Kaldir og blautir eftir svaðilför við Elliðavatn Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. desember 2022 21:00 Sveinbjörn Berentsson kom að aðgerðum í gær Vísir/Sigurjón Guðni Betur fór en á horfðist í gær þegar tíu og ellefu ára drengir lentu í vandræðum á Elliðavatni þegar þeir fóru út á ísilagt vatnið og ísinn brotnaði undan þeim. Þeir komust í land, kaldir og blautir með aðstoð slökkviliðsins. Varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aldrei óhætt að fara út á ísilagt vatn. Tilkynning um atvikið barst lögreglu um klukkan 17 í gær. Drengirnir voru þrír og höfðu allir fallið ofan í vatnið þegar ísinn gaf sig. Þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn höfðu drengirnir náð að koma sér upp á nálæga eyju þaðan sem þeim var bjargað með búnaði slökkviliðsins. Sveinbjörn Berentsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir drengina hafa verið skelkaða og kalda þegar slökkvilið mætti á vettvang. Aldrei sé öruggt að fara út á ísilagt vatn. „Það geta alltaf verið vakir og óörugg svæði, ísinn mis þykkur. Þannig aldrei er nú besta svarið,“ sagði Sveinbjörn. Börnum brugðið vegna málsins Elliðavatn liggur mjög nálægt Vatnsendaskóla í Kópavogi þar sem drengirnir eru nemendur. Skólastjóri segir að mörgum börnum hafi brugðið nokkuð við fréttirnar af atvikinu í gær en farið var yfir málið í skólanum í dag. „Kennarar ræddu í einhverjum hópum við nemendur, þeir munu halda áfram umræðunni. Svo hef ég sent upplýsingapóst til foreldra, beðið þá að taka við boltanum og ræða hættuna af vatninu við sín börn,“ sagði María Jónsdóttir, skólastjóri Vatnsendaskóla. Þykir spennandi að leika sér á ísnum Ísilagt vatn getur sannarlega verið spennandi leiksvæði, en á meðan við ræddum við varðstjóra slökkviliðisins um hætturnar sem því fylgja slíkum leik rak tökumaður augun í drengjahóp hinum megin við vatnið sem jú - lék sér á ísnum. Um var að ræða 12 ára drengi. „Við vorum bara ofan á klakanum og vorum að kasta steinum og eitthvað,“ sagði einn drengjanna. Aðspurðir hvort þeim þætti slíkur leikur spennandi svöruðu þeir því játandi og sögðu það „geggjað.“ Slökkvilið Börn og uppeldi Kópavogur Grunnskólar Tengdar fréttir Lögregla varar við ísilögðum vötnum og tjörnum Ungir drengir voru hætt komnir þegar þeir féllu í Elliðavatn síðdegis í gær þegar ísinn undir þeim brotnaði. Lögregla varar við ísilögðum vötnum, lækjum og tjörnum. 6. desember 2022 12:16 Bjargað eftir að hafa orðið strandaglópar á Elliðavatni Þrír ungir drengir urðu strandaglópar úti á Elliðavatni um klukkan fjögur í dag. 5. desember 2022 20:08 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Sjá meira
Tilkynning um atvikið barst lögreglu um klukkan 17 í gær. Drengirnir voru þrír og höfðu allir fallið ofan í vatnið þegar ísinn gaf sig. Þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn höfðu drengirnir náð að koma sér upp á nálæga eyju þaðan sem þeim var bjargað með búnaði slökkviliðsins. Sveinbjörn Berentsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir drengina hafa verið skelkaða og kalda þegar slökkvilið mætti á vettvang. Aldrei sé öruggt að fara út á ísilagt vatn. „Það geta alltaf verið vakir og óörugg svæði, ísinn mis þykkur. Þannig aldrei er nú besta svarið,“ sagði Sveinbjörn. Börnum brugðið vegna málsins Elliðavatn liggur mjög nálægt Vatnsendaskóla í Kópavogi þar sem drengirnir eru nemendur. Skólastjóri segir að mörgum börnum hafi brugðið nokkuð við fréttirnar af atvikinu í gær en farið var yfir málið í skólanum í dag. „Kennarar ræddu í einhverjum hópum við nemendur, þeir munu halda áfram umræðunni. Svo hef ég sent upplýsingapóst til foreldra, beðið þá að taka við boltanum og ræða hættuna af vatninu við sín börn,“ sagði María Jónsdóttir, skólastjóri Vatnsendaskóla. Þykir spennandi að leika sér á ísnum Ísilagt vatn getur sannarlega verið spennandi leiksvæði, en á meðan við ræddum við varðstjóra slökkviliðisins um hætturnar sem því fylgja slíkum leik rak tökumaður augun í drengjahóp hinum megin við vatnið sem jú - lék sér á ísnum. Um var að ræða 12 ára drengi. „Við vorum bara ofan á klakanum og vorum að kasta steinum og eitthvað,“ sagði einn drengjanna. Aðspurðir hvort þeim þætti slíkur leikur spennandi svöruðu þeir því játandi og sögðu það „geggjað.“
Slökkvilið Börn og uppeldi Kópavogur Grunnskólar Tengdar fréttir Lögregla varar við ísilögðum vötnum og tjörnum Ungir drengir voru hætt komnir þegar þeir féllu í Elliðavatn síðdegis í gær þegar ísinn undir þeim brotnaði. Lögregla varar við ísilögðum vötnum, lækjum og tjörnum. 6. desember 2022 12:16 Bjargað eftir að hafa orðið strandaglópar á Elliðavatni Þrír ungir drengir urðu strandaglópar úti á Elliðavatni um klukkan fjögur í dag. 5. desember 2022 20:08 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Sjá meira
Lögregla varar við ísilögðum vötnum og tjörnum Ungir drengir voru hætt komnir þegar þeir féllu í Elliðavatn síðdegis í gær þegar ísinn undir þeim brotnaði. Lögregla varar við ísilögðum vötnum, lækjum og tjörnum. 6. desember 2022 12:16
Bjargað eftir að hafa orðið strandaglópar á Elliðavatni Þrír ungir drengir urðu strandaglópar úti á Elliðavatni um klukkan fjögur í dag. 5. desember 2022 20:08