„Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. desember 2022 13:11 Þau Hildur og Dagur tókust á um hagræðingaraðgerðir í Bítinu í morgun. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu. Þau Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, tókust á um hagræðingaraðgerðir í Bítinu í morgun. Hildi finnst ekki mikið til aðgerða meirihlutans koma en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja nú fram sínar eigin tillögur til að draga úr hallarekstri. Sjá nánar: Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á rúma sjö milljarða „Sem snúa annars vegar að því að fresta tilteknum fjárfestingum sem við teljum ekki nauðsynlegt að fara í í þessu árferði, þá erum við til að mynda að nefna stafrænu umbreytinguna sem var ákveðið að verja tíu milljörðum í á tveimur árum. Nú eru tveir þriðju af tímanum og peningunum liðnir og búnir og við sjáum ekki afurðirnar. Við erum auðvitað mjög fylgjandi stafrænni umbreytingu en það þarf líka að gera það hóflega og skynsamlega. Við hefðum alltaf viljað fara í útboð með það allt saman og við viljum helminga fjárfestinguna úr þremur milljörðum í einn og hálfan á þessu ári,“ útskýrði Hildur. Þá er lagt til að fjárfestingum í Grófarhúsi og Hlemmsvæði verði slegið á frest og Ljósleiðarinn ehf, verði seldur. Þá vilja Sjálfstæðismenn lækka rekstrargjöld borgarinnar með því að draga úr yfirbyggingu og gagnrýna um leið fjölgun starfsfólks. Ekki hægt að fækka starfsfólki án þess að skerða þjónustu Dagur segir að fjölgunin sé mest í málaflokki fatlaðs fólks og í annarri framlínuþjónustu. „Þegar við borum okkur ofan í þetta þá sjáum við að mest fjölgun starfsfólks er í málaflokki fatlaðs fólks. Í hverjum nýjum búsetukjarna – og við höfum opnað fjölmarga á undanförnum árum – fylgja 40 til 60 starfsmenn. […] Við erum að fjölga töluvert á leikskólum og í annarri framlínuþjónustu. Það sem er sagt stundum í pólitísku debatti er að kalla þetta bákn, en þetta er bara þjónusta við fólk, þetta er þjónusta við fólk í vaxandi borg og við skulum ekki vera með ódýra umræðu og halda því fram að þú getir fækkað þessu starfsfólki án þess að það bitni á þjónustu.“ Dagur virtist síður en svo hrifinn af tillögunum. „Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins til dæmis um að reka fimm prósent af starfsfólki borgarinnar sem eru að sinna þessum mikilvægu störfum.“ Hildur tók fram að hún myndi vilja verja framlínustarfsfólk en gagnrýnir fjölgun starfsfólks í miðlægri stjórnsýslu. „Þar sem skrifstofa borgarstjóra er og þar erum við ekkert að sjá neinar sérstakar hagræðingaraðgerðir. Það á til dæmis að skera niður í leikskólamat barna en Dagur ætlar ekki að skera niður í fínu móttökunum í ráðhúsinu og höfða,“ sagði Hildur. Þessar tillögur verða meðal annars til umræðu á borgarstjórnarfundi sem hægt er að fylgjast með í beinni útsendingu á vef Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45 92 hagræðingar- og umbótatillögur samþykktar í borgarráði Borgarráð samþykkti í dag 92 tillögur meirihlutaflokka Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar um hagræðingu í rekstri borgarinnar á næsta ári upp á vel á annan milljarð króna. Meðal annars er lagt til að leggja niður dagsetrið Vin, hætta styrkjum til áfangaheimila og stöðva rekstur Seljahlíðar. 1. desember 2022 18:25 „Sýndaraðgerðir“ sýni að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á vandanum Borgarstjóri segir verðbólgu og fjórðu bylgju Covid meginástæður þess að rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar hafi verið neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á rekstrarvandanum þar sem hagræðingaraðgerðir séu ekkert nema sýndaraðgerðir. 2. desember 2022 13:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Þau Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, tókust á um hagræðingaraðgerðir í Bítinu í morgun. Hildi finnst ekki mikið til aðgerða meirihlutans koma en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja nú fram sínar eigin tillögur til að draga úr hallarekstri. Sjá nánar: Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á rúma sjö milljarða „Sem snúa annars vegar að því að fresta tilteknum fjárfestingum sem við teljum ekki nauðsynlegt að fara í í þessu árferði, þá erum við til að mynda að nefna stafrænu umbreytinguna sem var ákveðið að verja tíu milljörðum í á tveimur árum. Nú eru tveir þriðju af tímanum og peningunum liðnir og búnir og við sjáum ekki afurðirnar. Við erum auðvitað mjög fylgjandi stafrænni umbreytingu en það þarf líka að gera það hóflega og skynsamlega. Við hefðum alltaf viljað fara í útboð með það allt saman og við viljum helminga fjárfestinguna úr þremur milljörðum í einn og hálfan á þessu ári,“ útskýrði Hildur. Þá er lagt til að fjárfestingum í Grófarhúsi og Hlemmsvæði verði slegið á frest og Ljósleiðarinn ehf, verði seldur. Þá vilja Sjálfstæðismenn lækka rekstrargjöld borgarinnar með því að draga úr yfirbyggingu og gagnrýna um leið fjölgun starfsfólks. Ekki hægt að fækka starfsfólki án þess að skerða þjónustu Dagur segir að fjölgunin sé mest í málaflokki fatlaðs fólks og í annarri framlínuþjónustu. „Þegar við borum okkur ofan í þetta þá sjáum við að mest fjölgun starfsfólks er í málaflokki fatlaðs fólks. Í hverjum nýjum búsetukjarna – og við höfum opnað fjölmarga á undanförnum árum – fylgja 40 til 60 starfsmenn. […] Við erum að fjölga töluvert á leikskólum og í annarri framlínuþjónustu. Það sem er sagt stundum í pólitísku debatti er að kalla þetta bákn, en þetta er bara þjónusta við fólk, þetta er þjónusta við fólk í vaxandi borg og við skulum ekki vera með ódýra umræðu og halda því fram að þú getir fækkað þessu starfsfólki án þess að það bitni á þjónustu.“ Dagur virtist síður en svo hrifinn af tillögunum. „Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins til dæmis um að reka fimm prósent af starfsfólki borgarinnar sem eru að sinna þessum mikilvægu störfum.“ Hildur tók fram að hún myndi vilja verja framlínustarfsfólk en gagnrýnir fjölgun starfsfólks í miðlægri stjórnsýslu. „Þar sem skrifstofa borgarstjóra er og þar erum við ekkert að sjá neinar sérstakar hagræðingaraðgerðir. Það á til dæmis að skera niður í leikskólamat barna en Dagur ætlar ekki að skera niður í fínu móttökunum í ráðhúsinu og höfða,“ sagði Hildur. Þessar tillögur verða meðal annars til umræðu á borgarstjórnarfundi sem hægt er að fylgjast með í beinni útsendingu á vef Reykjavíkurborgar.
Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45 92 hagræðingar- og umbótatillögur samþykktar í borgarráði Borgarráð samþykkti í dag 92 tillögur meirihlutaflokka Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar um hagræðingu í rekstri borgarinnar á næsta ári upp á vel á annan milljarð króna. Meðal annars er lagt til að leggja niður dagsetrið Vin, hætta styrkjum til áfangaheimila og stöðva rekstur Seljahlíðar. 1. desember 2022 18:25 „Sýndaraðgerðir“ sýni að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á vandanum Borgarstjóri segir verðbólgu og fjórðu bylgju Covid meginástæður þess að rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar hafi verið neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á rekstrarvandanum þar sem hagræðingaraðgerðir séu ekkert nema sýndaraðgerðir. 2. desember 2022 13:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45
92 hagræðingar- og umbótatillögur samþykktar í borgarráði Borgarráð samþykkti í dag 92 tillögur meirihlutaflokka Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar um hagræðingu í rekstri borgarinnar á næsta ári upp á vel á annan milljarð króna. Meðal annars er lagt til að leggja niður dagsetrið Vin, hætta styrkjum til áfangaheimila og stöðva rekstur Seljahlíðar. 1. desember 2022 18:25
„Sýndaraðgerðir“ sýni að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á vandanum Borgarstjóri segir verðbólgu og fjórðu bylgju Covid meginástæður þess að rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar hafi verið neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á rekstrarvandanum þar sem hagræðingaraðgerðir séu ekkert nema sýndaraðgerðir. 2. desember 2022 13:00