Í þingkosningunum á dögunum tókst hvorugum frambjóðandanum að ná yfir helmingi atkvæða og því þurfti að kjósa aftur þar. Demókratinn Raphael Warnock bar sigur úr býtum og því er ljóst að Demókratar hafa 51 öldungadeildarþingmann en Repúblikanar 49.
Úrslitin eru vonbrigði fyrir Repúblikana líkt og fleiri úrslit í kosningunum en þeir höfðu búist við að ná völdum í báðum deildum og það nokkuð auðveldlega.
Svo fór þó að þeir náðu yfirhöndinni í neðri deild þingsins, en þó með herkjum og öldungadeildin verður áfram í höndum Demókrata nú þegar helmingur er liðinn af kjörtímabili Joes Biden Bandaríkjaforseta.