast föstum leikatriðum. Þá er þetta einfaldlega undir mér komið.“ Fyrirliðinn Dagný „Myndi segja að ég væri leiðtogatýpa en að sama skapi vil ég ekki stíga á tærnar á öðrum ef einhver annar er fyrirliði. Ég er auðvitað bara ég sjálf og ber virðingu fyrir þeim sem eru fyrirliðar.“Harriet Lander/Getty Images „Tel að ég nái að blómstra þegar ég fæ mikla ábyrgð og mikla stjórn. Kannski er það ástæðan fyrir að mér gengur svona vel núna, er fyrirliði og þá þarf maður að gera allt betur. Þetta er krefjandi og maður þarf að vera enn meiri fyrirmynd en þá fylgir hitt með myndi ég segja.“ „Frá því að ég var lítil hefur mér fundist gaman að vera í leiðtogahlutverki, að stýra og stjórna. Líður best þegar ég fæ mikla ábyrgð, og þjálfararnir leyfa mér að skína. Hef samt verið með þjálfara sem sögðu: Ekki gefa af þér inn og helst ekki tala við neinn á vellinum. Ekki stýra eða aðstoða leikmennina í kringum þig. Ef ég er ekki að tala við leikmennina í kringum mig þá er ég ekki með í leiknum.“ „En við erum öll misjöfn og sumum leikmönnum líður best þegar þeir einbeita sér aðeins að sjálfum sér.“ „Finnst ógeðslega gaman að spila vörn.“ „Fannst skemmtilegast að vera fremst á miðju þegar ég var yngri. Í dag finnst mér best að spila á miðri miðjunni, sem átta. Styrkleikar mínir nýtast best þar, sú staða gefur mér fleiri tækifæri til að vera í báðum vítateigum. Mér finnst mjög gaman að hlaupa og get hlaupið mikið,“ sagði Dagný varðandi sína bestu stöðu á vellinum. „Ef við erum með þriggja manna vörn, vængbakverði og tvo framherja, vil ég helst vera á bakvið framherjana. Ef það er bara ein frammi þá vil ég frekar vera á miðri miðjunni því annars er ég að spila meira sem framherji heldur en miðjumaður. Að mínu mati er það ekki minn helsti styrkleiki. Ef það eru tveir framherjar og ég er á miðjunni fyrir aftan þá er ég meira eins og miðjumaður og get spilað meiri varnarleik. Mér finnst ógeðslega gaman að spila vörn, veit ekki af hverju. Hef haft þjálfara sem leggja mikið upp úr varnarleik og þá spilar maður oftar en ekki góðan sóknarleik á móti.“ Dagný ásamt Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur í leik gegn Hollandi.Vísir/Vilhelm Hvað með andstæðingana? „Það skiptir ekki öllu máli hvernig lið stilla upp miðjunni, svo lengi sem það eru jafn margir leikmenn þar þá endar þetta oftar en ekki maður á mann.“ „Hjá West Ham förum við yfir andstæðingana og fáum að vita styrk- og veikleika þeirra. Einbeitum okkur mest að okkur sjálfum og æfingavikan snýst að meira og minna um okkar eigin leik. Fáum samt klippur þar sem farið er yfir hvaða svæði andstæðingurinn skilur eftir, hvar við getum fengið boltann og hvernig við getum nýtt okkur veikleika hans.“ „Þegar við förum inn í leiki erum við með hugmynd að því hvað við viljum gera en andstæðingarnir geta auðvitað breytt til og eru búnir að loka svæðunum sem voru opin í síðasta leik.“ „Getur bara verið of seint að bíða fram í hálfleik.“ „Myndi segja að ég væri ágætlega klár í að lesa aðstæður ef andstæðingurinn breytir til. Er samt misjafnt hversu vel maður tekur eftir.“ Dagný í leiknum gegn Ítalíu ásamt Alexöndru Jóhannsdóttur og Söru Björk Gunnarsdóttur.Vísir/Vilhelm „Helsti gallinn hjá mörgum stelpum er að þær taka þjálfarana of bókstaflega. Leikurinn við Ítalíu á EM í sumar er sterkt dæmi því það er svo stutt síðan hann var. Þar var búið að leikgreina Ítalíu og segja okkur hvar opnanirnar væru. Þær tapa síðan stórt í fyrsta leik og eru búnar að laga varnarleikinn sinn þegar við spilum við þær. Allar leiðirnar sem áttu að vera opnar voru þá lokaðar, samt reyndum við áfram að fara þær leiðir.“ „Það má ekki líða of langur tími ef hlutirnir eru ekki að virka. Getur bara verið of seint að bíða fram í hálfleik,“ segir Dagný varðandi það þegar hlutirnir ganga ekki upp. Hún nefnir svo dæmi úr leik Arsenal og West Ham nýverið. „Við vorum 1-0 yfir þegar hálftími var liðinn en þá fer markmaðurinn hjá þeim niður og þykist vera meidd. Á meðan fer allt liðið á fund með þjálfaranum á hliðarlínunni. Við erum með þetta inn í okkar taktík líka, ef við erum að vinna leik en erum í basli þá gerir markmaðurinn okkar það sama þegar það eru 25-30 mínútur eftir af leiknum.“ „Maður gæti verið í nauðvörn í 45 mínútur af því að andstæðingarnir breyttu einhverju. Þá er alveg eins gott að einhver fari „meiddur“ í grasið svo þjálfarinn geti lagað það strax frekar en að bíða fram í hálfleik þegar leikurinn gæti verið tapaður.“ Dagný kom West Ham yfir gegn Arsenal en Skytturnar svöruðu með þremur mörkum.Alex Burstow/Getty Images „Ég kynntist þessu ekki fyrr en ég fór erlendis. Þetta meikar fullkomið sens því maður heyrir ekkert alltaf í þjálfaranum á hliðarlínunni. Líka klókt hjá þjálfaranum að fatta nægilega snemma hvar mistökin liggja og geta lagfært þau. „Eftir að ég varð mamma þá hætti ég að stressa mig jafn mikið á hlutunum.“ „Þegar maður er ungur þá trúir maður ekki á hugtakið reynsla. Það er sagt: Þessi er svo reynslumikil að hún fær að spila en ekki þú. Eina sem maður hugsar er bara hvaða bull er þetta. Svo þegar maður verður eldri áttar maður sig á hvað reynslan skiptir miklu máli. Ég varð allavega yfirvegaðri og les leikinn betur í dag. Um leið og maður fer að halda að maður sé betri en maður er þá byrjar maður að staðna. Það mikilvægasta fyrir mér er að halda áfram að þróa sinn leik.“ „Það er auðvitað misjafnt eftir leikmönnum. Sumir eru sáttir í sínu umhverfi og vilja ekki lenda í mótlæti, þá getur verið fínt að vera alltaf í sama umhverfinu. Mitt mottó er hins vegar að mig langar að verða eins góð í fótbolta og ég mögulega get. Þá þarf maður að vera í krefjandi umhverfi og aðstæðum þar sem er krafist þess að maður sé besta útgáfan af sjálfum sér á hverjum degi.“ „Eftir að ég varð mamma þá hætti ég að stressa mig jafn mikið á hlutunum, þetta bara fótbolti. Þó fótbolti sé auðvitað mjög líkamleg íþrótt þá skiptir andlega hliðin að sama skapi skuggalega miklu máli.“ Dagný og sonur hennar klappa fyrir áhorfendum.Vísir/Vilhelm Skiptir umhverfi leikmanns máli? „Hundrað prósent, alls staðar sem maður er. Stór ástæða þess að ég entist bara sex mánuði í Þýskalandi var að ég sá ekki fram á að ég gæti blómstrað í svona umhverfi. Aðstaðan var slæm og umhverfið kassalega. Ég áttaði mig fljótt á að ég yrði ekki ánægð þar og ef ég er ekki hamingjusöm er ég ekki að fara spila vel.“ „Það sem kom mér hvað mest á óvart við England var hvað Bretar eru líkir okkur. Ótrúlega afslappaðir og svona „þetta reddast“ stemning. Það hentar mér mjög vel.“ Að endingu var Dagný beðin um að velja sín uppáhaldsmörk með landsliðinu. Hún valdi þrjá leiki, sá fyrsti var gegn Úkraínu á Laugardalsvelli haustið 2012. Um var að ræða umspilsleik fyrir EM árið eftir. „Ég kom inn af bekknum og skoraði þriðja markið í 3-2 sigri. Ætlaði ekki að gefa kost á mér í þetta verkefni því ég hafði bara verið að spila 10-15 mínútur í leikjunum á undan en var á sama tíma að missa af leikjum með Flórída State. Þjálfarinn þar bað mig um að fara ekki og ég viðurkenndi að mig langaði ekki en varð að fara því ég var viss um að ef ég myndi ekki gefa kost á mér þá yrði ég ekki valin í EM hópinn ef við kæmumst þangað.“ „Einn uppáhaldsleikurinn minn. Stærsta markið á stærsta sviðinu,“ sagði Dagný um mark númer tvö. Það var sigurmark Íslands gegn Hollandi á EM sumarið 2013 þar sem Ísland komst í 8-liða úrslit.UEFA Ótrúlegur 3-2 útisigur á Þýskalandi í undankeppni HM árið 2017 var einnig nefndur. Þjóðverjar höfðu ekki tapað á heimavelli í undankeppni í nærri tvo áratugi áður en Ísland kom, sá og sigraði. „Ég skoraði tvö mörk í þeim leik og sá leikur ásamt Hollands-leiknum er í uppáhaldi hjá mér. Fótboltaleikir snúast oft um hvort liðið er með betra leikplan og við vorum með betra plan en Þjóðverjar. Vissum að þegar þær myndu gera ákveðna hluti þá ættum við að gera ákveðna hluti á móti og það gekk allt upp 100 prósent.“